Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 44
Úrklippan hér að ofan er tekin úr ensku blaði og sýnir brot af auglýsingum frá fjölda smá- klUbba og diskóteka, sem birtast að jafnaði i þessu blaði. Tilgang- urinn með þessari grein, er að benda á þá fjarstæðukenndu stefnu sem rikir eða virðist rikj- andi i byggingu og rekstri sam- komuhUsa hérlendis. Hingað til hefur þeirri stefnu verið dyggi- lega fram fylgt, að byggja sem stærst samkomuhUs, sem gætu rUmað sem flesta i einu Jafn- framt þvi er fólki skylt að mæta i sinum finustu fötum. Allt þetta gerir það að verkum,.að hafi ein- hver hug á þvi að leggja leið sinæ á veitingahUs, þarf sá hinn sami að hafa á þvi nokkurn fyrirvara, þvi komi hann ekki að aðgöngu- dyrum veitingahUss i sinu finasta og helst með þverslaufu, á hann það á hættu að vera sendur heim aftur. Dyraverðir slikra staða hafa þau fyrirmæli, að hleypa engum inn, nema hann sé gjald- gengur við jarðarför. Þvi, sem hér að ofan er lýst, gerist oft og iðulega, þó margur sé farinn að vara sig á þessu nU i seinni tið. Annar ókostur á þeirri fjar- stæðukenndu stefnu sem I upphafi var á minnst, er sá að með þvi að byggja samkomustað, sem hefur á sér allt svipmót verksmiðju- hUss, er fólki safnað saman á fáa staöi, sem i sjálfu sér gæti verið ágætt fyrir leigubilstjóra og lög- reglu, en er þvi miður afskaplega leiðigjarntfyrir langmestan hluta fólksins. Inni á slikum stöðum skapast þvilik örtröð, að annað eins hefur ekki sést I mörg herr- ans ár ef þá nokkurn tlma. Slik örtröö, auk þess sem fólki hættir til að drekka áfengi og ef til vill fá sér snUning, leiðir það að verk- um, að finu fötin fara yfirleitt fyr- ir litið og þurfa i mörgum tilfell- um viðgerðar við, a.m.k. hreins- unar. Hver er svo hagurinn af öllu þessu öngþveiti? JU, veitinga- hUsa^eigendur eru þeir einu, sem hafa einhvern hagnað, hvort sem hann er beinn eða óbeinn. Sökum þess hve veitingastaðir eru fáir hérlendis, og er hér sér- staklega átt við Reykjavikur- svæðið, rikir sem næst engin samkeppni meðal veitingahUsa- eigenda, sem þar með komast upp með að sýna þvi sem næst enga ku^teisi i garð neytandans, svo ekki sé minnst á þjónustu. Þetta er mjög algengt, en þó finn- ast hér vissulega undantekning- ar. Meginverkefni veitingahUsa- eigenda flest kvöld, er að halda fólki utan staðanna, þvi nóg er af þvi innan dyra. Slikt ástand getur ekki leitt af sér nema eitt, — ó- ánægju neytandans. En þörfin er rik og þvi er best að láta ekki ó- ánægju sina i ljós, þvi einhver dyravarðanna gæti borið kennsl á gripinn og neitað um inngöngu um næstu helgi. Slikt er ástandið i raun. Eina lausn þessa vandamáls er að sjálfsögðu fjölgun skemmti- staða, þvi litið þýðir að banna fólki að skemmta sér. Til þess að slikt geti orðið að raunveruleika, þarf að koma til hugarfarsbreýt- ing. Það gagnar ekki að byggja stærriog stærri veitingahUs. Slikt mun ekkert gott af sér leiða. Lausnin er greinilega stofnsetn- ing smærri klUbba og diskóteka. Samkomustaðir, sem reknir væru sem meðlimaklUbbar og væru starfræktir einn eða tveir I hverju hverfi borgarinnar, rétt eins og