Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 13
Það kemst vist enginn hjá þvi að eldast. Húðin lirukkast, hárið gránar cða dettur af, sjón, heyrn og minni gefa sig, vöðvar stirðna og ýmis innvortis liffæri slappast. Það er ákafiega misjafnt hve hratt og hvernig þessi Jiróun á sér stað. Sumir eru iikamiega mjög sprækir frant cftir öllum aldri, þótt litið sé cftir af þvi andlega atgervi, sem þeir áttu fyrr. Aðrir halda andlegum hæfilcikum sin- um fram á grafarbakkann, þótt likaminn sé löngu orðinn slitinn og nær óstarfhæfur. Ytra útlit má yngja með ýmsuin hjálpar- tækjum sem kunnugt er, en erfiðara cr að eiga við það, sem fyrir innan býr. Þar ráða ýntsir þættir ferðinni svo sem erfðir, loftslag, mataræði og lifnaðarhættir i heild. Vitað er að hæfilcg útivera, samræmi milli áreynsiu og hvildar, hollur matur og hæfileg andlcg árcynsla stuðla að betri hcilsu og meiri vel- liðan lengur fram eftir æfinni, þótt fram- gangur aldurs verði ekki stöðvaður með þessu og þaðan af siður sjúkdómar, sem hafa einsctt sér að hcrja á einstaklinginn. Þeir, scm eiga að fagna hreysti, þakka hana yfir- leitt líferni sinu — en þeir, sem eiga við heilsuleysi og óeðlilega hraða hrörnun að striða, en hafa þó rækt likama sinn og anda, cins og hezt cr vitað að hægt sé að gera, ja, hvcrju eiga þeir að kenna um? Þá kemur ntanni i hug sagan af öldungnum, sem átti aldarafmæli. Blaðamenn sóttu hann heim og sátu á rúmstokknum, meðan þeir spurðu af- mælisbarnið hverju hann þakkaði langlifið. Afmælisbarnið svaraði titrandi röddu að hann þakkaði það tvimælalaust þvi að hann hefði aldrei bragöað tóbak og vin og aldrei vcrið við kvenmann kenndur. En rétt i þvi að hann sagði þetta heyrðist mikill skruðningur handan við vegginn, og þegar blaðamenn litu upp undrandi sagði gamlinginn: „Hafið eng- ar áhyggjur, þetta er bara hann pabbi að koma fullur heim af vændishúsinu'’. En að öllu gamni sleppu, þá er ellin alvar- lcgt mál. Hvenær fer fólk að eldast og hve gamalt cr æskilegt aö fólk verði? Sem stend- ur eru mörk ellinnar sett við (i7 ár hjá al- mannatryggingum á islandi, en meðalaldur karla er 70 ár og kvenna 75 ár. Þótt flestir liafi liklcga áhuga á að ná þessum aldri og nokkrum árum betur, þá hafa vist fæstir löngun til aö fara langt yfir á aðra öldina, enda yrði það þjóðhagslega ákaflega óhag- kvæmt, ef margir leggðu leið sina þangað. En hvernig færist ellin yfir okkur, þ.e. hvernig hrörna hin ýmsu liffæi' og i hvaða röð? Þessi fræði, sem nefnd eru g.-rontology á útlenzku, er orðin þýðingarmikil visinda- grcin, og i Frakklandi fæst sérstök stofnun við rannsóknir I þessum fræðuni og sú elli- flokkun, sem hér fer á eftir er byggð á viötali við forstöðumann hennar, prófessor Bourlicrc. Hvort þessi eliiflokkun á við ts- lendinga skal ósagt látið. IIEILINN Ef byrjað er efst, á sjálfu heilabúinu, þá er talið að minnið fari verulega að gefa sig um fimmtugt, en hve mikið fer eftir þvi hvernig fólk heldur sér við andlega. Andleg skerpa er mest um 25 ára, ef dæma má af gáfnapróf- um, en úr þvi fer henni