Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 32
Aftur hafði þjónustan i Rússlandi orðið Kirby kvalafull. Jafnvel þótt sár hans greru, var ekki allt fengið. Hvemig átti hann að afbera þá miklu kvöi, sem von- laus ást hans á Olgu gerði honum....? Kirby og Karita komu til Baranovichi nokkrum dögum slöar. Aöalbækistöövarnar, eða Stavka, eins og þær voru kallaö- ar, voru staösettar I nokkrum járnbrautarvögnum I skjóli stórra trjáa. Kirby bjó I vagni meö þrem öðrum brezkum for- ingjum og Karita kom daglega, til aö lita eftir honum, en hún bjó eins og annað þjónustufólk, I stóru húsi I nágrenninu. Zarinn var sjálfur i Stavka. Frá Stavka var öllum hernum stjórnaö, en zarinn var ánægður yfir þvi, að vera þarna miödepill, en raunverulega reyndi hann ekki að taka neitt fram i fyrir yfirhers- höfðingjanum, Nicholas Nicolai- vitch, stórhertoga. Zaririn komst fljótlega að þvi, að Kirby var meðal brezku foringjanna og brá skjótt við til að stefna honum til sin. — Kæri vinur, þetta er sannar- lega ánægjulegt, sagði hann og lét i ljós innilega gleöi. — Ja, hvern hefði óraöfyrtr þessu. Ég vona að ekki lári mjög ilia um yður, við höfum nú ekki upp á mikil þæg- indi að bjóða hér. — Það er allt með ágætum, yðar hátign, sagði Kirby. — Já, þetta er nú ekki eins' skemmtilegt eins og að hittast á tennisvellinum, sagði Nicholas. — Hverju spáið þér um þetta allt saman? Þeir röltu svo um milli vagn- anna og ræddu um striðið. Kirby var ljóst, að zarinn hafði nokkuö glögga sýn yfir það sém fram fór, en meðfædd bjartsýni hans gerði hann frekar skammsýnan um gang styrjaldarinnar. Það var reyndar nokkuð furðulégt, vegna þess að eðlisgreind hans, hefði átt að gera honum ljóst skuggalegt útlitið, þó ekki væri nema skortur á öllum hergögnum og öðrum þör’fum hersins. Kirby átti býsna annrikt, vegna þess að hann þurfti eiginlega að gegna starfi sem túlkur. En snemma á árinu 1915 var horium og nokkrum brezkum og frönskum foringjum skipað að fara með yfirhershöfðingjanum i eftirlitsferð til aðalstöðva i fram- linunni. Þeir ferðuðust i fjölda herbila. Ekki langt frá höfuðstöðvum deildanna voru Rússar búnir að búa um sig i skotgröfum á pólskri grund og skotgrafirnar voru fleiri milur á lengd. Einmitt þennan dag voru áhlaup Þjóöverja ógn- vænleg. Þegar bilalest stórhei togans nálgaðist bækistöövarnar, jókst skothriðin um allan helming og þegar lestin nam staðar, var alls ekkert lát á skothriðinni, hávaðinn var ærandi og Kirby fannst sem nú fyrst væri hann i skotmarki, striðið var komið nær honum. að meta látleysi Kirbys og lýta- lausa rússnesku og brosti glað- lega. Þetta var þrekvaxinn maöur, frekar ófriöur og úfinn. — Boris Gregorovitch Kolchak, I fimmta riddaraliði Úkrainu, kynnti hann sig. — John Kirby, i brezku banda- lagssveitunum. Kolchak höfuðsmaður sem var einna likastur góðlegum skógar- birni, leit niður eftir götunni. Kirby öskraði til að yfirgnæfa hávaðann: — Er þetta venjulegt hérna, eða er þetta sérstakt áhlaup? — Já, og dálitið hávaðasamt, finnst yður þaö ekki? Viljið þér ekki koiha inn. Þótt við losnum ekki við hávaðann þar, þá er þó hægt að fá sér i glas. Það hittist svo d, einmitt þá, að skothriðin dvinaði og i þögninni gengu þeir inn i húsið. Það var allt á öðrum endanum. Stórher- toginn var mjög hávær i sam- ræðum sinum við sveitarfor- ingjann. Kolchak höfuðsmaður dró Kirby með sér inn i herbergi, sem var hluti af matsal foringj- anna, þar sem nokkrir liðsfor- ingjar stóðu við borð meö ein- hverju snarli. Kirby nældi sér i svolitinn kjötbita og Kolchak hellti vini i glas handa honum. Svo fóru þeir að ræðast við. Það kom i ljós að Kolchak var yfir- maður