Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 36
ÞEGAR
ÉG ER
HORFINN
í næsta blaði hefst ný og æsi-
spennandi framhaldssaga, sem
gerist á hásléttu Andalusiu, þar
sem stigamenn hafast við i fjöll-
unum og ráðast á vegfarendur.
Árið 1790 ræðst ung, brezk stúlka
til aðalsfjölskyldu, sem þarna býr
og hlutverk hennar er að kenna
tveim ungum heimasætum. Eins
og gefur að skilja er þetta mikil
lifsvenjubreyting og hún lendir i
ýmsum ævintýrum.
VEGG-OG LOFTKLÆÐNINGAR
Grensásvegi 5—P.O.BOX1Q85 Slmar85005 - 85006
pÍJfll 1 (I i v
llllNlDU L 1 ;V ' ' ’ uxj
beina afa hennar sem var fyrr-
verandi öldungadeildarþing-
maður. En á siðustu stundu hafði
hún sagt — Ég fer ekki neitt. Nú
ætla ég að finna hann pabba
minn. Og möðir hennar hafði
sagt: — Já, það ættirðu að gera.
Þvi hafði hún beðið þangað til þau
voru farin og þá náð i lestina til
Fleming.
Þegar máltiðinni var lokiö,
sagði hún við föður sinn: — Hvað
varstu að gera áður en ég kom
hingað?
— Fella tré og búta eldivið.
— Get ég nokkuð hjálpað þér?
Hann horfði á langar og hvitar
hendurnar á henni, sem voru eins
og á Lily — Þú getur komiö og
horft á.
— En ég vil hjálpa til.
Viktor stóð upp um leið og þau.
Það var biðjandi svipur á honum
— Kom þú lika, sagði Carol við
hann — En þú hefur vist bara
ekkert sérlega gaman af þvi.
— Jú, ég vil gjarnan koma með
ykkur, sagði hann feimnislega.
Þau gengu svo i halarófu
þangað, sem hann hafði verið að
höggva
Þar lágu mörg tré, sem búið að
að afkvista, en greinarnar lágu i
hrúgum á við og dreif.<Elgur lét
það eftir dóttur sinni að fá að
taka i sögina móti honum.
— Það er þreytandi, en það er
gaman af þvi. Við skulum saga.
Svo hömuðust þau þangað
til sólin fór að siga.
— Hérna er eins og i kirkju,
sagði Carol — Þessi grenitré. Hún
leit allt kring um sig. — Ég er
farin að skilja yður, hr. Thoreau
Augu þeirra mættust: — Nei ,
liktu mér ekki við hann. Ég likist
meira honum Simoni á súlunni.
Hún stóð kyrr með forvitnisvip
á andlitinu, eins og hún skildi
ekki, hvað hann var að fara. En
svo breikkaði á henni brosið og
augun ljómuðu.
— Ég áttaði mig ekki strax á
þessu. En þú hefur bara valið þér
skemmtilegri stað en hann Simon
á súlunni sinni.
— Viktor lagði frá sér öxina —
Ég verð að fara. Það verður
oröið dimmt áður en ég rata i
stiginn.
Hún sagði: — Ég ætla að ganga
með þér heim að kofanum,
Vikki. Hún stanzaði og horfði á
föður einn. Getur þú ekki komið
strax, pabbi?
— Ég ætla að leggja eitt tré að
velli fyrst, sagði hann.
Hann beið þangað til þau voru
horfin fyrir horn. Hann hóf ekki
öxina á loft, heldur settist á trjá-
bol. Hann þyrfti að hafa ofurlitiö
tóm til að átta sig á þessu, sem
skeð hafði. Einhvernveginn voru
þær komnar hingaö allar þrjár,
Lily og telpurnar, voru hérna
allarsamankomnar I Carol og ást
hennar. Flótta hans var lokið og
nú var engin þörf lengur á aö
taka til fótanna.
Það var komið kvöld i skógin-
um, en þegar hann kom niður að
vatninu gat hann grillt ofurlitla
birtu milli trjánna.
Hann sá Carol vera að synda i
vatninu. Þegar hann settist niður
á bryggjuna til að horfa á hana,
brosti hún til hans. — Ég varö að
þvo af mér sagið. Hún steig upp á
bryggjuna og strauk vatnið úr
sundbolnum sinum. — Viltu sjá.
Ég er ekkert nema beinin, alveg
eins og þú. Engar boglinur eins og
á mömmu og Stebbu. Hún settist
hjá honum og studdist á oln-
bogana og teygði frá sér fæturna.
— Ég verð að skrifa henni og
segja, að ég hafi fundið þig. En
hvar er hægt að koma bréfi i póst
hérna?
— Viðgetum fariðinn i bæinn. En
það leggst einhvernveginn i mig,
að hann Viktor komi hingað á
morgun.
Hún hló feimnislega. En svo
varð munnurinn að breiðu brosi.
— Pabbi, þegar hann Fenning
kynnti mig honum Viktor, þá
glápti ég bara. Ég hef aldrei á
ævinni séð jafn laglegan pilt.
Gylltan og platinuhvitan. Og svo
vel vaxinn. Rétt eins og eitthvað,
sem mann dreymir en fínnur
aldrei.
— Það er allt i lagi með hann
Vikka. Eða var að minnsta kosti
þangað til að kona þarna i bænum
— þú hittir hana seinna — fór að
segja honum, að hann ætti að fara
i kvikmyndirnar. Nú er hann
orðinn allur öfugsnúinn. Veit
ekki, hvort hann er heldur bjáni
eða einhver hálfguð. En hann
jafnar sig ef hún bara getur látið
hann i friði.
— Er hún falleg?
— Svo segir fólk. En i minum
augum er hún hreinasti hænsna-
matur.
Hann virðist almennilegasti
piltur.
— Það er hann sjálfsagt. En hann
er að reyna að vera eitthvað sem
fólki finnst hann ætti að vera, en
ekki það sem hann er.
Hún skrifaði bréfin sin um
kvöldið við lampaljósið, meðan
faðir hennar sat á rúmstokknum,
og fylgdist með hverri hreyfingu
hennar.
Eins og Elgur hafði spáð, kom
Viktorþarna næsta morgun. Þau
Carol fóru svo á bátnum til aö sjá
sig um og veiða fisk.
XIII.
I augum Rósu var hun einmana
og yfirgefin og tók ekki eftir árs-
tiðaskiptunum. Hún var búin að
búa sér heim, sem var alsvartur
og fullur gremju. Hún vildi ekki
fara á fætur á morgnana, fyrr en
hún vissi að maðurinn hennar
væri farinn út úr húsinu. Og hún
heimtaði að láta bera sér kvöld-
matinn áður en hann var kominn
heim. Hún talaði ekki við hann
nema einstaka snöggt og hörku-
legt orð. Hann kvaldist og þetta
var eina huggunin á þessum lif-
vana stundum.
Viktor var hættur að koma og
þvi var hún fegin. Hún óskaði
einskis nema fá að vera i friði I
þessum vetrardala einverunnar.
Einn morguninn hafði
maðurinn hennar sagt i einhverju
gleðikasti: — Gettu hvað ég veit,
Rósa.
— Ég er ekkert fyrir neina gátu-
leiki, sagði hún.
Hann hélt áfram rétt eins og
hann heföi ekki heyrt til hennar:
— Hann Elgur er búinn að fá
dóttur sina hingað. Hún leitaði
36 VIKAN 32. TBL.