Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 35
SKOGINN
Framhalds
saga
7 hluti
nýja fjölskyldu alveg eins og hún
mamma.
— Á hún aðra fjölskyldu?
— Já, ég á tvo hálfbræður. Þeir
eru báðir i háskóla. Hún gekk um
gólf. — Ég sé, að þú átt nógu
margar kojur. Það er ágætt, afþvi
að ég er komin fyrir fullt og allt.
Brosið ljómaði um allt andlitið —
Það er að segja, ef þú vilt lofa
mér að vera.
— Carol... Carol... Hann endur-
tók nafnið aftur og aftur.
Viktor hafði gengið að elda-
vélinni og kveikt upp. Hann
sagði: — Heyrðu, Elgur, hún þarf
að fá eitthvað að borða. A ég að
malla eitthvað?
Elgur sneri sér við: — Nei, það
verð ég að gera.
— Nú, hversvegna ekki að lofa
mér að gera, það, sagði Carol. —
Ég kann það. En ég hef aldrei
notað eldiviðarvél, en ég gæti haft
gaman af þvi.
Hún gekk að vélinni, en stóð þá
kyrr eins og i vandræðum. Faðir
hennar snerti við handleggnum á
henni, næstum hræddur. Far þú
út. Ég skal sjá um þetta. Og svo
þarf ég að raka mig. Ég hlvf að
lita út eins og ... villimaður. Hann
strauk hendinni yfir andlitið.
Hann hafði ekki rakað sig siðan
hann byrjaði á siðasta fylliriinu.
Farðu út. Ég þarf að búa um
rúmið og hafa skyrtuskipti. Hann
hló með sjálfum ser. — Það er nú
ekki á hverjum degi, sem maður
fær dóttur sina i heimsókn.
Hún gerði sem hann bað og
Viktor fór út með henni. Og hann,
faðir hennar, hafði ekki af henni
augun fyrr en hún var horfin út
um dyrnar. En svo gekk hann til
dyranna og horfði á hana. Viktor
var við hliðina á Carol, og benti
og talaði. Það var auðséð, að
hann var að lýsa fyrir henni um-
hverfinu hérna, vatnalilju-
breiðunum þar sem áin rann inn i
vatnið og hvar bezt væri að fiska
á morgnana — skógunum þarna i
kring og lengst burtu var veður-
barða Latimerhúsið. Grönn eins
og lilja, hugsaði hann. Sjálfur
hafði hann flúið frá ástinni, en
ástin hafði leitað hann uppi aftur.
Með hraða, sem hann átti
annars ekki til, tók hann til i kof-
anum, rakaði sig og fór i fötin,
sem hann hafði verið i þegar hann
lagði af stað til bæjarins. Svo
þegar maturinn var tilbúinn, fór
hann út i dyrnar til að kalla á
Carol og Viktor. En þau var
hvergi að sjá. Hann gekk niður að
vatninu og kallaði á hana.
Honum var svarað utan úr
skóginum, og svo komu þau
Viktor i ljós. Þegar hún kom til
hans. sagði hún: — Við sáum
broddgölt. Hann var svo stór, að
ég hélt að hann væri björn.
— við eigum einn björn fyrir
nágranna, hérna inni i kjarrinu.
Við rekumst einhverntima á
hann.
Hún leit á hann — Þú ert eins og
einhver allt annar maður núna,
svona skegglaus. Mamma sagði,
að þú værir laglegur. Og þar hafði
hún rétt að mæla.
Viktor stóð hjá þeim og
hlustaði á, brosandi.
Carol lyfti höndunum, eins og i
vandræð 'm og brosið hvarf af
henni — Ég vil vera hérna kyrr,
en ég held ekki að þú kærir þig
neitt um mig. Ég vil læra að
þekkja þig. Þannig ætti það Hka
að vera.
— Mig hefði ekki einusinni
getað dreymt, að þú mundir
nokkurntima koma.
Hún hló og kreisti á honum
handlegginn — En ég kom nú
samt. Eitthvert okkar varð að
finna þig. Mamma gat það nú
ekki vel, og Stebba er i Manila
með manninum sinum. Hann er
i flughernum. Þau eiga strák,
sem heitir Mack. Þú vissir ekki,
að þú værir orðinn afi, var það?
— Þykir henni mömmu þinni
vænt um þennan mann sinn.
Carol leit út á vatnið og svaraði
lágt: — Já. Hann er góður maður
og hefur verið okkur Stebbu faðir.
— Þá er hann beti;i en ég, og á
alla ást ykkar skilið. Elgur sneri
sér við og gekk á undan þeim inn i
kofann.
Svo sátu karlmennirnir tveir
við dúklaust boröið og hlustuðu á
Carol segja frá þvi, hvernig hún
hefði komizt til* Fleming. Móðir
hennar og stjúpi höfðu farið til
Evrópu, til að vera þar i heilt ár,
að minnsta kosti. Hann var i ein-
hverri stjórnarskrifstofu og hafði
fengið þessa sendiferð fyrir at-
EGE GÓLFTEPPIN
DÖNSK GÆÐAVARA
I MIKLU URVALI
VEGGFÓÐUR
ÚRVAL GÓLFDÚKA
MALNINGARVÖRUVAL
32. TBL. VIKAN 35