Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 11
iöju aö ræöa? Pósturinn veit auð- vitaö ekki allt milli himins og jaröar, og ef hann getur ekki svaraö spurningum eða gefiö ráö upp á sitt eindæmi, þá leitar hann upplýsinga eöa ráöa hjá sér fróö- ari aöilum. Svo einfalt er nú þaö. Poseidon Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott i Vikunni, sérstaklega brand- arana i sjálfum þér. Það er alveg ferlega gaman að lesa bréfin, sem beraSt Póstinum, sérstak- lega um ástamálin og óléttuá- stöndin. Er ekki hægt að koma á fót þætti i Vikunni undir nafninu „Ráðleggingar fyrir ungar stúlk- ur”? Svo ég fari nú út i aðra sálma og jafnframt aðalefni bréfsins. A að skrifa orðið Posei- don með e eða ei? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Hvað lestu úr skriftinni? Ein i ástarsorg P.S. Uppáhaldsstafirnir ykkar! Heitirðu ekki annars Ömar? Skriftin viröist benda til þess, að þú sért listhneigð, en ef þér finnst „ferlega garaan” að lesa um „óléttuástöndin” i Póstinum, þá hlýturöu að hafa snert af ill- girni. Poseidon cr skrifaö meö ei. P.S. Og ekki heiti ég nú Ómar. Ofsalega hrifin og agalega feimin Komdu sæll, elsku Póstur minn! Ég ætla að koma mér beint að efninu, en þannig er mál með vexti, að ég er ofsalega hrifin af, strák, sem er fimm árum eldri en ég, en ég veit ekki um tilfinningar hans. Ég er bara svo agalega feimin. Þegar hann keyrir fram hjá mér, horfir hann svo mikið á mig, að ég verð alveg eins og aumingi. Elsku Póstur, hvað á ég að gera, ég get ekki hætt að hugsa um hann. Svo er það þetta vana- lega, hvernig er skriftin og staf- setningin, og hvað lestu úr henni? Ég vona svo, að þetta bréf lendi ekki i ruslakörfunni frægu. Hvað heldur þú, að ég sé gömul? Vertu sæll, elsku Póstur. Systa Ég held, aö þú sért 15 ára, og þá er hann 20 ára, og þar af leiöandi hefur hann sennilega bara gaman af þvf að sjá þig verða eins og aumingi. Snúöu þér bara undan næst, þegar hann keyrir fram hjá, ef þú treystir þér ckki til þess að horfa á móti, án þess aö blikna. Skriltin cr falleg og gæti bent lil draumlyndis. Stafsetningin er i lagi. Ekki mjög vinsæl Kæri Póstur! Ég er fljótþroska og mjög full- orðinsleg 13 ára stelpa. Og ekki mjög vinsæl. Ég er oft með stelpu, sem er einu ári yngri en ég, og hún hefur illt orð á sér, sem er mesta kjaftablaður, og það er eins og allir vilji gera henni allt á móti. Á böllum hefur hún' látið eins og fifl og séð eftir þvi. En Gróurnargera hana að hálfgerðri mellu og ljúga og ljúga upp á hana. Mamma er svolitið á móti þessari stelpu, og þegar ég kem seint heim á kvöldin, sem kemur nokkrum sinnum fyrir, þá heldur hún það versta, og það sem verra er, talar ekki um það við mig, heldur þegir. Ég er alveg rugluð i þessu og bið þig, elsku Póstur, að segja mér, hvernig ég get bæði verið góð við mútter og stelpuna. Þú hlýtur að sjá, að þetta er ekki plat. Hvað lestu úr skriftinni? Bið að heilsa. Ein i vandræðum Þaö getur tekiö sinn tima fyrir vinkonu þina aö hnekkja illu um- tali, hvort sem hún hefur til þess unniö eöa ekki. Ef þú crt sjálf viss um, að hún sé góö stúlka, er auö- vitað engin ástæöa til þcss, aö þú snúir viö henni baki. En þú þarft fyrst og fremst aö laga samband þitt við nióður þina. Ég lái henni þaö ekki, þó hún sé litiö hrifin af því, aö 13 ára dóttir hennar sé aö þvælast úti seint á kvöldin meö stúlku, sem hefur illt orð á sér. Reyndu aö ræöa málið við hana og sýna henni fram á, aö hún geti treyst þér. Fyrsta skilyrðið cr, aö þiö skiljiö hvor aöra. Skriftin bendir til þess, aö þú sért áhrifa- gjörn. Erlendir pennavinir: A. Weslcy Millet III., 433 South Hobson, Mesa, Ariz., 85204, U.S.A. Hefur mikinn áhuga á bréfaskriftum, sérstaklega við ungar stúlkur, sem hafa áhuga á ættfræði, skjaldarmerkjafræði og sögu. Hann er sjálfur skáld. Mrs. Claire Murphy, 43 Torquany Place, Bryward, Christchurch 5, Ncw Sealand. Óskar eftir Islenzk- um pennavinum, safnar fri- merkjum. Mrs. Sheryl Levy, Tancred Street, Geraldine, South Canter- bury, Ncw Sealand. Langar til að skrifast á við tslendinga. Safnar frimerkjum. Mr. B. Mac Neil, 52 Davenport Road, Sydney, N.S. Canada. 45 ára gamall maður, einhleypur, sem gjarnan vill skrifast á við skemmtilega isl. stúlku. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Einkaumboð/ varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Sendum i póstkröfu Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. 1 WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþjónusta örún Spítalastíg 8 — Slmi 14661 — Póathólf 671 32. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.