Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 24
HENRY FONDA
Hver kannast ekki við Henry Fonda og
börn hans Jane og Peter? Henry Fonda
er farinn að nálgast sjötugt, en hann er
kvæntur konu, sem er innan við fertugt.
Hann litur lika ekki út fyrir að vera mikið
eldri en fimmtugur og er enn i fullu fjöri
og sistarfandi.
Mosagrænn Cadillac ók hratt
yfir eyðimörkina I Nýju-Mexikó
fagran sumarmorgun fyrir
skömmu. Ákvörðunarstaðurinn
var borgarrústir, þar sem kvik-
mynda átti morðatriði i kvik-
mynd. Moröinginn sat órakaður i
aftursætinu, hár hans er lítið eitt
farið að grána i vöngum, en
augun eru arnhvöss og hann er
teinréttur i bak og engum dytti i
hug, að hann á sextiu og átta ár að
baki sér.
Það er skemmtilegt aö virða
Henry Fonda fyrir sér á þessum
slóðum, þar sem maðurinn og
jörðin verða eitt, runnin saman i
eina sál og eina skapgerð. Ef
þessi grannvaxni en harðgerði
maður stæöi andspænis sinum
nánusta i lifinu — -fimm eiginkon-
um, dóttur, sem er ein um-
deildasta kona í heimi og syni,
sem lika er mjög umtalaður, væri
samt jafnvægi á milli hópanna.
Þessi leikari, sem kannski er sá
hæfasti, sem Bandarikin hafa
nokkurn tima átt, býr yfir slikum
persónutöfrum.
Henry Fonda lýsti einu sinni
þeirri óöryggistilfinningu sem
fylgir leiklistinni þannig, aö af-
lokinni hverri kvikmynd, væri
hann sannfæröur um, aö leikferli
sinum væri lokið. En Fonda hefur
ekki þurft að kvarta undan verk-
efnaskorti upp á slðkastið. Á
slöustu tveimur árum hefur hann
leikið í fjórum kvikmyndum,
leikið á sviði I einu leikriti og sett
annað á sviö, verið flugmaður I
sjónvarpsmyndaflokki og leikiö I
fjöldanum öllum af sjónvarps-
auglýsingum.
„Leikari veröur að gera næst-
um hvað sem býðst,” segir hann,
,,og ég hef ekkert á móti þvl að
leika I auglýsingum. Reyndar
held ég að góð auglýsing sé miklu
hollari leikara en slæm kvik-
mynd. Auk þess hafa peningarnir
sitt aö segja.”
Fonda hélt upp á sextlu og átta
ára afmæliö sitt á Italíu, þar sem
hann lék I Ash Wednesday á móti
Elizabeth Taylor.
„Fonda viltu hætta að tala um
aldur þinn?” ávltar Shirlee kona
hans hann I léttum tóni. HUn er
einkar aðlaðandi kona á fertugs-
aldri. HUn er bUin aö vera gift
Fonda I átta ár og bjó meö honum
I tvö ár, áður en þau giftust.
„Heyrðu, Shirl, ég ræð bara
ekki við það,” svarar hann með
hreim, sem einkennir þá, sem
upprunnir eru I Nebraska. „Mér
llður svo vel. Mér llður eins og
strák á mótorhjóli.”
„Fonda,” segir hUn ákveðin.
„Ef þU hættir ekki að tala svona,
verðuröu aftur aö fara að leika
elskhuga.”
Meðan á töku Ash Wednesday
stóö sagði Elizabeth Taylor
Shirlee, að hUn ætti alltaf erfitt
með að gráta I kvikmyndum. HUn
varð meira að segja aö beita alls
konar brögðum I lokaatriðinu I
Hver er hræddur viö Virginiu
Wollf? En ekki, þegar hUn sá
Henry Fonda aftur eftir langan
tima. „Ég leit I þetta andlit,”
sagði Taylor, „þetta fallega og
hræðilega dapra andlit og ég réði
ekkert við grátinn.”
