Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 23
honum á veitingahúsi, þar sem málningin var flögnuð af veggjunum. Viðurkenndu bara, að þú ert hrifin áf manninum, já, mikið hrifin af honum, en vertu ekki að láta þig dr-eyma um aöra eins vitleysu og ást.... Della fann bréfiö innan um morgunpós.tinn. baö var venju- legt umslag; eins og þau sem Kolinski seldi og utan. á þvi stóð aðeins ,;Frú Slade”, án heimilis- fangs. Þegar hún var. búin að opna umslagið, sat hún grafkyrr og horfði út i loftið. Hún gat varla trúað sinum eigin augum. Á pappirsörkinni stóö aðeins nokk- ur orö, hræðileg orð. „Tóbakssalinn veit aö Tommy réðist á stelpúna”, Hún hefði vist getaö setið svona allan morguninn, en svo heyrði hún haltrandi fótatak Bills á ganginum. Hún stakk bréfinu i vasann og greip kassa með bangsaaugum og flýtti sér inn i verksmiðjusalinn. Kolinski tók til i kortakössunum i þriðja sinn. Hann flutti til karamellupoka og lakkriskassa og setti bakkann meö tyggi- gúmmiinu upp á hillu. En svo vissi hann ekki hvaö hann átti að taka sér fyrir hendur. Hann var búinn aö sópa gólfið og gljáfægja rúðurnar, þurrka aftur rykið af brjóstsykurkrukkunum. En hann varð að finna sér eitt- hvað til, svo hann losnaði við að hugsa. Hann hefði ekki átt að láta ung- frú .lcnny fara frá sér á þennan hatt Þegar hann hugsaði til hennar. fannsthonum hann sjálfur vrra hreinasta skitmenni. Hún var svo litil, en samt svo ákveðin. Hann gat varla látið sér detta i hug, hvað „klikan” gat haft til aö hræða hana meö og hafa út úr henni peninga, en það var ljóst, að eitthvað slikt hafði hún komizt i. Og hún hafði talað um að „gera eitthvað” upp á eigin spýtur. Þetta var hræðilegt, já, sannar- lega óhugnanlegt. Hún var eins og kettlingur, sem var um það bil að ganga inn i ljónagryfju.... Og nú bættist við þessi nýja hót- un. Kolinski var örvilnaður og ráövilltur, þegar hann hugsaði til þess, sem strákurinn hafði beðið hann um að gera. Að ljúga, — að segja beinlinis, að hann heföi séð Tommy mis- þyrina telpunni, það var bókstaf- lega útilokað. En ef hann gerði þaö ekki, mundi hann veröa fyrir meiri háttar skakkaföllum. Og svo gat það veriö, aö þetta væri ekki lygi. Hann hafði aö visu ekki séð Tommy þetta kvöld, en þvi meirá' sem hann hugsaöi um þetta, þvi hræddari var hann um, að þetta hefði getaö veriö Toramy, þrátt fyrir allt.. Drengurinn hafði hegðað sér einkennilega upp á siökastiö. Hann hafði komiö til hans og beðið um fyrirframgreiöslu og þaö fimm pund. Og hann hafði ekki nefnt á nafn, hvað hann ætlaðiaðgera við peningana. Það var mjög ólikt Tommy. Kolinski hafði látið hann hafa þessa peninga, án þess að hika. Hann hélt að Tommy hefði beðið um peningana til að borga dýra- lækninum. Það hafði verið ekiö á hundinn hans nokkrum dögum áður. En svo sagði 'frú Slade hon- um, að dýralæknirinn hefði ekki viljaö taka við neinni greiðslu. Þá hlaut það að vera eitthvað i sambandi við jólin, hugsaði Kolinski. Hann ætlaði kannski að kaupa jólagjöf handa móður sinni. En hvers vegna hafði hann ekki talað um það? Tommy haföi alltaf veriö svo opinskrár og fljóthuga. Þess vegna hélt Kolinski, að peningarnir hefðu átt að fara til einhvers, sem hann Vildi ekki tala um. Og Shirley litla hafði verið með eitt pund i hendinni. Svo sá Kolinski aö Della kom gangandi eftir götunni. Hún hafði brett upp kragann