Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 5
Konan hefur miklu hlutverki aö gegna sem veiðidýr i bókmennt- um, málaralist og i kvikmyndum. Fyrirmyndirnar eru bæði sótt- ar i sögur og raunveruleikann. Glöggt dæmi þar um eru kvenna- burin og nauðganirnar, sem krydda morgunverð dagblaðales- enda. Konan, sem er bráðin, styrkir karlmennskutilfinningu þess, sem bugar hana. Og þeir, sem engu slíku státa af, dreymlr um það i kvikmyndahúsum að vera i hlutverki kynorkumikla apans King-Kong. Við tslendingar höfum enn ekki fengið að sjá King-Kong i kvikmyndahúsum hér á landi, en margur landinn hefur sézt læð'ast um i vissum hverfum Kaupmannahafnar I þeim tilgangi einum að fá að sjá persónur i ætt við þennan ágæta apa. ...og látið hana dansa. Á þeiin frjáislyndu tlmum, sem við liíum á, er nektardans allt að þvi sjálfsagður hlut. Nekt er seld i fjöldanum öiium af timaritum og blöðum og I auglýsingumkog á sama hátt er reynt að draga gesti að veitingahúsum með fáklæddu kvenfóiki. Þaö er meira að segja fariö með nekt i sýningarferöalög eins og sjá má á mynd- inni. Þessi mynd er einmitt gott dæmi um það hvað konan er I hugarfylgsnum fjöida karlmanna: hiutur. ... lika á skrifstofunni. Einkaritaraskritlur, sem eru jafnheimskulegar og þær eru vinsælar eru allar á einn veg: Velritunarstúlkan hefui* meiri barm en greind og fær greitt cftir liigun sinni en ekki starfs- hæfni. ,,Sé litið á vöxt konunn- ar sézt, að hún cr hvorki fallin til likamlegra né andlegra af- kasta”. skrifaði heimspeking- urinn Schopenhauer á 1!). öld. Einkaritaraskritlan til vinstri er frá þvi I ágúst 1973. 32. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.