Það hlýtur að vpkja forvitni
hvernig maður, sem er aö nálgast
sjötugt, fer aö þvi að halda sér
svona ungum.
„Fyrir nokkrum árum var gerð
aðgeröá augunum á mér og hárið
á mér er ekki svona dökkt. Það
var dekkt fyrir þessa kvikmynd.
Og læknar mlnír rannsaka mig
nákvæmlega einu sinni á ári.
Fyrir fáeinum átum tók ég heil
ósköp af vitamlni — átján
tegundir með hádegismatnum
minnir mig. Muniö þiö, þegar
Jane var tekin föst og ekki hleypt
inn I Bandarlkin frá Kanada?
HUn var ákærö fyrir að vera með
eiturlyf I fórum slnum. Ég var
alltaf að taka sömu tegundir af
pillum og þeir tóku af henni. — Ég
geri engar leikfimisæfingar, af
þvl aö ég er mesti stirðbusi. Eina
eiginlega llkamsræktin, sem ég
stunda, er þegar ég dvelst I New
York og geng milli sýningasal-
anna við Madison Avenue.”
Sagt er, að meö fimm oröum
megi telja upp allt þaö, sem
Henry Fonda telji nokkurs vert,
og kannski fer bezt á þvl að telja
þau upp I stafrófsröö: börn, eigin-
kona, garðrækt, málverk og
vinna.
Einu sinnig hliöraði Henry
Fonda sér hjá þvl aö lesa nokkuö
af þvl sem blööin skrifuöu um
börn hans Peter og Jane, þvi að I
þeim klausum var honum alltaf
kennt um það, sem aflaga þótti
fara — hann var misheppnaöur
faöir, hæfileikar hans voru mjög
takmarkaöir og hann unni börn-
um sinum ekki vitund....
„Margt af þessu tók ég mjög
nærri mér,” segir Fonda og
nokkurrar reiöi kennir I rödd
hans. „En ég geröi mér vel ljóst,
að krakkarnir voru uppreisnar-
gjörn og voru að reyna að finna
sjálf sig. Og um leiö losnuöu þau
undan áhrifum minum. Ég er
svolitið sakbitinn vegnabernsku
þeirra, en ég gerði hvað ég gat til
að veita þeim gleðileg uppvaxtar-
ár. Peter sagöi einu sinni frá þvl I
blaðaviðtali, að ég hafi látiö hann
afskiptalausan, þegar hann var
litill drengur. NU hefur þessi
hrappur yfirgefið konu sina og
börn og býr um borö I báti. Mér
þætti gaman aö vita, hvernig
hans börnum líöur.”
En Fonda viðurkennir hæfileika
Peters til aö gera kvikmyndir.
„Ég man eftir þegar ég horföi á
skólaleikrit, sem sonur minn lék
I. Hann stóð sig hreint ekki vel og
ég bjóst ekki við þvl, aö hann
myndi leggja Ut á þessa braut. NU
er hann með handrit, sem hann
vill fá mig og Jane til að leika og
hann ætlar að stjórna. Þá á ég að
hlýða fyrirmælum sonar mlns.
Ekki svo að skilja, aö hann viti
ekki miklu meira um tæknilega
hlið -kvikmyndunar en ég mun
nokkurn tlma vita.”
Fonda er áreiöanlega eini afinn
i Los Angeles, sem stundum fær
heimsókn fimm ára gamallar
dótturdóttur, sem ber kröfu-
spjöld. HUn heilsar afa slnum
glaðlega og bætir við kveöju-
orðin: Power to the People!
(Valdið til fólksins.)
Þaö er Shirlee, sem sér um aö-
dáendabréf manns slns. En
Henry Fonda fær lika skamm-
arbréf —- sum eru svo illkvittin,
að Shirlee getur ekki á sér setið
að rlfa þau I smátt.
