Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 33
Stevens. liösforingi kom riðandi með annan hest i taumi. Höfuðs- maðurinn stundi af sársauka og sagði: — Það er eins gott fyrir yður að ná i hest handa sjálfum yður. Kirby komst á fætur og hjálpaði höfuðsm'anninum á bak og fór svo að lita i kringum sig eftir hesti. Hann fann skjótlega svartan hest, sem enginn hafði hirt um að leysa. Skepnan varð greinilega fegin yfir þvi að losna og Kirby flýtti sér á bak við- og reið á eftir höfuðsmanninum og fylgdi honum gegnum hliðið og út á veginn. Vegurinn var fullur af hörfandi Rússum. Riddaraliðið riðlaðist milli stjórskotaliðsmanna, sem voru komnir á bak d'auðupp- gefnum hestunum, sem drógu fallbyssurnar. Þjóðverjar höfðu alger yfirráð yfir þjóðveginum og sprengjurnar féllu á báða bóga. Kirby og Kolchak höfuðsmaður urðu að fylgjast með straumnum. Kirby reið upp að hlið höfuðs- mannsins og neyddi hann til að fylgja vegarbrúninni. — Við rlðum yfir akrana, kallaði Kirby gegnum sprengjugnýinn, — þér getið ekki haldið áfram gegnum þetta viti. — Fjandinn hafi það, sagði höfuðsmaðuronn, en sneri samt hesti sinum. Rétt i þvi heyrðist ofboðslegur hvinur og sprengja féll á veginn. Blossarnir náðu þangað sem Kirby og höfuðsmaðurinn voru, svo þeir sáu ekkert annað en eld- gla'ringar og hitinn var óbæri- legur. Kolchak stundi. Næsta sprengjuregn féll báðum megin við veginn. Kolchak, með blóðið drjúpandi undan jakkaerminni, var farinn að hallast á hestinum og Kirby stökk af baki til að gripa Rússann, áður en hann félli. Menn og hestar voru þjótandi i allar áttir frá veginum til að flýja undan sprengjuregninu. Þetta er sannkallað viti, hugsaði Kirby, og ég var alls ekki borinn til slikra hluta. Hann fór að reyna að draga Kolchak höfuðsmann i burtu frá veginum. Eitthvað skall á hægri handlegg hans, hann fann eitthvað lenda á hægri fótlegg sinum og gat alls ekki greint hvað það var, en svo kastaðist hann á grúfu yfir likama Kolchaks höfuðsmanns. Svo lá hann grafkyrr undir sprengjuregninu, sem Þjóðverjar beindu að flóttafólkinu á veginum. Olga var ennþá i einkennisbún- ingi sinum og sat i herberginu, sem þær Tatiana höfðu sameigin- lega I Alexanderhöllinni i Sar- skoje Selo. Það hafði veriö sér- staklega erfitt á sjúkrahúsinu sið- ustu tvo dagana. Þjóðverjar voru næstum komnir gegnum Pólland. Tala fallinna og særðra var of- boðsleg. Hún hafði unnið baki brotnu til klukkan fjögur og þá hafði hún beinlinis verið rekin til að hvfla sig. Hún var þakklát 8. hluti Framhaldssaga eftir Róbert Tyler 23. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.