Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 18
IX KAFLI
Nú. tveim árum seinna, þegar
ég minnist siBari hluta þessa
dags, kvöldsins og dagsins á eftir,
sé ég fyrir mér endalausa röö
af lögregluþjónum, ljósmyndur-
um og blaöasnápum á rápi út og
inn um dyr Gatsby. Reipi var
strengt fyrir garöhliöiö og stóð
þar lögregluþjónn hjá, til aö
halda þeim forvitnu fjarri. En
smástrákarnir komust skjótt á
snoöir um aö komast mátti fram
hjá hindrununum, meö þvi aö
fara yfir flötina hjá mér, enda
stóö lengst af talsveröur hópur
þeirra hjá sundlauginni og gapti.
Einhver meiriháttar maöur, ef til
vill úr leynilögreglunni, minntist
á „brjálaöa manninn”, þegar
hann laut yfir lik Wilsons um
kvöldiö og þar sem auðheyrt var
af röddinni að hér fór sá sem vissi
hvaö hann söng, urðu þessi orö aö
höfuöatriöi i frásögnum blaöanna
morguninn eftir.
Flestar þessar frásagnir voru
hrollvekjandi lestur, — þær voru
'afkáralegar, margoröar, útblásn-
ar og ósannar. Þegar framburöur
Michaelis fyrir réttinum leiddi I
ljós grunsemdir Wilsons gagn-
vart konu sinni, bjóst ég viö aö
öllu málinu yröi samstundis snúið
upp i eitt reginhneyksli. En
Catherine, sem þó heföi veriö trú-
andi til aö segja hvaö sem var, lét
ekkert uppskátt. 1 rauninni sýndi
hún furöu mikla skapfestu, — hún
leit einarðlega framan i rann-
sóknardómarann undan máluö-
um augnabrúnum og sór þess
dýran eiö aö systir hennar hefði
aldrei séö Gatsby, að hún hefði
veriö afskaplega hamingjusöm I
hjónabandi sinu og ekki i vafa-
sömum samböndum af neinu
tagi, eins og hennihefði veriö þaö
eitt ærin skapraun, aö minnst
skyldi á annaö eins. Þvi var látiö
gott heita aö Wilson heföi veriö
„frávita af harmi”, svo málið
yröi sem einfaldast. Og þar viö
sat.
En þessi þáttur málsins þótti
mér annars fjarstæöur og lítils-
veröur. Ég studdi málstaö Gatsby
af alhug, en einn á báti. Frá þeirri
stundu, þegar ég simaöi fregnina
af slysinu til þorpsins aö Vestra
Eggi, sneru menn öllum spurn-
ingum um hann til min, hvort
heldur um var að ræöa einhver
vafamál eða fyllri Upplýsingar. f
fyrstu varð ég undrandi og vissi
ekki hvaöan á mig stóö veöriö, en
þegar ég gerði mér grein fyrir aö
hann lá þarna inni i húsinu og gat
hvorki hreyft sig andað né mælt,
þótt hver stundin liði af annarri,
komst ég á þá skoðun aö ég væri
skyldugur til aö taka aö mér þetta
hlutverk, fyrst enginn annar bar
umhyggju fyrir honum, — meö aö
tala um umhyggju, á ég hér við
þá einlægu og mannlegu um-
hyggju, sem allir hljóta aö eiga
dálitinn rétt á, sé á allt litið.
Ég hringdi til Daisy, hálfri
klukkustundu eftir að viö fundum
hann, ég fann til löngunar að gera
þaö og hikaði ekki við aö láta það
eftir mér, En þau Tom höfðu farið
aö heiman snemma kvölds og
tekiö farangur sinn meö sér.
— Skildu þau ekkert heimilis-
fang eftir.
— Nei.
• — Minntust þau á.hvenær þau
kæmu aftur?
■ — Nei.
• — Hefur þú nokkra hugmynd
um hvar þau gætu veriö?
— Veit það ekki. Ekki gott að
segja.
Ég vildi gjarna fá einhvern til
hans. Mig langaði aö fara inn i
herbergiö, þar sem hann lá og
hughreysta hann: — „Ég skal ná i
einhvern, til að vera hjá þér,
Gatsby. Haföu engar áhyggjur.
Treystu mér og ég skal ná i ein-
hvern ....”
Nafn Meyer Wolfshiem var
ekki aö finna i simaskránni. En
þjónninn fékk mér húsnúmer
skrifstofu hans á Broadway. Ég
hringdi á „upplýsingar”, en þeg-
ar ég haföi fengið simanúmeriö
var klukkan löngu oröin fimm og
enginn svaraöi hringingunni.
— Vilduö þér reyna aftur,
ungfrú?
— En ég hef hringt þrisvar.
— En þetta er mjög áríöandi.
— Þvf miöur. Ég held aö eng-
inn sé viðs
Ég gekk á ný inn i dagstofuna
og þótti eitt augnablik aö allur
þessi skari opinberra embættis-
manna þar, væru bara gestir,
sem dottiö heföu inn úr dyrunum.