að hraka. Orsökin er sú að heilinn skreppur saman um 7—11% á aldrinum 25—96 ára á sama tima og fólk dregur úr námi, lestri og andlegri iðkun. Bezta ráðið til að koma i veg fyrir minnistap er að halda sér við með daglegum æfingum, „brjóta heilann”. Þvi meira sem heilinn starfar, þvi hægar eldist hann. Þegar aldurinn færist yfir, hættir fólki fremur til að fá þunglyndisköst og það fytist fyrr en áður. Astæðurnar eru yfirleitt þær, að fólk hættir að vinna, breytir um umhverfi og einangrast og þetta getur verið mikið áfall. Úr þessari hættu má draga með sem mestu samneyti við aðra, félagsstarfi, sem gefur lifinu gildi. AUGUN Augað er fyrsta liffærið, sem gefur sig. Við fimm ára aldur fer sjónin að dofna og frá 27 ára aldri fer fólk að sjá verr i myrkri. Fjar- sýni fer að gera vart við sig um 48 ára. Úr þessu má draga með þvi að gæta þess að vinna og lesa við nægilegt ljós og rýna ekki of lengi á sama hlutinn. Verði vart hinna minnstu sjóntruflana þarf að leita læknis. EYItUN Heyrnin fer að dofna um þritugt, en algert heyrnarleysi er sjaldgæft fyrr en eftir átt- rætt. Heyrnarleysi getur verið ættgengt, en ákveðin lyf geta einnig stuðlað að þvi, svo og mikill hávaði, eins og kunnugt er hér á ls- landi. TENNUR Tennurnar fara að eldast um sjötugt (tann- skemmdir ekki teknar með i reikninginn). Þá fara þær að gulna og grána og eru yfirleitt orðnar eyddar af langri notkun. Sömuleiðis fer gómurinn að gefa sig. llAltlÐ Hárið fer að eldast um tvitugt. Hár karla fer oft að þynnast um tvitugt, yfirleitt fyrst á hvirflinum, en hár kvenna þynnist almennt ekki fyrr en á breytingaskeiðinu og þynnist þá fyrst i vöngunum. Þegar hárið fer að grána er það tákn hrörnunar, en mjög fer eft- ir ættum hve fljótt hár gránar. Grátt hár má lita sem kunnugt er, og sé það rétt gert skað- ar það ekki hárið. En engin töfraráð hafa enn fundizt við hárlosi. IIJARTA OG ÆÐAR Hjarta- og æðakerfið fer að hrörna um 35 ára aldur og um og eftir fimmtugt eru hjarta- áföll algeng. Helztu orsakir eru þær að hjartavöðvarnir þreytast, slagæðarnar þekj- ast fitu og kólestróli og smáæðarnar þrengj- ast og harðna. Rauðum blóðkornum fækkar en hvitum fjölgar. Það helzta til að koma i veg fyrir þetta er heilbrigt liferni, samræmi milli hreyfingar, áreynslu og hvildar, hollur matur og sem minnst af feitmeti, áfengi og tóbaki. ÖNDUNARFÆRI öndunarfærin fara að hrörna um 40—45 ára aldur. Teygjanleiki lungnanna minnkar svo og lungnapipanna. Brjóstholið dregst saman og magn þess lofts, sem fólk andar að sér minnkar með aldrinum. Við þessu er ekki annað ráð en að reyna að halda öndunarfær- unum i sem beztri þjálfun með þvi að anda djúpt og fylla lungun lofti. Einnig er ráðið frá tóbaksneyzlu. BEINAGRINI) Um fertugt byrjar beinagrindin að ganga saman og eftir sjötugt eykst þetta mjög. Kona getur til dæmis lækkað um 10—15 cm á æfinni. Beinin verða stökkari um fimmtugt og liðamótin verða stirðari. Hryggjaliöir þéttast og brjóskið eyðist. Til að varðveita beinagrindina sem bezt er ekkert betra en hreyfing og