Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 38
þar. Þarna bar nú fundum þeirra saman, og urðu báðir undrandi, þvl hvorugur átti von mannaferða á þessum slóðum. Auðvitað hafði Jackson heyrt Nansens og Fram- leiðangursins getið, en ekki bar hann kennsl á Nansen fyrst I stað, og bar hvort tveggja til, að hann . hugði Nansen dveljast á Fram, ef þaö væri þá enn i skipa tölu, og að Nansen var þannig ásýndum i tötrum sinum, að drjúgt hug- myndaflug þurfti tii þess að láta sér detta i hug, að þar færi sið- menntaður Norðurálfumaður. Jackson hafði meðferðis sendi- bréf til Nansens, er fluttu honum þær fregnir, að öllum ástvinum hans heima liði vel. Hinn. 26. júli kom „Windward”, skip Jacksons, og með þvi héldu þeir tvimenningar heimleiðis hinn 9. ágúst. Hinn 13. ágúst komu þeir til Varðeyjar. Heimkoman Þeir tvimenningar hröðuðu sér ilandog áleiðis til simstöðvarinn- ar. Þegar þangað kom, lagði Nansen stafla mikinn af sim- skeytum á borð simstjórans, og voru sum þeirra fleiri þúsund orð að lengd. Stöðvarstjórinn starði á þá, en þegar hann leit á skeytin og sá, að þau voru undirrituð nafni Nansens, heilsaði hann þeim tvi- menningum grátfeginn. Sending skeyta þessara var margra daga vinna, og vart höfðu þau, er fyrst voru send, náð ákvörðunarstað, er skeyti tóku að berast til stöðv- arinnar svo hundruðum skipti og hvaðanæva úr veröldinni. Svo kynlega vildi til, að Mohn prófessor, sá er skrifað hafði greinina forðum um Jeanette- leiöangurinn og oliubuxurnar og siðar orðið góðvinur Nansen, var einmitt staddur i gistihúsi bæjar- ins um þessar mundir. Nansen heimsótti hann þegar, og prófess- orinn faðmaði hann að sér og grét eins og barn. Það eitt skyggði á fögnuð þeirra tvimenninga, að enn hafði ekkert spurzt til Fram eða félaga þeirra. Er Nansen kom til Hammerfest var vinur hans, Sir Georg Baden- Powell, skátaforinginn heims- kunni, staddur þár á skemmti- snekkju sinni, en hann hafði verið i rannsóknarför til Novaja Zemlja og hafði nú i hyggju að halda norður að rekisnum og svipast. eftir Fram og leiðangursmönn- um. Hann bauð Nansen þegar snekkjuna til fullra umráða. 1 sama mund komu þau Eva Nansen og einkaritari hans til Hammerfest, og var þeim hjón- um haldin veizla þar i bæ. Að morgni hins 20. ágúst barst Nansen simskeyti þess efnis, að Fram væri komið heilu og höldnu til Skarfeyjar og að öllum skip-v verjum liði vel. Skeytið var frá Ottó Sverdrup. Kvað hann skipið mundu halda beinleiðis til Troms- eyjar. Skemmtisnekkjan létti þegar akkerum og hélt þangað til móts við Fram. Fram lá þar á höfninni, þegar snekkjuna bar þar að. Þarf ekki að geta þess, að þar urðu fagnað- arfundir. Þegar þeir Nansen og Johansen lögðu af stað frá skipinu i leiðang- ur sinn til Norðurheimsskauts, lá það á 84 gráðu 4’ n. br. og 100 gráöu austl. 1. I október náði það 85. gráðu 57’ n.br. og komst það lengst i norðurátt. Oft var skipið hættkomið i hamförum rekissins, en stóðst þó jafnan tröllatök hans. Skipverjar voru samt alltaf við þvi búnir að verða að yfirgefa skipiö. Þriðja heimsskautsnóttin varð þeim erfiðust og bar margt til þess. Að visu sinntu þeir vis- indastörfunum með mestu kost- gæfni, en höfðu samt minna að, starfa en áður. Nýmetið var af skornum skammti, þó enn hefðu þeir nægar matarbirgðir. Og svo voru þeim horfnir félagar og vinir úr hópi og báru þungar áhyggjur þeirra vegna. Það jók þeim þó hugrekki, að mælingar sýndu, að skipinu mið- aði vel i áttina, út úr rekísnum. Er birta tók, skutu þeir nokkur bjarndýr. Sama daginn og Nansen og Jo- hansen komu til Varðeyjar, komst Fram úr rekisnum i auðan sjó. Hetjum fagnað Förin suður með ströndum Noregs var óslitin sigurför. 1 Niðarósi var þeim Nansen og Framverjum fagnað með til- komumiklum hátiðahöldum i dómkirkjunni. 