Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 31
lega lagður af stað, þegar Emily kom hlaupandi eftir bilnum. — Sam! Sam! Þú hefur ekki skilið eftir neitt heimilisfang. Hvar veröurðu? — Ég sendi þér póstkort, sagöi hann snöggt. — Skemmtu þér vel, Emily. — Þetta var skárra, sagði hann hraustlega við sjálfan sig, þegar hann var kominn út á veginn til Avranches. — Það er þá bezt að hefja ferðina. Ég sef á ódýrum gististöðum, fæ mér brauð og ost um hádegið og eggjaköku á kvöldin, — þannig á að feröast um Frakkland. Hvað skyldi Emily vera að gera núna? Þrátt fyrir góðan ásetning, var hann sifellt að hugsa um hana, alla vikuna. Hann hugsaði til hennar, þegar hann stóö i langri biðröð viö Mont St. Michel. Hann hugsaöi til henn- ar, þegar hann þrammaði um virkisveggina i St. Malo. Hann hugsaði um hana, þegar hann rölti um göturnar i Dinan og á ströndinni við Dinard. Og rétt til að láta hana vita, að hann skemmti sér konunglega, sendi hann henni póstkort, og skrifaði á það: Skemmti mér dá- samlega vel, en stóðst freisting- una að bæta við: Ég vildi að þú værir hérna lika. Á leiðinni til baka ók hann gegnum Avranches á leiðinni norður til Coutanches, til að skoða dómkirkjuna þar. Hann sat á gangstéttar kaffihúsi og skrifaði siðasta póstkortið til hennar. Skemmtu þér nú vel það sem eftir er af fríinu. Ég ætla að skoða strlðsminjasafnið á morgun og heimsækja grafreiti fallinna ameriskra hermanna. Þaö geri ég fyrir föður minn. Ég gleymi ekki St. Mere Eglise, þar ætla ég að vera um helgina. Hann hikaði, svo skrifaði hann: Ástarkveðjur, Sam. Það var komið að kvöldi á föstudag, þegar hann ók til St. Mere Eglise. Hann stöðvaði bilinn fyrir utan kirkjuna, gekk i kringum hana og tók myndir frá öllum hliðum. Svo opnaði hann þunga kirkju- hurðina. Að innan var kirkjan ákaflega einföld og falleg. Sið- degisbirtan féll i gegnum steindar glerrúðurnar og myndaði mislitt mynstur á veggina og steingólfið. Hann var gripinn einhverri sér- kennilegri helgiró.... Þá sá hann Emily. Hún sat á einum bekknum út við dyr. I fyrstu hélt Sam að þetta væri sýn. En svo stóö hún upp og gekk til móts við hann, og þá fyrst trúði hann sinum eigin augum. Þetta var sannarlega ekki sýn, þvi að hún greip um báðar hendur hans og hann fann að þær voru hlýjar og mjúkar. — Ég veit ekki hvað ég hefði gert, ef þú hefðir ekki komið, sagði hún einfaldlega. — Emily. Honum kom ekkert annað i hug til að segja. — Ég gat ekki hugsað um neitt annað, sagöi Emily. — Það var eina tækifærið til að sjá þig aftur. — Og ertu búin að biða i allan dag? Marga klukkutima. — Til að hitta mig? Emily brosti glettnislega. Nú var hún sjálfri sér lik. — Nei, ég var bara hér á ferð. Ó, Sam, þú ert nú meiri kjáninn. Hvers vegna þurftir þú að þjóta svona af stað? Verstu orðinn svona leiður á mér og þessum ágætu vinum minum? Það getur veriö, að það sé ekki guði þóknanlegt að faðma stúlku i kirkju, en það var enginn þarna til staðar til að horfa á það. — Ég býst við, að það.... ég veit ekki.... Ég hélt aö þið Georges.... Hún hélt honum frá sér i arms- lengd. — Georges? Ó, Sam! Hann er eins og bróðir minn. Ég hef þekkt hann svo lengi! Hann ætlar reyndar að gifta sig eftir tvo mánuði. Þú hlýtur að hafa heyrt allt málæðið út af þessu brúð- kaupi. Þau töluðu bókstaflega ekki um annað. Ég sagði þeim, að ég ætlaði að hitta þig og koma með þig til að gista hjá þeim i nótt. — Og höfðu þau ekkert á móti þvi? — Ég held, sagöi Emily, — að þeim létti stórlega. Þau segja að ég lendi i vandræðum, ef ég verði þér ekki samferða heim. Ég hætti öllu þessu áti. Það var orðið hræðilegt. Sam virti hana fyrir sér og ástúðin skein úr augum hans: — Það hlýtur að vera ástin. — En nú er ég svöng, — mig langar i kirsuberjatertu með miklum rjóma. Sam stóð upp. — Biddu hérna, sagði hann i skipunarróm. Hann sneri við að vörmu spori. — Hvaö heita kirsuber á frönsku? — Cerise, ameriski kjáninn minn, sagði Emily, ljómandi af hamingju. — Heyrðu, Sam! — Já. — Veiztu hvaö? — Nei. Hvaö? — Ég held ég verði aö kenna þér frönsku. Er þér ljóst, að ef þú hefðir skilið hvað þau voru alltaf aö tala um, þá hefðum viö getað notið ferðarinnar saman og þú hefðir aldrei þurft að fara i fýlu? — Það eru ennþá nokkrir dagar eftir. Og svo feröin meö ferjunni. Þú ætlar að ferðast á puttanum með mér, er það ekki Emily? — Merci, monsieur. Merci mille fois. — Það er lika vegna þess, aö ég veit um skemmtilega krókaleið, sem mig langar til aö sýna þér. Hann þagnaði snöggvast. — Æ, ég var búinn að gleyma þvi, að þér er ekkert um skóga. Emily horfði á hann undan löngum augnahárunum. — Það er bara ef ég er ein á ferö. GISSUR GULLRASS E.FTIR- BILL KAVANAGH e. FRANK FLETCUER 32. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.