Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 11
og nákvæmastar upplýsingar miililiOalaust frá kennara i vél* fræOi. En auk þess gætirOu athug- aO máliO hjá Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar, sem hefur annast útvegun bóka fyrir Vél- skólann um árabii. Skriftin er lagleg og ber vott um sjálfstæöi og öryggi. Hver er Jón? Ágæti Póstur! t Vikunni 26. des. staldraöi ég viö ágæta smásögu eftir Hrafn Gunnlaugsson án teljandi vand- ræöa. Þegar ég kom aftur á móti aö þvi aö lesa grein eftir Jón Björg- vinsson um Hong-Kong, risu deil- ur milli min og vinkonu minnar um höfundinn. Vill nú Pósturinn ekki fræöa okkur um höfundinn, svo séö veröi, hvort okkar hefur á réttu aö standa? Ég stend I þeirri meiningu, aö þessi Jón Björgvinsson sé sá sami og skrifaöi skemmtilegu Japans- greinarnar i Moggann fyrir u.þ.b. ári, ritaöi greinar um afbrot ung- linga i Moggann og Samúel fyrir skömmu og hefur skrifaö um kvikmyndir og annaö i Visi aö undanförnu. Vinkona min þykist aftur á móti meö þaö á hreinu, að Austur- landajóninn sé allt annar maður og búsettur i Asiu. Hún vitnar i einhvern þátt, sem fluttur var um Japan i útvarpinu hér og hann stýrði ásamt innfæddum. Hvaö segir Pósturinn? Það yröi vel þegiö, ef hann leysti úr þessu deilumáli. Eins vildi ég vita, hvort þú, ágæti Póstur, gætir sagt mér, hvað nafnið Selma þýöir. s.K. Þiö getiö hætt aö deila um hann Jón, enda hafiö þiö bæöi á réttu aö standa. Jón játar á sig allt, sem þiö teljiö hann hafa gert, nema aö vera búsettur f Asiu. Hins vegar get ég ekki sagt þér, hvaö nafniö Selma þýöir, þaö finnst hvorki i islenskum né erlendum fræöum, sem ég hef yfir aö ráöa. Námaslys eöa námuslys Kæri Póstur! Ég var aö hlusta á fréttirnar i útvarpinu áöan, og þar var veriö aö segja frá slysi, sem varö i námu. Þulirnir sögðu alltaf námaslys. Er þaö rétt? Af hverju ekki námuslys eins og umferöar- slys? Ég heyröi þetta a.m.k. tvisvar nefnt námaslys, og þaö var ekki sami þulurinn, sem tal- aöi. Jæja, nóg um þaö, en hvernig eiga fiskurinn (strákur) og ljóniö (stelpa) saman? Aö lokum þakka ég fyrir besta blaö á lslandi og vona, aö þaö eigi bjarta framtíö. Hvaö lestu úr skriftinni? Ég biö svo kærlega aö heilsa öllum i ná- grenninu. Bless, Eva. Sé um slys i einni námu aö ræöa, finnst mér eölilegra aö tala um námuslys, en sé um fleiri námur aö ræöa, þá getur hin staf- setningin átt rétt á sér. Svo er lika til oröiö námi I karlkyni i eignar- falli náma sem þýöir náma, en er litiö notaö, aö þvi er ég best veit, einnig karlkynsoröiö námur, i eignarfalli náms, sem sömuleiöis þýöir náma. Sem sagt, þetta þarf ekki aö vera vitlaust, enda þótt hitt sé eölilegra og venjulegra. Oröalagiö er fréttamannsins, sem skrifaöi fréttina, en ekki þularins. Fiskurinn kann aö rugla ljóniö i riminu, en þaö þarf ekki aö leiöa til neins ills. Skriftin ber vott um staka samviskusemi. I öðrum eggjastokknum? Kæri Póstur! Hvernig finna konur til á fyrstu vikum meögöngutimans? Veröur þeim flökurt? Finna þær til i bak- inu og i öörum eggjastokknum ööru hverju? Ég finn nefnilega þannig til núna. Og hvaöa fæðu- tegundir eiga konur eöa stúlkur aö boröa, meöan á meögöngutima stendur? Ég er búin aö vera trú- lofuö frá þvi snemma i desember. Hvernig fara steingeit (stelpa) og fiskur (strákur) saman? Þú verö- ur aö fyrirgefa, hvaö ég er ófróö um fæöuna, en ég er aö ööru leyti fróö um hitt máliö, ég er búin aö lesa bókina Fjölskylduáætlanir og siðferði kynlifsins eftir Hannes Jónsson. Meö kærri kveðju, G 71 Mér þykir þú nákvæm, ef þú getur sagt upp á hár, aö þú finnir til I öörum eggjastokknum. Venjulegt kvenfólk getur þaö nú ekki. Flökurleiki, þreyta og syfja á ótrúlcgustu timum eru meöal einkenna á fyrstu vikum meö- göngutimans. Bakverkur er al- gengari, þegar á liöur. Ófriskum konum ber aö neyta vitamin- og járnauöugrar fæöu. Faröu sem fyrst til læknis og fáöu holl ráö hjá honum um þaö, hvernig þér ber aö haga þér um meögöngutim- ann. Og ekki skaöar aö lesa fleiri bækur en Siöferöiö hans Hannes- ar. Steingeit og fiskur eiga áæt- lega saman. Umboð Q íslandi SPE R3Y=^=VÍCKÉRS HÁÞRÝSTIMÓTORAR HÁÞRÝSTIDÆLUR VENTLAR ALLSKONAR VARAHLUTIR ucc ÞRÝSTIMÆLAR HITAMÆLAR SÍUR SLÖNGUR OG RÖRAFESTINGAR 6. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.