1 Björgvin hlutu þeir og hinar glæsilegustu og við- hafnarmestu móttökur. Þegar til Oslóar kom, sigldu öll gufuskip, er þar lágu, til móts við Fram með herskip og tundur- spilla i fararbroddi. Er Fram- verjar stigu á land, hófu söng- flokkar borgarinnar söng sálms- ins „Vor guð er borg á bjargi traust” og að honum loknum ,,Ja, vi elsker”, en mannfjöldinn tók undir þúsundraddað. Siðan óku leiðangursmenn til háskólans um skreyttar götur, en hvitklæddir Iþróttamenn mynduðu heiðurs- raðir beggja vegna. Er leiðang- ursmenn komu að háskólanum og Nansen hafði mælt nokkur orð fyrir hönd leiðangursmanna, gengu stúdentar fram og krýndu „hetjurnar norðan úr isauðninni” grænum sigursveigum. Mann- fjöldinn laust upp gleðihrópum, og var þá likast að heyra og þegar þungur brimgnýr-bergmálar við sjávarkletta. Óskar konungur, sem þá var konungur Sviþjóðar og Noregs, hélt fagra ræðu, er gengið var til konungshallar. Um kvöldið voru blysfarir farnar, leiðangursmönnum til heiðurs, eldar loguðu á bersvæðum og ás- um, og öll borgin bar vitni um fögnuð og hrifningu. Hátiðahöldin stóðu i fimm daga samfleytt. Hátiðasýning var i leikhúsinu á laugardag, hetjunum til heiðurs, á sunnudaginn var haldin þjóðhátið á virkistorginu. Erlendir háskólar og visinda- stofnanir sendu fulltrúa. Ræður voru haldnar og skálar drukknar, og Björnstjerne Björnson, önd- vegisskáld Norðmanna og vökul samvizka landa sinna á þeim tima, reyndist glöggskyggn á til- finningar mannssálarinnar þá eins og endranær. t ræðu sinni komst hann svo að orði, að ef Framverjar mættu á þessari stund velja um ræðu eða isbjarn- arkjöt, væri hann viss um, að þeir mundu heldur velja kjötið. Meðal flestra þeirra, er hylltu ishafsgarpana, mun iþróttalegt afrek þeirra, þrautseigja og karl- mennska hafa verið efst I huga. En hver varð visindalegur árang- ur ferðarinnar, sá árangur, sem Nansen taldi aðalmarkmið henn- ar? Skammt norður af Ný-Siberiu- eyjum fann Nansem ishafsland- grunnið, sem mönnum var áður ókunnugt um. Þegar landgrunn þetta þraut, tók við djúpáll mikill, er náði sums staðar 3—4000 metra dýpi. Mæling þessa djúpáls er ein mesta landfræðileg uppgötvun vorra tlma. Af henni mátti draga þá ályktun, sem rannsóknir siðari tima hafa staðfest, að heims- skautsisbreiðan lægi á hafdýpi en ekki landi. Þess utan fram- kvæmdu leiðangursmenn mark- verðar visindalegar athuganir, sem ollu straumhvörfum á sviði haffræði og veðurfræði. Otto Sverdrup átti enn eftir að leggja af mörkum drjúgan skerf til rannsókna á Norðurhöfum. Ar- ið 1898 lagði hann upp i annan leiðangur á Fram, og varð land- fræðilegur og haffræðilegur árangur hans hinn markverðasti. Það var Nansen, er átti frum- kvæði að þessu afreki hins trausta samferðamanns sins úr Græn- landsleiðangrinum og Framför- inni. Hátiðahöldunum lauk, en afrek Nansens og þeirra félaga gleymdist ekki og gleymist ekki með Norðmönnum. Slikar dáðir g'era hverja þjóð rikari af fjár- sjóðum, er standa beztu sonum þeirra til reiðu, þegar mest á rið- ur. Og það er eðli þeirra fjár- sjóða, að þeir aukast að innstæð- um, i hvert skipti sem þjóðirnar heimta úr þeim styrk til baráttu og afreka. Niu árum siðar háðu Norðmenn harða baráttu fyrir merkift Hrúts merkift 21. marz — 20. april Vandamál, sem þú hefur átt við að etja hlýtur skjótan endi. Þú ættir að taka þér hvild um nokkurn tima sé þess nokkur kostur. Boð hjá ætting jum eða kunningjum þinum muh veita þér mikla ánægju. Nauts- merkift 21. aprll — 21. mai Þú skalt treysta á hagstæfta lausn mála þinna. Láttu vonir þinar og óskir I ijósi við þær persónur, sem helzt geta orðiö þér að liði. Þú munt mæta skilningi þaðan sem þú áttir sizt von á. Get'öu þér tima til tóm stundaiðkana. Tvibura- merkift 22. mai — 21 jiinl Það getur verið, að þú þurfir að leggja meira á þig til að ná settu marki heldur en þú kærir þig um. Allt bendir til þess, að takist þú erfiðið á hendur, fari allt vel, og þú munir telja þig heppinn. Sinntu verk efnunum, sem hlaðizt hafa upp að undan förnu. 22. júni — 211. jtill Þetta verður óvenjulega þægileg vikameðskemmtilegum atburftum. Sýndu að þú sért sjálfur fær um að ráða fram úr þeim vanda, sem steðjar að þér. öskir þínar munu njóta stuðnings at- burðarrásarinnar Vertu vel á verði gagnvart tilboðum annarra. Ljóns merkift 24. júli 21. ágiist , Haltu þig sem mest að ’ fjölskyldu þinni, þvi aft hún mun veita þér . mesta uppfyllingu. Leggðu ekki út i neitt ferðalag, áður en þú hefur athugað að stæður, það getur sparað þér tima og erfiði. Það eru góðir tlmar framundan, sem munu Rera þér mikla hamingju. Meyjar merkift 24. ágúst — 23. sept. Þú finnur til einhvers einmanaleika, en hristu hann af þér og veittu þér smá upp- lyftingu. Þú hefur hugsað meira um liftan annarra en þina eigin. Láttu ekki hugfallast, þótt ekki gangi allt að óskum, þvi málin munu taka aðra og farsælli stefnu upp úr helginni. r 38 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.