„Aður byrjuöu bréfin oft svona:
Enginn getur gert aö þvi, hvernig
dætur hann á og ég dáist aö þér
þrátt fyrir Jane. En nU.er al-
gengt, að bréfin séu eitthvað á
þessa leiö: Ég dáðist aö þér sem
leikara og sem manni, en ekki
lengur. Þú hlýtur sjálfur aö vera
mesti svikahrappur Ur þvl að þU
átt dóttur eins og Jane.”
En Fonda stendur á sama.
Hann er frjálslyndur sjálfur og
umber ádeilu Jane — kannski
hann sé sammála henni um eitt
og annaö.
„Sambandið milli mln, Peters
og Jane er mjög gott núna,” segir
hann. ,,Viö erum saman öllum
stundum; þegar við getum. Og
þegar viö erum saman, eru
frjálsar umræður. Við rlfumst
heil ósköp. Ég er vanur að segja
við Jane, að hUn fari of geist I
sakirnar, þvi að fólk sé ekki vant
henni eins og ég er.”
Þegar Fonda sá dóttur slna
leika I Klute fyrir nærri þremur
árum, var hann ekki I neinum
vafa um, að hUn myndi vinna til
Óskars verðlauna.
„En ég óttaöist uppátæki henn-
ar við verölaunaafhendinguna.
Ég var hræddur um, að hUn
myndi nota tækifærið til þess að
fara að ræöa stjórnmál. Jane kom
hingaö til okkar og dvaldi hérna I
tvo eða þrjá daga, áður en af-
hendingin fór fram og hUn sagöi
mér, að samstarfsmenn sinir
leggðu mjög hart að henni að
halda ræðu á móti Vletnam-
strlöinu við athöfnina. Ég ræskti
mig og lét hana hafa þaö: „Jane,
þér er sýndur mikill heiöur og sá
mesti sem leikara er nokkurn
tima sýndur og þaö yrði þér aö-
eins til vansæmdar aö fara aö
prédika viö afhendinguna.”
Nóttina, sem Óskarinn var af-
hentur, sat Fonda og horföi á
sjónvarpsUtsendinguna hjá vin-
um sínum. Þegar nafn Jane kom
upp Ur umslaginu, gat hann
hvorki hrært legg né lið.
„Ég hef aldrei á ævi minni
verið eins stjarfur,” segir hann.
„En þegar hún sagði aðeins: Ég
þakka. Ég á ýmislegt ósagt, en
þetta er ekki rétti staöurinn til
þess að segja það, var ég stoltasti
faöir i heimi.”
„Ég hef aldrei sagt margt um
Jane og ég skil ekki fólk, sem
ætlast til þess að ég áfellist hana.
Hún lifir sinu llfi, sem er ekki mitt
lif, og hugsanir okkar og skoðanir
falla oft ekki saman. En ég viröi
rétt hennar til þess að segja þaö,
sem henni býr I brjósti, ég viröi
hana sjálfa og ég ann henni
mikið.”
Nú búá þau Shirlee og Henry
Fonda I Bel-Air, þar sem Fonda
stundar mikla grænmetisrækt.
Hann ræktar næstum allt, sem
ræktanlegt er I S-Kaliforníu, að
eigin sögn, og kveðst hafa mikla
ánægju af ræktuninni.
A löngum leikaraferli hefur
Henry Fonda haldið flestum
frægustu leikkonum heimsins I
faðmi sér. Og hann á margar
minningar um þær.
„Bette Davis var einstök kona,
en ég held okkur hafi tekizt bezt
upp I Jezebel. Einu sinni meöan á
töku myndarinnar stóð, sagði hún
frá þvl, að hún væri ástfangin af
mér. Ég vildi, að hún hefði sagt
satt.”
„En eftirlætið mitt er samt
Stanwyck, Barbara Stanwyck.
Það gat enga indælli að leika á
móti. Hún var jafnheilsteypt i
einkalifinu og I kvikmyndunum.
24 VIKAN 32. TBL.