á kápunni og hún var föl og tekin I andliti. Það var greinilegt, að hún haföi mikl- ar áhyggjur. Kolinski langaði helzt til að fela sig I bakherberg- inu, til að þurfa ekki aö horfast i augu við hana. Hann lét sem hann væri niðursokkinn i reikninga, þegar hún kom inn. — Það er svolitið, sem mig langar til að spyrja yöur um, herra Kolinski, sagði hún og hún var mjög andstutt. — Það er um.... það er um kvöldið, sem ráðist. var á Shirley King. Ég ætlaöi bara að spyrja yður hvort...hvort þér hefðuð séð nokkurn. Það var dauöaþögn i búðinni stundarkorn. — Ég vil Tommy aðeins allt gott, sagði Kolinski hikandi. — Ég myndi aldrei segja neitt, sem gæti komið honum I vandræði. Hún stundi einkennilega, það var engu likara en að hún væri kjökrandi og svo sneri hún sér við og flýtti sér út úr búðinni. Hann staröi á eftir henni. Hann hafði aöeins viljað henni vel. Hann hafði reynt að segja eitt- hvaö, sem gæti huggað hana, án þess aö setja sjálfan sig i hættu. En hann hefði kannski ekki valið orð sin nógu vel. Hún leit út fyrir að hafa miklar áhyggjur. Hann langaði helzt til aö hlaupa á eftir henni og segja henni allt sem hann vissi, segja henni alla söguna, eins og hún var, en hvernig átti hann að vita hvort ekki væri haft auga með honum? Tommy hafði verið ljóst allan daginn, hvaö hann varð að gera. Hann vissi heimilisfangiö, það hafði verið tiltölulega auðvelt að finna það, og komast þangað meö neðanjarðarlestinni. En þegar hann stóö fyrir utan gömlu bygginguna við Finchley Road, var hann bæði taugaóstyrkur og hikandi. Það gat verið, að hann væri fluttur. Það gat lika veriö, að hann væri ekki heima. Eða þá, að hann vildi alls ekki tala við hann, alls ekki tala við Tommy. En þegar hann kom upp á fjórðu hæð, sá hann nafn fööur sins undir dyrabjöllunni. Og þá varð hann allt i einu rólegur og glaður. Hann varö að hringja tvisvar og fótatakið, sem nálgaðist, hinum megin við dyrnar, var hægfara og haltrandi. Dyrnar opnuðust og maöurinn i sloppnum stóð þar, órakaður og alls ekki stöðugur á fótunum. Andartak starði Tommy á hann i þögulli örvilnun. Hann hafði búizt viö allt öðru og meiru. Það hafði verið notalegur draumur, en nú var hann horfinn. Hann' hafði jafnvel vonað, að faöir hans gæti leyst öll vandamálin á svip- stundu og að mamma myndi taka honum opnum örmum, eins og hún hafði svo oft gert áður og að allt yrði gott. Hann hefði átt að vita betur. Slikt skeður ekki 1 veruleikanum. Hann gat ekki haft augun af þess- um manni, þarna i dyragættinni, sem gat varla staðiö á fótunum. — Mamma hafði á réttu að standa, sagði hann, eins og við sjálfan sig. — Þú kærir þig ekkert um okkur. Mér þykir fyrir þvi, að ég skyldi koma hingað, en ég hélt að þú gætir kannski hjálpaö okk- ur.... Hann gekk svo hratt sem hann gat eftir ganginum, tók lyftuna niður og hljóp út I vetrarkuldann. Hann stakk höndunum I vasana og reyndi að flauta kæruleysis- lega, meðan hann þrammaði upp brekkuna aö neðanjarðarbraut- inni. Framhald I næsta blaði. HORNSÓFASETT Hentar alls staöar. Settið getur meðal annars samanstaðið af stól tveggja sæta sófa og þriggja sæta sófa ásamt hornborði og sófaborði. Höfum einnig ýmsar stærðir svefnbekkja. úrval áklæða. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. NÝSMIÐI S.F. Langholtsvegi 164, sírr! 84818 23. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.