Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 29
hlutfall miöaö viö ibúafjölda bæjarins. Rétt er aö benda sér- staklega á þaö, aö i félaginu er mikiö af ungum konum, og þaö er óneitanlega uppörvandi aö hafa fengiöþær til starfa meö félaginu. — Hér áöur var leikiö mikiö i Grindavik. Hefur leikstarfsemi lagst algerlega niöur? — Hún hefur óneitanlega veriö mjög dauf undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum voru þó starfandi hér tveir hjónaklúbbar, sem gengust fyrir leiksýningum viö góöar undirtektir. En kvenfélagiö hefur ekki staöiö aö leiksýningum lengi. Okkur vantar karlmenn til þess aö leika;á móti okkur. Þegar leikstarfsemi hér var hvaö blóm- legust, var atvinnulffi svo háttaö, aö á haustin var nær alveg dáuöur timi og þá tóku allir, sem vettlingi gátu valdið, þátt i slikri félags- starfsemi. Nú hefur þetta breyst þannig, að lftill sem enginn timi er milli úthalda hjá bátunum, svo aö viö erum karlmannslausar i félagsstarfseminni. • — Hvers vegna leikiö þið konurnar ekki einar? ■ — Þaö hefur komið til tals, aö viö gerum það, en ekki.orðiö úr enn sem komið er, hvaö sem slðar veröur. Sem stendur er reyndar léleg aöstaða til leiksýninga á !ag... frystihús... Rætt við Guðveigu Sigurðardóttur, Ingi- björgu Þórarinsdóttur og Helgu Þórar- insdóttur. staönum, þvi aö sá hluti Festar, sem ætlaöur er til leik- og kvik- myndasýningp, er óbyggður enn- þá. Þetta var allt annaö, meöan viö höföum enn afnot af Kven- félagshúsinu. Á heimili Guðveigar hittum viö einnig Ingibjörgu, sextán ára dóttur hennar, sem starfar i frystihúsinu. Ingibjörg sagöi, aö allalgengt væri, aö stúlkur hættu skólagöngu aö loknu skyldunámi og færu aö vinna I fiskinum og loönunni. Það væru frekar pilt- arnir, sem héldu áfram skólagöngu. Viö spurðum Ingibjörgu hvernig lifið .gengi fyrir sig I frystihúsinu. — Flesta daga vinnum viö frá klukkan átta á morgnana til klukkan tólf á kvöldin, aö minnsta kosti meöan á loönuvertiöinni stendur. Auövitaö koma dagar á milli, sem ekki er unnið svona lengi. En I fyrravetur man ég, aö heill mánuður leið svo, aö viö fengum aldrei fri. Þessi langi vinnudagur veldur þvi náttúr- lega, að viö, sem þarna vinnum, getum ekki tekiö nema mjög tak- markaöan þátt I félagslifi og þess háttar. Viö reynum að bæta okkur þaö upp á sumrin, skemmtum okkur þá og höfum það notalegt. — Hvert sækir þú dansleiki? — Eg fer frekar sjaldan á böll, en §f ég fer, þá er það oftast á böllin i Festi. Ég fer miklu frekar á bió en böll og þá til Reykjavik- ur, þvi aö hér er ekkert kvik- myndahús. Hjá Guðveigu hittum við einnig aö máli Helgu Þórarinsdóttur, tengdamóöur hennar, sem kom vertiöarstúlka til Grindavíkur innan viö tvitugt, giftist þar fljót- lega og hefur veriö þar búsett siöan. Helga átti engin orö til þess aö lýsa breytingunni, sem orðið hefur á byggöinni i Grindavik frá þvi hún kom.þangað fyrst. Flest taldi hún til batnaðar, ef ekki allt. Þegar hún man fyrst eftir bögglauppboöum og kortasölu, bæöi til þess aö afla f jár til kirkju- byggingarinnar og eins til þess aö standa straum af rekstri félagsins, sem er ansi kostnaöar- samur. Til dæmis um þaö er nóg aö benda á, að húsaleigu- kostnaöúr á siöasta ári var i kringum tvö hundruö þúsund krónur. — Er Festi svona dýr? — Já, hún er dýr og sérstaklega kvenfélaginu, þó aö þaö sé skuld- laus 8 prósent eigandi hússins, þvi aö viö erum ekki vanar húsa- leigukostnaöi i kvenfélaginu. Áöur höföum viö • fritt húsnæöi.sem var Kvenfélags-- húsiö gamla. En þegar hafist var handa um aö byggja hér nýtt félagsheimili, þótti okkur sjálf- sagt aö taka þátt i þeirri fram- kvæmd og seldum þess vegna Kvenfélagshúsiö. Á þvi voru þær kvaöir, aö það mátti ekki selja nema undir menningarstarfsemi, og þar er Tónlistarskólinn nú til húsa, auk þess sem þar fer fram kennsla sex ára barna. — Hvaö eru margir félagar i Kvenfélagi Grindavikur? — Þeir eru I kringum tvö hundruö, sem ég tel nokkuö gott Ingibjörg Þórarinsdóttir 6. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.