matvörubUð eða annað þjónustu- fyrirtæki. Slikir staðir þurfa ekki að rUma nema 200 manns og hafa ekkert að gera með fullkomið eld- hUs, eins og nU virðist nauðsyn- legt til þess að geta rekið veit- ingastað með vinveitingum. Fólk getur bara borðað heima hjá sér og er ekki of gott til þess. Það eru hins vegar fáir, sem hafa diskótek heima hjá sér eða treysta sér til þess að taka á móti öllum kunningjum sinum i hverf- inu um hverja helgi, bara vegna þess að þeir hinir sömu hefðu á- huga á að spjalla vift náungann um daginn og veginn eða hlusta á góða tónlist i kunningjahópi. Hávaði frá slikum stöðum yrði afskaplega takmarkaður, þvi fátt fólk væri þar saman komið, en stundarhávaði og skvaldur frá fólki, sem fer seinna að sofa en klukkan 10, virðist vera hinn mesti þyrnir i augum þeirra hinna. í framhaldi af þvi, sem hér hefur verið lýst, væri og nauðsyn legt að lengja opnunartima sllkra klUbba, I þeim tilgangi að dreifa aðsókninni að staðnum yfir lengra timabil hvers sólarhrings. Þvi, sem hér hefur verið lýst, eru staðreyndir varöandi skemmtistaðarekstur væntan- lega alls staðar annars staðar i hinum vestræna heimi, nema á tslandi. Svo hvenær kemur að þvi, að við Islendingar, sem njót- um þeirrar ánægju aö lifa við eðlilega skemmtanaþrá og llfs- gleði fáum að bUa við samsvar- andi þjónustu og rikir annars staðar I heiminum? Það er ekki langt um liðið, sið- an almenningsálitið var all mikið á móti stUlkum, sem leituöust við að spila rokktónlist. Það hafði verið fyrirfram ákveðið, að stelp- ur gætu ekki spilaö rokk. Það er ekki mjög langt siðan heldur, sem stUlkur reyndu ekki eiriu sinni að spila rokk. Kvensöngvarar voru ætlaðir sem sexsymból. Þær áttu aö hafa fallega rödd og vera eitt- hvað fyrir augað. Hljóðfæ'raleik urinn var látinn eftir strákunum. Þaö var karlmannsdjobb. En svo kom Janis Joplin á vett- vang og sannaði svo ekki var um villst, að stUlkur gátu lika sungið rokk og það með fléstum þeim til- þrifum sem strákarnir áttu til. Suzi Quatro, Carole King, Joni Mitchell, Chi Coltrane, Laura Nyro, Fanny, Linda Lewis og Sandy Denny, eru flestar banda- riskar, og eiga auk þess eitt sam- eiginlegt. Þær syngja ekki bara og semja rokk, heldur og spila þær það. Aður en Janis Joplin kom fram, var aöeins um tvær tegundir söngkvenna að ræða. Það voru „glamour” söngvararn- ir i finu fötunum og með meikiö, og svo hins vegar þjóölaga- söngvararnir, Joan Baez, Judy Collins o.fl. Þær gátu spilað vel á gitarinn sinn, en þaö var aldrei hægt að lita á þær, sem reglulega „heavy” hljóðfæraleikara. Rokk- tónlist var eftir sem áður Játin karlmanninum eftir. StUlkur höfðu ekki þaö sem þurfti, til að geta spilaö rokktónlist. Til þess þurfti töluverðan likamsstyrk og um fram allt árásarhvöt, sem kvenfólkiö hafBi ekki, að flestra áliti, nema kannski gegn öðrum kvenmanni. Eins og venjulega byrjaði það i undirheimum Bandarikjanna. Slðla árs 1967 fór aö bera á nýjum hópi i tónlistarheiminum þar, kvenfólki sem samdi, spilaði og söng sina eigin rokktónlist. Meðal þeirra voru Melanie, Joni Mit £ 44 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.