Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 16
var alveg sama, hún kunni vel við sig I borginni. Hún yrði ham- ingjusöm og hefði nógu að sinna, málaði og færi út að skemmta sér, þegar hana lysti, þvi að nú þyrfti hún ekki að vera heima vegna Christine. Pabbi og frænkurnar vildu hafa Christine af þvi að hún vaV Craw- ford. Hún var ein af þessu venju- bundna fólki, sem Vicky hló að. Vicky hafði aldrei sagt, að hún vildi hafa Christine. Auk þess var alls ekki auðvelt fyrir Vicky að hafa hana i þessari ibúð. Vicky kom á föstudegi. Hún hafði fengið lánaðan bil hjá ein- hverjum og kom að sækja fötin sin og annað smálegt. Christine hitti hana i hvita húsinu. „Jæja, Christine,” sagði Vicky, þar sem hún kraup framan við ferðatöskuna, „ertu búin að ákveða, hvar þú ætlar að vera?” „Hérna, held ég,” sagði Christine. „Ég meina hjá frænk- unum., Verður það ekki hent- ugra?” „Hentugra? Auðvitað verður það rólegra,” sagði Vicky án þess að lita við. „Hjá mér myndir þú lika sakna Pedro og sveitalofts- ins. En þú getur komið að heim- sækja mig stundum.” Þá var það ákveðið. Vicky drakk bolla af kaffi með frænkunum og spjallaði glaðlega við þæi „Langar þig ekki til þess að taka þessa mynd af Christine með þér?” spurði Mary og benti á mynd, sem stóð á bókaskápnum. „Ég held ekki,” sagði Vicky og leit á myndina. „Christine hefur breytztsiðan myndin var tekin og auk þess er ibúðin of litil fyrir við- kvæmnislega minjagripi. Eg verð að fara. Ég lofaði að skila bilnum fyrir klukkan sex.” Þær fylgdu henni allar út að bilnum og frænkurnar báðu hana i öllum bænum um að fara var- lega, þvi að vegurinn gegnum garðinn væri svo hættulegur vegna holanna. „Já,” sagði Vicky. „Já. Jæja, verið þið sælar. Vertu sæl Christ- ine — ég sé þig bráðum.” Hún ætlaði að fara án þess að kyssa Christine eða strjúka henni um vangann. Slikt gerði Vicky ekki svo frænkurnar sáu. Christine var orðin stór stúlka. Vicky settist mjúklega inn i bil- inn, ræsti vélina, veifaði og ók af stað. Christine sneri við og gekk eins og i blindni inn i húsið. Hún var að sækja Kúkú — hún varð að hafa hann undir koddanum i nótt. Hún hafði vafið honum innan i peysu, svo að frænkurnar sæju ekki hvað hún var með. Hún fann ekki Kúkú. En hann hlaut að vera þarna, hugsaði Christine, þegar hún rótaði öllum' fötunum upp úr skúffunni i leit að honum. Hann var i skúffunni fyrir hálftima. Allt i einu mundi hún eftir þvi, að Vicky hafði farið inn i herbergið hennar og sagzt þurfa að fá pappakassa, sem þar var, til þess að pakka niður i. Vicky, sem hafði ekki pláss fyrir neina við- kvæmnislega minjagripi, hafði munað eftir Kúkú og viljað hafa hann hjá sér, tekið hann með sér. Vicky hafði munað. Christine hljóp. Billinn var ekki horfinn úr augsýn, þvi að Vicky gat ekki ekið hratt eftir holóttum veginum. Vegurinn lá i stóran sveig, áður en komið var að hlið- inu, svo að stytta mátti sér leið beint yfir gprðinn. Og Pedro var tjóðraður rétt hjá húsinu og beið þar eftir þvi að vera teymdur heim til frænknanna. Christine þeyttist á bak hestin- um og barði hælunum i siður hans. „Hvert ertu að fara?” hrópuð frænkurnar. Christine svaraði þeim ekki. „He’'i:. þig, Pedro, hertu þig!” snökti hún. Og Pedro hljóp og hnaut, svo að himinninn og grasið urðu eitt og hún lenti á þvi, svo að hana sár- kenndi til i hnakkanum. Hún rankaði hægt við sér. Fyrst heyrði hún einhver hljóð, fugla- söng og býflugnasuð. Og einhver hélt á henni. „Hún er að ranka við sér. Það verður allt i lagi með hana,” heyrði hún Vicky segja. „Hvernig stóð á henni að rjúka svona allt i einu?” sagði Edith frænka undrandi. „Kúkú,” sagði Vicky. „Streng- brúðan hennar. Hún var að segja nafnið hans rétt áðan. Ég tók hann með mér, ég vissi ekki, að hana langaði enn-til þess að eiga hann.” Christine opnaði augun og sá, að það var Vicky, sem hélt á henni. Það bar mikið á rauðmál- uðum vörum hennar i náhvitu andlitinu. „Elskan min,” sagði Vicky. „Það verður allt i lagi með þig. Ég held á þér.” „Ég vil fara — með þér,” heyrði Christine sjálfa sig segja skjálfandi röddu og hún fann móður sina taka þéttar um axlir sér. „Auðvitað,” sagði Vicky. „Heim með mér.” Christine missti meðvitund aft- ur. „Ég vissi þetta ekki,” var Vicky að segja, þegar Christine vissi næst af sér. „Auðvitað vildi ég fá haiia, en ég hélt hún vildi heldur vera hér.” „En Vicky,” sögðu frænkurnar, „ibúðin... er ekki eins og það, sem Christine á að venjast.” „Enginn garður,” samþykkti Vicky rólega. „Enginn hestur, ekkert sérlega vel þrifið, enginn iburður. En ástriki — nóg af þvi.” Og það skipti mestu máli, þegar allt kom til alls. Ekki þessi litla óhrjálega ibúð og tilviljana- kenndar máltiðirnar. Pedro gat meira að segja misst sig, ef Vicky hélt áfram að þykja vænt um hana jafnvel þótt hún segði það ekki. Aumingja pabbi, hugsaði Christine. Þvi að honum þótti vænt um hana og hann myndi áreiðanlega sakna hennar á sinn hátt. En honum var áreiðanlega borgið án hennar. Það var Vicky, sem hún þarfn- aðist og Vicky, sem þarfnaðist hennar. 16 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.