Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 14

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 14
höfðu svo oft setið yfir sódavatns- flösku. Þá var það, að hann hafði kom- ið auga á telpuna og séö, að hún hlaut að vera dóttir Sally . — Saily hafði fundizt heimurinn allt of litill. Það var hún, sem meö draumórum sinum og óróanum i blóðinu hafði oröið til þess fyrst allra aö fræða hann um, hve stór og heillandi veröldin væ'ri. Sally. hlaut að hafa snúiö heim aftur ög gifzt. Skömmu seinna kallaði telpan i áttina til kaffihússins: „Mamma! Hann Ringó vill ekki synda. Segðu honum, að hann eigi aö synda!” Björt kvenmannsrödd svaraði: HANN þekkti telpuna, undir eins og hann sá hana, enda þótt hánn hefði aldrei séð hana áður — ekki einu sinni haft hugmynd um að hún væri til. Hún var að leika sér viö hund I fjörunni andspænis kaffihúsinu. Hve gömui skyldi hún vera? Atta eða ef til vill niu ára. Sem hún stóð þarna i bláu sundfötunum, virtist hún vera lit- iö annað en tveir langir fætur. Hár hennar var dökkt, sitt og rennslétt. Það var ekki hárið, sem minnti hann á Sally. Hár hennar haföi verið stutt og allt hrokkið. Oft haföi henni gramizt, að hún gat ekki greitt það eftir eigin geðþótta, en engu að siður fór það nú alltaf vel.— Nei, þaö var miklu fremur eitthvaö i lát- bragði telpunnar, I snöggum, áköfum, næstum svifléttum hreyfingum hennar, sem minnti hann á Sally. Maðurinn varð svo miður sin, þegar hann fann, hve mikla geðs- hræringu þetta vakti honum, að við lá, að hann hypjaði sig tafar- laust burt. En fyrst hann var nú loksins kominn hingað aftur, fannst honum hann veröa að staldra örlitið lengur við. Hann hallaði sér þv.I fram á grindverkiö og horfði á telpuna. Þetta var i fyrsta sinn, sem hann kom heim aftur. Eftir að báðir foreldrar hans voru látnir, haföi hann ekki langað neitt heim i strandbæinn, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Þar átti hann sér að visu endurminningar um æskuást, en þær voru nú farn- ar að fyrnast á öllum þeim árum, er hann haföi verjö strlösfréttav'' ritari. „Áfram núJ’ höfðu verið kjörorð hans I lifinu til að'knýja hann til að herðiT-sig I þessum si- felida eltinaa.lei^víð stjörnuna, sem ávallt’TjómaM ffír næsta fjallstfndinum. Hann heföi heldur alls ekki komiö hingað núna, ef honum hefði ekki leiþztsvo mikið i stuttu orlofi, sem hann áttí,. að hanrt hafði að lokum farlð-inn á rit stjórn blaösins til að athuga, hvort hann gæti ekki narrað neinn þaðan út með sér til aö fá sér glas. Þetta var I ágústmánuði, i gúrku- tiðinni, þegar fréttirnar eru I frii eins og fólkiö og blaðamennirnir verða aö skálda sjálfir frásagnir sinar. Einhver hafði stungið upp á þvi, aö framreiðslustúlkurnar i K % Smásaga eftir V. Francis 'veitingahúsi á einhverjum bað- stáðnum ættu að vera naktar að ofan, og bæjarstjórnin hafði orðiö bálvond yfir þessu. „Veiztu nú hvað?” hafði ritstjorinn hans sagt. „Ég býö upp á bjór, ef þú láumast þangað út eftir og rubbar uppf 1000 orða grein handa mér ,um: „Ber brjóst koiha öllu i upp- ná'fíí á baðstað”. < f,Gott ogjel!” hafði hann sagt, þvf-airPVar betra en að vera einn og yfirgefinn á tilgangslausu eigri, þangað til sumarleyfinu væri loks lokið. En þegar hann komst að raun um, aö baðstaður- inn var enginn annar en Vestur- bær, þar sem hann var fæddur og hafði ekki veriö langa