útivera. Hjólreiöar, göngur og sund veita góða alhliða hreyfingu. Foröast ber siendurteknar hreyfingar og gæti maöur þess i ofanálag að borða kalk- og eggjahvitu- rikan mat er ekki við sjálfan sig að sakast þótt maður stirðni fyrir aldur fram. NÝRUN Hreinsunarhæfileiki nýrnanna fer að minnka þegar fólk hefur náð 60—65 ára aldri, einkum ef nýrun þurfa að taka við miklu af hægðameðulum, þvagmeðulum og verkja- meðulum. Við þessu er helzt að reyna að forðast þau lyf og þann mat, sem vitað er að truflar starfsemi nýrnanna. MELTINGARFÆRl Meltingarfærin, þ.e. maginn og lifrin, eld- ast ekki. Lifrin hefur meira að segja sérstak- an hæfileika til að endurnýja frumur sinar, ef mataræði er gott. En þessi liffæri þreytast og sama er að segja um bragðlaukana. Bragð- skyn dofnar smám saman með aldrinum og þarf fólk þá að gæta þess að sykra og krydda mat ekki um of. Meltingarfærunum er bezt borgið með þvi að borða hollan mat, auðugan af kalki og eggjahvituefnum. EGGJASTOKKAR Egglos hættir yfirleitt hjá konum milli 45 og 50 ára aldurs. Þessi breytirig á sér yfirleitt stað skyndilega hjá konunni — miklu skyndi- legar en hjá öðrum kvendýrum, til dæmis sjimpansanum. Sjimpansakvendýrið heldur áfram að fá egglos fram eftir öllum aldri, en þó óreglulegar en áður og breytingarnar i lik- amanum eru þvi hægari en hjá konunni. Hjá konunni fylgja ýmis óþægindi á þessu breyt- ingaskeiði. Hún fær hitakóf, geðbrigði aukast og hún verður viðkvæmari fyrir flestu. Allt þetta stafar af hormónabreytingum og má draga úr óþægindunum með sérstökum hor- mónagjöfum. — Fyrr á tímum markaði breytingaskeiðið mikil timamót i lifi konunn- ar. Hún var komin af bezta skeiði og dró úr eöa hætti alveg kynlifi. Nú er vitað að breyt- ingaskeiöið hefurengin áhrif á kynhvötina og þvi ætti konan að geta komizt sálfræðilega auöveldar gegnum þetta skeið en áður. IIÚÐIN Húðin byrjar fljótt að þorna og missir þá teygjanleika sinn. Likami nýfædds barns er um 75% vatn, en ári siðar ekki nema um 60% vatn. Fyrstu hrukkurnar koma oft i ljós um tvitugt C-á enninu). Tiu árum siðar fara að koma i ljós smáhrukkur, aðallcga þar sem húðin er þunn, til dæmis kringum augun. Um 35 ára aldur fara litarefnin i húðinni að breyt- ast og koma þá oft i ljós brúnir eða nær hvitir blettir. Fjölbreytt svipbrigði i andlitinu stuðla að hrukkumyndun. Þar að auki hafa vindar, ryk og sól sin áhrif. Eftir þritugt verður að fara varlega i að verða fyrir út- fjólubláum geislum, þvi mikil brúnka brenn- ir og skemmir húðina. Viö þessu er ekki ann- að betra að gera en vernda húðina fyrir of mikilli sól, of miklum vindum og of miklum kulda. VÖÐVAR Vöðvarnir fara að eldast um þritugt og styrkur þeirra minnkar smám saman þannig aö fólk þreytist fyrr en áður. Orsakirnar eru oftast of mikil kyrrseta og áreynsluleysi, en séu vöðvar litiö notaðir geta þeir rýrnað og létzt um allt að 40%. Styrkur vöðvanna varð- veitist bezt meö hæfilegri hreyfingu og hollu mataræði, eins og reyndar flestir aðrir lik- amshlutar. * 32.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.