Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 27
•Stöð-
stööugum förum milli Grindavik-
ur og Reykjavikur, því starf hans
I SIF hefur i för meö sér miklar
utanferðir, m.a. til Suður-Evrópu
og Suður-Ameriku, landanna,
sem kaupa af okkur saltfiskinn og
skreiöina. En heimili Tómasar
hefur alltaf verið I Grindavik.
begar við ókum eins og leið
lá eftir Vikurbrautinni og inn
i Grindavik, fannst okkur þvi
ómögulegt. annað en stoppa við
Gnúp, heimili Tómasar og konu
hans Huldu Björnsdóttur. Synir
þeirra þrir eru farnir að heiman,
tveir búa i Grindavik, einn er
viö nám i Reykjavik, en dóttir á
unglingsaldri er heima.
Tómas gæti frá mörgu sagt úr
sögu Grindavikur, þvi hann þekk-
ir plássið manna best, hefur
kynnt sér talsvert sögu þess og
fylgst vel með uppbyggingunni.
En saga og uppbygging yrðu
langt mál og I þetta skipti lék okk-
ur meiri forvitni á að heyra svo-
litiö um manninn sjálfan og feril
hans. Tómas var heldur tregur til
að tala um störf sin og þann
árangur, sem þau hafa borið — en
á þætti úr starfsferlinum sjálfum
var hann fús aö minnast.
Tómas er fæddur og uppalinn i
Grindavík, á Járngerðarstööum.
— Eg fór til sjós fjórtán ára
gamall og var á sjó i hálft tólfta
ár, sagði Tómas. — bá hafði ég
lokiðbarnaskólanámi. Eftir að ég
fór á sjóinn var ég tvö haust i ung-
lingaskóla, en reri jafnframt,
þegar gaf. Eldri systir min var
mér þá hjálpleg og las með mér
þaö, sem ég missti úr i skólanum.
Eftir þetta notaði ég timann á
haustin, þegar róörar voru stopul-
ir, til að afla mér þess fróðleiks,
sem ég gat, og meðal annars
læröi ég ensku hjá Tómasi
Snorrasyni, sem var giftur móö-
ursystur minni.
— Sjö fyrstu árin reri ég á opn-
um bátum, en á striðsárunum á
dekkbátum, héðan, úr Keflavik
og viðar. Eftir 12 ár á sjónum fór
ég að vinna I landi og læra vinnu-
brögö I fiskiönaöi og fór þá einnig
á námskeið til að öðlast réttindi
til fiskvinnslu. Ég vann i 7 ár I
Hraðfrystihúsi Grindavikur og
var þar við ýmis störf; var bil-
stjóri, annaðist útréttingar _o.fl.
•Og eitt sumar var ég verkstjóri á
Siglufiröi. Um áramótin 1952-53
var útgerðarfélagið borbjörn
stofnað, og stóöum við að þvi fjór-
ir. baö rekur saltfiskvinnslu,
skreiöarvinnslu og sfldarsöltun,
og auk þess eru gerðir út þrir bát-
ar, sem allir heita Hrafn Svein-
bjarnarson, en það nafn hafa bát-
ar okkar borið frá upphafi. Nafnið
fengum við með báti, sem keypt-
ur var frá Akranesi, en ekkja
Bjarna Ölafssonar, sem hafði
verið með þennan bát óskaði eftir
þvi, að nafninu yrði haldið — og
það hefur reynst okkur vel.
— Hvað vinna margir hjá bor-
birni?
— Á vetrarvertið erum við með
5 til 6 báta, og á hverjum er 10 til
12 manna áhöfn, svo þar eru 50 til
60 manns. 1 landi vinna milli 40 og
50, svo alls eru þetta rúmlega 100.
Hugur Tómasar hefur verið
bundinn sjónum og slysavarna-
málum frá unga aldri og hann
hefur lengi veriö einn af forystu-
mönnum slysavarnamála hér á
landi.
— Ég gekk I Slysa varnadeildina
borbjörn á stofnfundinum, en þá
var ég 10 ára gamall. Ahugi á
þessum málum var geysimikill
og fjölmennt á fundum. Maður
hlakkaði allt árið til aðalfund-
anna. Arið 1930 fór hér fram.
fyrsta björgun með fluglinutækj-
um, sem framkvæmd var hér á
landi, en það var þegar franski
togarinn Cap Fagnet strandaði á
Hraunsfjöru. bá var bjargað á
land 37 mönnum, og siðan hefur
verið bjargað 194 með sömu
tækjunum, en þau eru enn i
notkun hér. Arið 1947 var
stofnuð sérstök björgunarsveit
innan slysavarnadeildarinnar,
og var ég fenginn til að stofna
hana. Sveitin var stofnuð
til að hafa alltaf til reiðu
menn, sem væru þjálfaðir i
björgunarstörfum og kynnu á sjó-
björgunartækin. Við vorum lengi
12 I sveitinni, en nú erum við yfir
30. Ég er formaður, en hef með
mér fjóra þjálfaða forystumenn,
þannig að það er alltaf tryggt, ef
eitthvað ber aö höndum, að á
staönum eru menn, sem geta tek-
ið að sér stjórnina og einnig all-
stór hópur þjálfaðra björgunar-
manna. Svo er alltaf nóg af sjálf-
boöaliðum, þvi ef skip strandar
eða eitthvað ber út-af, eru allar
hendur réttar fram til hjálpar og
heimilin tilbúin að veita þá að-
stoö, sem þau geta.
— Hvað er ykkar svæði stórt?
— Svæðið á að ná frá Vala-
hnúksmöl austur fyrir Selvog.
betta er mikið svæði og erfitt, og
oft á tlöum hafa björgunarmenn
orðið aö sýna ofurmannlegt þrek
og dugnað. — Við höfum að mestu
leyti haldiö okkur viö sjóbjörgun
og ekki gert mikiö af þvi að leita
að fólki, t.d. rjúpnaskyttum. En
þetta á eftir að breytast, þegar
við eldri mennirnir hættum og
þeir yngri taka við stjörninni, þvi
þá hlýtur sportmennskan að
koma inn i þetta hér eins og ann-
ars staðar. En sjóbjörgunin verð-
ur þó alltaf aðalviðfangsefni
björgunarsveitar á stað eins og
Grindavik.
b.A.
Björgvin og sonur hans, Óli Björn.
Ameðan
veiði gefst
Viðtal við BjÖrgvin Gunnarsson skip-
stjóra og útgerðarmann.
Stærsti báturinn, sem gerður er
út frá Grindavik, heitir Grindvik-
ingur og er tæp 300 tonn að stærð.
Fiskanes hf. i Grindavik gerir
Grindviking út, og skipstjóri á
honum er Björgvin Gunnarsson,
sem jafnframt er einn hluthafa I
Fiskanesi. Við stöldruðum við hjá
Björgvini stundarkorn og inntum
hann eftir starfi hans og fleiru.
— Ég er fæddur hér i Grindavik
og alinn hér upp. Ég man eigin-
lega ekki fyrr eftir mér en ég var
farinn að fara i einn og einn róður
meö bátunum hérna. Fjórtán ára
fór ég svo til sjós fyrir alvöru og
hef verið á sjónum mestan part
siðan.
— En hvenær varðstu fyrst
skipstjóri?
6. TBL. VIKAN 27