lengi, hrafði hann aöeins yppt öxlum og hugsaö sem svo: nema það þó!” „Jæja, ekki En þegar hann hafði simað frá- sögn sina til ritstjórnarinnar, hafði hann farið eins konar pila- grimsför út að gamla húsinu for- eldra sinna. Litið var þaö — minna en hann haföi minnt — og málningin á þvi var allt of nýleg, gluggatjöldin allt of glossaleg á litinn. Hann fór ekki inn I húsið. Gömlu raddirnar voru þagnaðar, og hann langaði ekki aö heyra þær nýju. Hann var dapur i bragöi, þegar hann snéri frá hús- inu, og rétt á eftir varö hann þess var, að hann var ósjálfrátt lagður af stað niöur að ströndinni I átt til kaffihússins, þar sem þau Sally 14 VIKAN 23. TBL. hana og heyrði málróm hennar — ekki bergmál frá fyrri tið, heldur ósviknar tilfinningar frá löngu liðinni æsku. Þær tilfinningar, sem lengi höfðu blundað i fylgsni sálarinnar, lifnuðu skyndilega við og brutust fram. Þetta hafði nú verið svo litiö fylgsni og ramm- lega lokað, aö hann haföi ekki oröið þess var öll þessi ár. En nú var eins og litil, hlýleg lifandi vera hefði veriö vakin þarna af vetrardvala. Þegar hann heyröi Sally hlæja og tala viö telpuna, varð hann gripinn þeirri furðulegu til- finningu, að hann væri orðinn aö tveimur mannverum. Hann leit hana raunsæjum, forvitnilegum hlutleysisaugum hins fullorðna manns, en samtimis horfði hann á hana meö hrifningu átján ára pilts. A þeim aldri hafði hann brunniö af villtri og heitri ást til hennar, ást sem gagntekur menn ekki nema einu sinni á ævinni, ást, sem er allt of hamslaus til aö hlita nokkurri skynsemi og að- laga sig gráum veruleikanum. Báðir einstaklingarnir i honum þráðu að nálgast hana, en eitt- hvert afl neyddi hann til að húsið, og hún sagöi: „Viltu einn ...einn? „Einn gin og sóda”, sagði hún, og síðan hellti hún öðrum I glas Kanda sér, settist andspænis hon- um og mælti: „Ég hef oft verið aö velta þvi fyrir mér, hvort þú mundir nokkurn tima koma hing- að aftur”. „Þetta er nú i fyrsta skiptið”, svaraði hann „og þá gat ég ekki staðizt freistinguna aö labba framhjá kaffihúsinu. En ég bjóst nú ekki við að hitta þig hér.” „Já, en þú fórst nú héöan skömmu á undan mér. Þú réðst á herskip, eða man ég það ekki rétt?” „Jú, það er laukrétt, en það eru nú meir en tuttugu ár siðan. Það þýðir, aö ég er...” „Við skulum nú ekki fara að telja árin,” svaraði hann. „Fórstu viða, áður en þú snérir heim aftur?” Hún hló kuldalega. „Ég var komin heim, áður en á var lið- ið, og siðan hef ég verið hér. Mamma varð veik...” „Það þykir mér leitt að heyra.” ,,... Og striðinu var nú lika að verða lokið. Þeir sendu mig heim. AFRAM Hún bjóst undir eins til varnar. „Þú veizt, að þeir eru látnir hætta á bezta aldri i lögreglunni nú á dögum. Bob er litið eldri en ég. Hann er mjög... vingjarnleg'ur, nærgætinn og ábyggilegur.” Þau urðu bæði dálitiö vand- ræðaleg. Skyndilfega reis hún á fætur og sagði: „Afsakaöu mig andartak. Ég verð að sækja hana Mandy.” Hann virti fyrir sér, hve grönn hún var enn og sá, að hreyfingar hennar voru jafn mjúkar og yndislegar og i gamla daga, og hann hugsaði: „Guö minn góður, af hverju hlæjum við ekki, ef þetta er svona spaugilegt?” Hvað hafði hún sagt viö hann, þegar þau voru unglingar og hann brann af ást til hennar og hún af lifsþorsta? Þá hafði hann sárbænt hana að giftast sér, undir eins og hann væri kominn i flugherinn og hefði orðiö