Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 15
r SINS Smásaga eftir Gabriel Dundas. Kærleikurinn gefur lifinu tilgang og lit Án hans er flest annað litils virði. Eftir nokkra stund stóð hún upp, vafði Kúkú varlega inn i peysu og lokaði kommóðuskúff- unni. Vicky beið þeirra á stöðinni á þriðjudeginum. Hún sýndist yngri i þessu siða rauða pilsi. Þegar þær höfðu fylgt Edith frænku að leigubilnum, sem hún tók til tann- læknisins sins, tóku þær vagninn að ibúðinni, sem var uppi á þriðju hæð. Þar var innilokuð kaffilykt. Vinnustofan var stór með tveim- ur griðarstórum gluggum á norð- urhliðinni. Þar inni var vinnuborð Vicky og divan. út úr þvi var litið eldhús, þar sem allt var á rúi og stúi og baðherbergi, sem svipað var ástatt um. ,,Og þetta er herbergið þitt,” sagði Vicky og opnaði dyrnar að smákompu, sem var ekki stærri en búrið heima, og enginn gluggi var á henni, nema örlitil bora uppi undir lofti. Þar inni var þröngur legubekk- ur, stóll og kommóða. Undir ótal púðum undir glugganum sá i brotinp stól. ,,Ég ætlaði að vera búin að taka til,” sagði Vicky, ,,en svo hafði ég engan tima til þess.” ,,Það er allt i lagi,” sagði Christine kurteislega og setti töskuna sina á legubekkinn, þvi að hvergi var neitt pláss fyrir hana annars staðar. „Jæja,” sagði Vicky. „Matur! Við skulum sjá hvað er til.” Hún fann til egg, brauð og ost og ávexti. Hún tók dótið af einu borðinu og breiddi á það dúk. Eftir matinn varð Vicky að ljúka við mynd, sem hún var að gera, svo að Christine gekk frá dótinu sinu i skúffurnar. Skúff- urnar voru rykugar, svo að Christine þurrkaði þær vandlega, áður en hún setti ofan i þær. Siminn hringdi i næsta herbergi og hún heyrði Vicky segja: ,,I kvöld? Mér hefði þótt það skemmtilegt, en ég get það ekki i þessari viku. Dóttir min er hjá mér.” Það var kominn nýr hljóm- ur i rödd hennar, hún talaði hratt og af ákefð. Seinna um daginn fóru þær út og skiluðu myndinni, gengu um i garðinum og borðuðu á veitinga- húsi. „Hvernig hefur frú Watts það?” spurði Vicky. „Létu frænk- urnar mála eldhúsið fyrir hana?” Það var eins og þær hefðu litið að tala um og Vicky talaði við Christine eins og væri hún gestur. Auðvitað var hún gestur. Hvar ætli Vicky hefði verið i kvöld, hefði hún ekki verið hjá henni? t samkvæmi hjá vinum sinum, sem höfðu hringt til henn- ar, þar hefði hún skemmt sér ákaflega vel og gert að gamni sinu með þessum nýja hljómi i röddinni. Christine fór seinna i rúmið en hún var vön að gera heima, en henni gekk illa að sofna. Það var heitt og loftlaust i herberginu og gegnum siitin gluggatjöldin sá hún bjarmann af borgarljósunum á himninum. Umferðarniðurinn þagnaði ekki. úr næsta herbergi heyrði hún til móður sinnar, sem enn var að vinna, hún heyrði hana láta renna vatn i ketilinn til að hita sér kaffi. Christine hugsaði: Þrjár nætur til viðbótar... Stundum var reyndar gaman, eins og til dæmist þegar þær fóru á safnið og Vicky teiknaði módel- in i krinólinkjólunum i gler- skápunum, hárkollurnar og hnjá- skjólin. Lika rigningardaginn, þegar þær fóru að sjá teikni- myndirnar i kvikmyndahúsinu á horninu. Christine hló svo að tárin runnu niður andlitið á henni. Það var svo mikill léttir að geta hlegið svona saman og þurfa ekki stöð- ugt að vera að finna upp á ein- hverju til þess að tala um. Allan timann fannst henni samt, að hér væri hún aðeins gestur, hún tefði Vicky frá vinnunni og kæmi i veg fyrir, að hún gæti farið i boðin til vina sinna. Það var siðasta daginn, að Vicky fór allt i einu og eins og af tilviljun að tala um það, sem raunverulega skipti máli. Yfir limonaði og kexi utan við kaffihúsið i garðinum, sagði Vicky: „Og frænkur þinar sögðu þér frá pabba þinum og mér?” „Já,” svaraði Christine. Vicky hrærði i glasinu með drykkjarstráinu sinu. . „Sjáðu til,” hélt hún áfram,” ég og pabbi þinn erum mjög ólik i okkur. Hann kann vel við sig úti á landi, en ég kann miklu betur við mig hér i borginni. Hann vill hafa allt i röð og reglu, eins og frænkur þin- ar, en ég hef aldrei kunnað við mjög reglubundið lif. Þess vegna töldum við, að það væri betra að við hefðum hvort okkar henti- semi, og þú gætir verið hjá þvi okkar, sem þú heldur kysir. Hitt gætirðu svo heimsótt, þegar þú vildir og gætir.” „Já,” sagði Christine. „Jæja...” sagði Vicky. En einmitt þá kom fleira fólk að borðinu, svo að hún þagnaði. Og hún hóf ekki máls á þessu aft- ur. Kannski var ekkert fleira að segja. Faðir hennar talaði við hana i gróðurhúsinu, kvöldið, sem hún kom aftur til frænknanna. Þau höfðu verið að tala um einkunn- irnar hennar. „Ertu búin að ákveða hvort þú vilt heldur búa hérna eða hjá Vicky?” spurði hann. Hjarta Christine barðist ákaft. „Mér er alveg sama,” sagði hún. Þetta hljómaði fáránlega eins og hann hefði spurt hana, hvort hún vildi heldur vannillu- eða jarða- berjais. „Ef þú ferð til Vicky,” sagði faðir hennar,” verðurðu að fara i annan skóla. Ég veit ekki hvaða skóla. Og hérna yrði önnur hvor þeirra Edith eða Mary alltaf heima siðdegis, þegar þú kemur heim úr skólanum. Það er ekki vist, að Vicky gæti alltaf verið heima þá.” „Ég skil,” sagði Christine. „Ég — ég held það sé emfaldast fyrir alla, að ég verði hérna.” „Já, auðvitað yrði það það á vissan hátt,” sagði faðir hennar. „En þú átt að gera það, sem þú vilt heldur.” Hann braut nokkur dauð blöð af plöntu og henti þeim i ruslafötu. „Þú veizt það, Christine,” sagði hann, „að mér og frænkunum þætti afar.vænt um, ef þú ákvæðir að verða hérna.” Christine fór upp i herbergið sitt með fallegu gluggatjöldunum fyrir glugganum og fallega blá- rósótta veggfóðrinu. Allt i einu varð hún svo þreytt, að hún gat ekki haldið augunum opnum. Hún lagöist út af og sofnaði samstund- is. En hún vaknaði aftur, áður en i birta tók af degi. t hljóðlátu her- ^ berginu, þar sem svalur nætur- andvarinn blés gluggatjöldunum notalega til og frá, hugsaði hún um Vicky i loftlausri ibúðinni undir borgarhimninum. Vicky y 32.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.