Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 43
DROFN-H. FARKSTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI Fölsk gæs 350 gr. svínahakk 150 gr. kálfahakk salt/ pipar, paprika 1 tsk. kartöflumjöl 1 mósuð kartafla 1 egg 1 dl. rjómi 1 dl. vatn eplabátar útbleyttar steinlausar sveskjur brætt smjör eða olia til penslunar 2 dl. teningasoð Hrærið deigið með kryddinu, bætið mjölinu og mósuðu kartöf I- unni í og egginu og rjómanum. Mótið farsið til eins og brauð og setjið í vel smurt form eða ofn- skúffu. Stingið síðan sveskjum i og eplum og penslið með smjör- inu eðá olíunni. Steikið við 175 gr. i ca. 50 mín. Hellið siðan kjöt- teningssoði yfir- þegar „gæsin" hef ur fengið á sig góðan lit. Berið fram með kartöf lum og rauðkáli. Ef vill má jafna soðið. Paprikubuff 750 gr. saxað nautakjöt salt, pipar, paprika, 1 egg 1 dl. sódavatn 2 msk. hveiti smjör eða smjörlíki til að steikja úr. Sósa: 2 msk. smjör eða smjörliki 1 stór laukur, saxaður 2 hvítlauksbátar, fíntrifnir. 1 dl. skinka, skorin í smáteninga 2 msk. chilisósa 1 msk. paprikuduft 1 msk. hveiti 3 dl. teningasoð 1 tsk. þurrkað dill salt, pipar, 1 1/2 dl. rjómi, klippt steinsel ja Skreyting: 1 rauð eða 1 græn paprika Hrærið deigið með salti, kryddi og eggi. Bætið síðan vökva og hveiti í til skiptis. Látið bíða á köldum stað á meðan sósan er búin til. Steikið laukinn mjúkan i smjörinu. Bætið hvítlauk, skinku, og chilisósu saman við. Hveitið sett saman við og þynnt með soðinu. Bragðið til með salti og kryddi. Látið sósuná krauma í ca. 10 mínútur. Setjið rjóma í og steinselju. Mótið síðan buffin og steikið á pönnu, nokkr- ar mínútur á hvorri hlið. Setjið síðan á heitt fat. Hellið sósunni yfir og skreytið með papriku- hringjum. Berið fram með soðn- um hrísgrjónum eða kartöflum og gott blandað salat með franskri sósu (olíu/ediksósu), Wellenbergarar Þetta buff er kallað eftir mjög auðugri sænskri fjölskyldu og bragðast líka eftir þvi sem í það er borið. 1/2 kg. kálfahakk 4 eggjarauður 2 dl. rjómi salt, pipar, Sósa: 200 gr. sveppir, nýir eða niðursoðnir 1 1/2 msk. smjör salt, pipar, paprika 1 1/2 dl. rjómi sherry ef fyrir hendi er. Blandið buffdeiginu saman og mótið buf f og látið bíða á köldum stað um stund. Á meðan má búa til sósuna. Steikið sveppina og setjið kryddið saman við og rjómann, og látið krauma þar til verður hæf ilega þykksósa. Steik- ið buffin Ijósbrún 2-3 mínútur á hvorri hlið við vægan hita. Setjið á heitt fat og setjið topp á hvert buff af sósunni, sem er frekar þykk. Beriðsoðnar kartöf lur með eða steiktar og salat. Danskt sjómannsbuff 1/2 kg. nautahakk salt, pipar l egg 1/2 dl. rjómi 1 dl. vatn 1 stór mósuð kartafla Smjör eða smjörlíki til að steikja i.6 hráar kartöflur skornar í sneiðar. 2-3 láukar skornir í hringi 2 1/2-3 dl. pilsner 1 lárviðarlauf 5 korn allrahanda. Blandið kjötið með salti pipar og eggi. Blandið kartöf lumósinni og vökvanum til skiptis í. Mótið í smá buf f, sem eru brúnuð f Ijótt á pönnunni. Á eftir eru kartöflu- sneiðarnar og laukurinn brúnað. Setjið kjöt, lauk, og kartöflur í lögum á fatið. Hellið ölinu yf ir og soði af pörinunni og setjið kryddið með. Látið réttinn krauma undir loki i ca. 20 mínútur. Berið fram með kartöflum eða brauði og smjöri. 23. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.