ofurlitið rýmri f járráð en við blaöamennskunámið. „Ég vil ekki binda mig!” haföi hún þ'á sagt „Ég vil þaö ekki. Það er svo margt að sjá, svo margt að gera! Ég ætla að ferð- ast, ferðast, ferðast og sjá það allt!” Siðan hafði hún bætt við i ertnistón: „Og þegar ég er búin að sjá það allt og orðin leiö á þvi, ætla ég að koma aftur, og þá máttu giftast mér. En þá langar . þig bara ekki lengur til þess! ” Hann hafði stagazt svo lengi á þessu við hana, að hún var orðin dauðleið á þvi og hafði farið út með öðrum pilti bara til að gera honum gramt i geði. Siðan höfðu þau sætzt til þess eins aö byrja aftur að rifast og sættast aftur — eins og fer fyrir Öllum ástriöufull- um unglingum — þangaö til þau lentu i seinasta spaugilega rifr- ildinu, sem lauk með þvi, að þau fóru hvort sina leið til að ala á særðri mikilmennskukenndinni. Siðan hafði hann verið á sifelldu flakki, en Sally, sem var eiröar- laus ótemja, hafði snúið heim aft- ur til að giftast honum Bob. EINSTÆÐINGUR „Þú mátt ekki striða hundinum, vina min”. Hann vissi, að þetta var Sally og reis upp til hálfs. Hún stóð und- ir sóltjaldinu og brá hönd fyrir augun. Svo hljóp hún niður til strandarinnar. Þegar hún skund- aði framhjá honum, leit hún framan i hann, en hélt siðan áfram til telpunnar. Hún gat ekki hafa þekkt hann I einu vetfangi — eftir allan þennan tima. Og auk þess hafði hann breytzt. Hann haföi breytzt allt of mikið öll þessi ár, sem hann hafði veriö á sifelld- um þeytingi. Breytzt? Að visu, en eitthvaö innra með honum var enn ó- breytt. Það var eins og eitthvað heföi lifnað þar við, þegar hann sá standa kyrran, þar til Sally var loks búin aö fá telpuna til að fara að leika sér I sandinum og snéri aftur til kaffihússins. Þá hraðaði hann sér á eftir henni, þar til hann var kominn samsiða henni, og hún leit á hann svipbrigðalaust eins og hún bæri ekki kennsl á hann. Hann vissi ekki, hvernig hann átti aö bregöast viö þessu, en heyröi sjálfan sig segja: „Fyrirgeföu, aö ég stari svona á þig, en ég hef ekki séð þig i tuttugu ár”. „Er þetta ekki Paddy?” spuröi hún. „Þekkiröu mig aftur?” „Ég vissi, að það varst þú”. Þau uröu samferöa inn i kaffi- Ég hjúkraði mömmu, þangað til hún dó. Eftir þaö tók ég við rekstri kaffihússins, svo ég haföi nóg aö snúast.” „Og þú fórstekki héöan aftur?” „Bob reyndist mér svo vel. — Við giftumst.” Hann gat ekki imyndað sér, hvernig manni Sally myndi vilja giftast. „Er maöurinn þinn — ég á við — vinnur hann hér i bænum?” „Hann er I lögreglunni.” „Er handhafi laga og siðsemi, — það lætur vel i eyrum.” „Hann lætur af störfum eftir fjögur ár. Ég veit sannarlega ekki, hvað ég á að gera viö hann allan liðlangan daginn, þegar þar aö kemur.” „Lætur af störfum?” Hún vakti hann af draumórum hans með þvi að segja: „Mandy, þetta er hann Paddy, sem hún mamma þin þekkti einu sinni fyrir langa löngu.” „Góðan dag, Mandy, sagði hann alvarlegur i bragði, og telp- an togaöi i slétt hárið á sér og sagði: „Ég á nælonnáttkjól.” Þá leit hann brosandi á mömmu hennar og sagði: „Veiztu, aö þú ert sú eina, sem kallar mig Paddy. Þegar ég flutt- ist héðan, fór ég að kalla mig réttu nafni: Patrick litur betur út i blaðinu.” „Já, ég hef lesið greinarnar þinar,” sagði hún, „Frá viðri ver- öld. Þú hefur ferðazt mikiö.” Framhald á bls. 38 23. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.