riddaraliðs, sem hafði bráðabirgðastöðvar i nokkurra milna fjarlægð. Hann hafði verið kallaður til bækistöðvanna og var minútum hafði verið nokkurn veginn undir stjórn, þótt hávaða- samt væri, var nú einna likast geðveikraspitala. Þegar Kirby og Kolchak komu út á þrepin, var verið að aka stórhertoganum i burtu og hann sat teinréttur og með reiðisvip. Fylgdarlið hans ók á eftir honum. Útlendu liðsfor- ingjarnir voru i siðasta bilnum og biðu eftir Kirby. Þeir bentu honum að koma, sýnilega óþolin- móðir. — Ætlar þú að koma með okkur? Kirby fannst hann þurfa að bjóða hinum góðlátlega riddaraliðsforingja að verða samferða. — 1 þessu þarna? Kolchak höfuðsmaður hló hrottalega og benti á bilinn. — Ég hef ennþá hesthér á næstu grösum. Hann er að visu ekki neinn gæðingur, gn hann er traustur. Og þá hófst skothriðin aftur með ógurlegum drunum. Drottinn minn, þeir hafa brotizt i gegn! Rödd Kolchaks lýsti bæði gremju og örvæntingu. Sprengja féll til jarðar nokkur hundruðum metra frá þeim. Hún sprakk i mjúkum jarðveginum og þeytti honum i allar áttir. Flýttu þér! kallaði einn af brezku liðsforingjunum til Kirbys. Kirby hikaði enn, en Kolchak hljóp að opnum dyrunum og öskraði á Bruislov yfir- foringja. Kirby stökk niður þrepin, tók tvö i einu út að bilnum. Tvö hundruð metrum neðar við veginn, sprakk önnur sprengja. Þriðja sprengjan lenti á þaki hússins með ofboðslegum hávaða og steinar og þakplötur þeyttust i allar áttir. Kirby var um það bil að taka sæti sitt i bilnum, þegar hann sá að steinn féll á öxl Kolchaks höfuðsmanns. Hann féll og Kirby þaut til og dró hann á fætur. Kolchak kveinkaði sér og rjóða andlitið var nú náfölt. Sumri hallar 1 stóra húsinu var ys og þys. Menn hlupu upp og niöur stiga, komu og fóru. Þegar stórhertog- inn birtist viku varömenn til hliö- ar og heilsuðu á hermannavisu. Kirby fór ekki strax inn i húsið, en hinkraöi við á þrepunum við aðal- dyrnar og hlustaði á ósköpin. Rússneskur riddaraliðshöfuös- maöur, berhöföaður og i moldug- um stigvélum, kom út. Hann virti Kirby fyrir sér, þegar hann tók eftir brezka einkennisbúningn- um. — Gamli maöurinn hefur hætt sér nokkuð nálægt eldinum i dag, sagði hann. — Finnst yður það ekki? — Það var hans eigin hug- mynd, sagði Kirby. — Mér er nóg um allan þerinan hávaða. Höfuðsmaðurinn virtist kunna nú aö biða skipana. Hann var þá búinn að biða i tvo tima. En skyndilega heyrðist mikið fótatak og tramp á ganginum fyrir framan. Kolchak höfuðs- maður og Kirby fóru að athuga hvað um væri aö vera. Stórher- toginn og föruneyti hans voru að fara með miklum fyrirgangi, eftir aðeins hálftima dvöl i húsinu. — Orlofsky! Kolchak kom auga á yfirliðsforingja neðar i gang- inum. — Orlofsky, ég var búinn að gefa skipanir! — Fjandinn hafi skipanir þinar, öskraði liðsforinginn. — Þeir eru að vaða yfir okkur, þú verður að hörfa. Kolchak bölvaði. — ÆJi ég verði ekki að fara, sagði Kirby. Það sem fyrir nokkrum — Biðið! öskraði Kirby til bflstjórans, sem var að aka af stað. Hann komst með Kolchak niður þrepin, en þá féll ein sprengjan ennþá, eins og raketta frá Marz, beint á þak bilsins, sem þegar i stað stóð i björtu báli og mennirnir og járnarusl úr bilnum þeyttist hátt i loft upp. Kirby kastaðist til hliðar og höfuðs- maðurinn með honum. Kirby rankaði við sér, þar sem hann lá með andlitið niðri i grasinu viö vegarbrúnina og þegar hann leit I kringum sig, sá hann leyfarnar af bllnum og félögum sinum. — Ö, guð minn, andvarpaði hann. Höfuðsmaðurinn komst á kné, særði handleggurinn dinglaöi máttlaus niður með siðunni. Svo heyröu þeir hófadyn. Riddara- 32 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.