Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 17
mig dreymdi TVEIR ENDURTEKNIR DRAUMAR. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þessa drauma fyrir mig, vegna þess, að þeir hafa endurtekið sig oft- ar en einu sinni. Fyrri draumur: öll fjölskylda mín stóð fyrir aftan einhverja girð- ingu hjá kirkju eða einhverju líku húsi. Það var verið að kistuleggja ömmu mína, en hún er nýdáin. Ein kvennanna, sem þarna stóðu, sagði við mig: Þú skalt fara og bera kistuna, því að amma þín hélt svo mikið upp á þig. En ég treysti mér ekki til þess að gera þetta og fór að gráta. Ég tek það fram, að þarna var engin gröf. Vinkona systur minnar var þarna stödd líka og hún var alltaf að teygja sig yf ir kistuna og svo sagði hún: Þau láta litið barn ofan í kistuna. En rétt á eftir kom vinkona mín og við hjálpuðumst að við að bera kistuna. Það var ekkert lok á kistunni, bara mold og blóm og við hlupum með kistunaog hlóg- um. Mér fannst kistan vera frekar þröng, ekki breið- ari en 40 sentimetrar. Og við vorum að gantast með það, að við kæmumst ekki ofan í kistuna vegna þess hve mjó hún væri oghlógum alveg eins og fífl að því. Seinni draumur: Ég og pabbi minn vorum á gangi eftir einhverri götu og það átti að fara að jarða ömmu mína. Svo sá ég holuog yfir henni var járnplata með loftgötum og þar sá ég mömmu mína látna, en hún er ekki dáin. Svo sá ég mömmu hreyfa munninn og sagði þá við pabba: Hún er ekki dáin. Pabbi svaraði því: Hún er vist dáin. ' Svo stóð mamma upp og teygði sig í áttina til mín. Ég varð mjög hrædd í draumnum og sagði aftur við pabba, að hún væri ekki dáin, en hann bar á móti þvi og sagði, að hún væri bara að stríða mér. Svo var komið með líkið af ömmu og ég átti að láta það ofan í til mömmu, en amma var heldur ekki í kistu. Og við þetta vaknaði ég. Með þökk fyrir birtingu. Anna K. Fyrri draumurinn er fyrir því, að einhver vinur þinn færir þér gjöf, sem þér kemur á óvart. Seinni draum- urinn er fyrir langlifi móður þinnar. Loksins ákvað ég að taka tvö egg i einu og f ara með til hennar og það tókst mér án þess að þau brotnuðu. Mér fannst yngri bróðir stráksins vera í herberginu hjá mér og hann var að hugsa um hænurnar og tína eggin undan þeim með mér, en hann á hænur i raun- veruleikanum. Seinni draumurinn var svona: Ég á tveggja mánaða gamlan strák, en er hvorki gift nétrúlof uð föður hans, sem er meðannarri. Mér fannst ég vera inni í herbergi hjá syni mínum, þegar pabbi hans og stelpan, sem hann er með, koma í heimsókn og ég sé, að pabbinn er með trúlof unarhring á hægri baugf ingri. Mér bregður hálf illa við þetta, en þegar ég lít á stelpuna sé ég, að hún er ekki með neinn hring og þá fannst mér þetta vera allt í lagi. Ég heilsaði þeim aldrei i draumnum. Með von um ráðningu. XÞ. Þessir draumar báðir benda til þess, að þú verðir öilu ánægðari með lífið á næstunni, en þú hefur verið undanfarna mánuði. Og það er ekki óhugsandi, að þú munir bráðum eignast annan lítinn strák. AÐ REKA KÝR. Kæri draumráðningaþáttur! Nýlega dreymdi mig undarlegan draum, sem mér þætti vænt um að þú réðir, ef þú sérð þér fært. i draumnum þóttist ég vera stödd einhvers staðar uppi á heiðum. Veðrið var sérstaklega fallegt, enda var ég viss um að það væri hásumar. Á undan mér rak ég hóp grárra kúa, sem ég var að sækja úr haga að því er mér fannst. Ég kom að stórri á, sem kýrnar vildu ekki fara yf ir í fyrstu, en eftir nokkrar tilraunir tókst mér að koma þeim út í ána og yf ir á hinn bakkann. Við það vaknaði ég. Mér þætti vænt um, ef þú getur ráðið þetta f yrir mig og þakka fyrirfram fyrir birtinguna. Með kveðjum. Rósa'. Þessi draumur er fyrir rakasamri tíð og óþurrki, en vonandi stendur þessi votviðriskafli ekki lengi. HÆNUEGG. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig eftir- farandi drauma. Aður en ég byrja að segja frá draumunum, vil ég taka það fram, að systir mín er með strák og hef ur verið með honum undanfarin tvö ár, en þau eru ekki hringtrúlof uð. Mig dreymdi, að ég var heima hjá stráknum, sem systir mín er með, og inni í herbergi hans. Systir mín sat niðri í stofu hjá stráknum og f jölskyldu hans. Mér f annst herbergið, sem ég var stödd í, vera orðið fulltaf hænum og eggjum og ég var að tína upþ eggin. Ég tók alltaf eitt egg í einu og setti það í plastpoka og fór með niður til systur minnar. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, en eggin brotnuðu alltaf, áður en ég komst alla leið með þau. ÓÞRIF. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig um að gera svo vel að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Ég þóttist vera að fara í sund með nokkrum öðrum krökkum og þegar ég var að f ara út í laugina sá ég, að laugarbarmurinn er þakinn alls konar pöddum. Ég vissi ékki hvaða kvikindi þetta voru, en þau settu i mig mikinn óhug og ég hætti við að fara út í laugina. Með fyrirfram þökk. IJK. Þessi draumur á eftir aö rætast í mjög náinni fram- tíð. Hann er fyrir því, að einhver farsótt gengur og leggst hún þungt á marga, en þó ekki svo að um dauðs- föll verði að ræða af völdum hennar. En þú og þínir nánustu sleppa algerlega við pest þessa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.