Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 2

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 2
AÐUR EN STEINSTEIPAN Æðsti prestur heimsarkitekt- úrsins, Frakkinn Le Corbusier, sagði eitt sinn, að hús væri iveru- vél. Þetta 'voru orð i tima töluð, eða i þann tima, er arkitektúrinn var að brjóta af sér viðjar ihalds- semi og staðnaðra forma og ganga mót nýrri stefnu, tækni og byggingarefnum. Hins vegar náðu þessi orð aldrei verulega islenzkum eyr- um, þvi að þeir, sem þau námu, ó- mökuðu sig ekki að flytja þau yfir Atlantsála. Merking orðanna er tviþætt, sú, að hús eigi ekki ein- ungis að nálgast vélræna full- komnun hvað notagildi snertir, heldur ekki siður þá vélrænu hag- kvæmni i framleiðslu, er einkenni maskinur hvers konar og gerir nútimamanni kleift að eignast þær fyrir viðráðanlegt verð. En frá þvi að þessi orð voru sögö og þar til nú hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt steyputonnið i uppsláttinn. í framhaldi af þessu langar mig að ræða nokkuð islenzkan arkitektúr, ef þá er unnt að ræða hann sem sérislenzkt fyrirbrigði. Ég spurði eitt sinn erlendan arkitekt álits. Hann svaraði: „Norræna húsið er gott”, og glotti hæversklega, þvi að hann vissi mæta vel hver teiknaði það hús. En áður en ég sezt óverðugur i dómarasæti til að gagnrýna þá, sem teikna hús öðrum til iveru, vil ég benda á þá ástæðu, sem er forsenda þess að Islenzkur arkitektúr er ekki heppnaður sem skyldi, þrátt fyrir góðan vilja og ef til vill hæfileika hönnuða. Full- ir góðra áforma fara þeir i læri til annarra landa, dvelja þar gjarn- an I 4—6 ár, stundum lengur, koma siðan heim. Svo ég taki nú aftur dæmið um vélar þá má jafna þessu við mann, sem fer ut- an til náms i vélsmiði eða skipa- smiði og er hann kemur heim til tslands aftur að loknu námi, veröur hann að smiða vélar sinar eða skip úr tré eða öðru efni, sem hann hefur litið lært að nota. Hér um verður starsýnt á stein- steyputröllið, sem þarna stendur og enginn mannlegur máttur fær um þokað, enda ekki til ætlazt. Smám saman lærist nú hönnuðin- um, eða að honum tekst að yfir- færa erlendar hugmyndir i is- lenzka steypu, þvi að viða má sjá snotur einbýlishús þar sem tekizt hefurað laga form og „funktion” i Ibúðargott og formfagurt hús. En arkitektúr er likt og orðið sköpun, yfirgripsmikið og fjöl- þætt. Þótt arkitektinum takist nú eftir langa mæðu, fjárútlát kaup- enda og armæðu vegfarenda að ná valdi á steypunni er ekki sagan öll sögð. Eftir situr húsið i hönd- um misánægðra viðskiptavina, sem eiga þá eftir að fara um það fjálgum höndum. Hafi hönnuðin- Ekki skissa, sem á er krotuð eink- unn og siðan geymd eða gleymd, heldur steinkaldur veruleikinn. Maðurinn er reyndar útlærður og engin ástæða til að áfellast hann, fyrr en þá að óvilhallur vegfarandi bregður litum, er hon- um tekizt að ráða fyrstu áferð á málningu, sem er þó ekki algeng- ast, er nú húsið ofurselt valdi og smekk eigandans og fallega húsið breytist i furðulega litasamsetn- ingu og ber ekki sitt barr eftir það. I sambandi við ofanritað vil ég vekja máls á öðrum hlut, ná- tengdum fagurfræði og arkitekt- úr: „Lækkun byggingarkostnað- ar” Ég skal vera stuttorður, þvi að um hann hefur mikið verið fjallað og spyr þvi aðeins: Hvað er járnbent steinsteypa einvöld og alls ráðandi. Þess vegna er hönnuðinum vandi á höndum. Steinsteypa, sem erlendis er að mestu notuð i burð eða „beina- grind” byggingar, er hér notuð i hólf og gólf. Efnið er tiltækt, spar- ar gjaldeyri og stenzt samanburð við önnur byggingarefni og þvi sjálfsagt til notkunar. Þvi er teiknaranum sá kostur einn að móta byggingar sinar úr þessu efni, sem sjálf forsjónin virðist hafa ætlað okkur tuttugustu aldar tslendingum til nota. Hefst nú hið siðara nám og öllu afdrifarikara. Áður gat teiknar- inn leikið sér flestum óháður með forrn og ýmis efni. Nú er hann fjötraður i steinsteypu. Þetta er enginn leikur og ekkert nám. 2 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.