En þótt þeir drægju ábreiöuna til
hliöar og litu á Gatsby meö skelf-
ingu I svipnum, héldu andmæli
hans áfram að hljóma i eyrum
mér:
— Sjáðu nú til, laxi. Þú veröur
aö sækja einhvern, sem verið
getur hjá mér. Þú verður aö gera
þaö sem þú framast getur. Mér er
ómögulegt aö afbera þetta allt
einsamall.
Einhver vildi taka til að spyrja
mig, en ég vék frá og hélt upp á
loft, þar sem ég svipaðist um
i ólæstum hirzlum i skrifboröinu
hans, — hann haföi aldrei fullyrt
aö foreldrar sinir væru dánir. En
þarna var ekkert að finna, ef frá
er talin myndin af Dan Cody.sem
staröi ofan af veggnum, likt og
vísbending um löngu gleymda
ófyrirleitnina i þeim hér áöur
fyrr.
Morguninn eftir sendi ég þjón-
inn til New York meö bréf til
Wolfshiem þar sem ég óskaöi
eftir að ræða viö hann og hvatti
hann til áð koma meö næstu lest.
Annars þótti mér hálfvegis óþarfi
að biöja hann þessa, þegar ég var
að skrifa þaö. Ég var ekki i vafa
um aö hann mundi leggja sam-
stundis af stað, þegar hann heföi
lesiö blöðin, á sama hátt og ég
þóttist vita að Daisy mundi
hringja fyrir hádegisbil. En eng-
inn hringdi og herra Wolfshiem
kom ekki, engir komu nema enn
fleiri lögregluþjónar, blaðamenn
og ljósmyndarar. Þegar þjónninn
kom aftur með svar Wolfshiem,
tók ég að finna til fyrirlitningar á
þeim öllum saman, og einlægs
bandalags okkar Gatsby gegn
þeim.
„Kæri herra Carraway.
Þetta er eitt hið þyngsta áfall,
sem ég hef oröið fyrir á ævinni og
enn get ég varla trúaö aö þetta sé
satt. Slikt voðaódæöi og þessi
maður framdi, ætti aö vera oss
öllum umhugsunarefni. Ég get
ekki komið út eftir, eins og á
stendur, þar sem ég hef afar
mikilvægum erindum að sinna og
má ekki viö að huga að ööru. Sé
eitthvaö sem ég get gert, biö ég
þig að senda Edgar meö bréf til
min. Mér finnst ég hvorki vita i
þennan heim né annan, þegar ég
heyri önnur eins tiöindi og er
gjörsamlega miöur min.
Þinn einlægur,
MEYER WOLFSHIEM”
Og fyrir neöan var ritað í flýti:
„Láttu vita, hvenær jarðarförin
fer fram, — þekki ekki fjölskyldu
hans”.
Þegar siminn hringdi um
kvöldið og Langlinumiöstööin til-
kynnti um samtal frá Chicago,
hélt ég aö loks væri Daisy aö
hringja. En i stmanum var karl-
mannsrödd, mjóróma og fjarlæg.
— Slagle hér .....
— Nújá? Ég kannaðist ekki við
nafniö.
— Jæja, þér hafa vist þótt nóg-
ar fréttirnar, eöa hvaö? Fékkstu
simskeytiö frá mér?
— Ég hef engin simskeyti feng-
iö.
— Parker yngri er i vandræö-
um, sagöi hann fljótmæltur. —
Þeir tóku hann, þegar hann var
aö rétta skuldabréfin yfir borðiö.
Þeir fengu uppiýsingar um núm-
erin frá New York, aðeins fimm
minútum áöur. Hvernig lizt þér á,
ha? Maöur má eiga á öllu von i
þessum krummavikum .......
— Halló! greip ég forviöa
fram Ifyrir honum. — Sjáðu til, —
þetta er ekki herra Gatsby. Herra
Gatsby er dauöur.
TÖF KOSTAR OFFJÁR
SÉ FLOGIÐ — FLJÚGUM VIÐ
Útvegsmenn og
skipstjórar
011 töf vegna bilana dýrra atvinnutækja kostar offjar, og er þvi
augljóst að skjótt þarf úr aö bæta.
FLUGSTÖÐIN H.F. hefur fjölbreyttan flota góöra og öruggra
flugvéla, sem geta leyst slikan vanda meö þvi aö koma nauösyn-
legum varahlutum eöa viögeröarmönnum á vettvang, sé flug-
völlur nærri og veöur hamlar ekki. Flugvélar okkar hafa öll tæki
til blindflugs, og flugmenn okkar eru þaulreyndir.
Athygli skal vakin á, aö fáist varahlutir ekki hér á landi, getum
viö sótt þá til nærliggjandi landa á nokkrum timum, og þannig
sparaö yöur mikinn tima og útgjöld.
Leitiö upplýsinga. Viö svörum öllum beiönum strax.
Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér.
Símar: 11-4-22
« j. (neySar-
FLUGSTOÐIN HF 26æt4-2r2J6nusta)
18 VIKAN 6. TBL.