Vikan - 13.03.1975, Qupperneq 8
Amerísk
HRÍSGRJÓN
RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm
þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig:
AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítamínrík, drjúg, laus
í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi.
SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoðin í poka, tilbúin
í pottinn. RIVER brún hýöishrísgrjón holl og góö.
$ KAUPFÉLAGIÐ
8 VIKAN 11. TBL.
vælum, fatnaöi, skóm, þvottefni
og búsáhöldum, sem indiánakon-
urnar hafa keypt ódýrt hérna.
megin landamæranna. Lestin
leggur ekki af staö aftur fyrr en
samkomulag hefur náöst um
vöruveröiö. Bæöi áhöfn lestarinn-
ar og landamæraveröirnir taka
þátt i kaupunum.
En þaö er fleira en verslunin,
sem tefur ferö okkar. í Austur-
Bólivíu er það matarlyst áhafnar-
innar, sem ræður ferðinni.
Áöur en lagt er af staö frá ein-
um viökomustaðnum, er pantað-
ur símleiöis morgunverður, há-
degisveröur og kvöldverður á
næsta viðkomustað. A lltilli
brautarstöð héldum við kyrru
fyrir I fjórar klukkustundir, þvi
að Cantineroinn átti kassa af góðu
vini.
Lestarstjórinn setur á fulla ferð,
þvi aö honum gest ekki að matn-
um.
A brautarstöð nokkurri
skammt fra brasillsku landa-
mærunum hugðumst við nota
fækifæriö til að skoða okkur um i
þorpinu. En við vorum ekki
komnir nema nokkra metra, þeg-
ar lestarstjórinn blés aftur til
brottferðar. Við hlupum til baka
sem fætur toguðu og stukkum upp
i lestina á siðasta andartaki.
Astæðan til þessarar skyndilegu
brottferðar: Áhöfninni þótti mat-
urinn á brautarstöðinni vondur.
Hann hefur þó áreiðanlega
verið lystugri en maturinn, sem
okkur býðst til kaups á brautar-
stöðvunum. Til þess að losna við
að borða hann, nærumst við aðal-
lega á niðursoðnum matvörum úr
bakpokunum og vini úr flöskum,
sem við látum fylla við og við.
Óreglulegar ferðir lestanna
hafa iðulega hinær ægilegustu af-
leiðingar. A landamærum Argen-
tinu og Bóliviu, I Villazón, hittum
við iðnrekanda frá Buenos Aires.
„Sinkbræðslan min hefur ekki
haft hráefni vikum saman”,
kvartaði hann. Þremur mánuðum
áður hafði hann pantað hráefni
frá Bóliviu. Farmurinn var send-
ur af stað á sérstökum járnbraut-
arvagni, en hann kom aldrei alla
leið. ,,Þá ákvað ég að fara sjálfur
að leita”, sagði maðurinn. ,,Ég
fann vagninn á teinum hinum
megin landamæranna og enginn
vissi, hvernig hann hafnaði þar”.
Við vissum ekki heldur, hvort
viðkæmumst nokkurn tima þang-
að, sem ferðinni var heitið. En við
lærðum með hverjum deginum,
sem leið, nýjar aðferðir til þess að
gera ferðina sem þægilegasta.
Þannig áttuðum við okkur á þvi
einn gððan veðurdag, að miklu
þægilegra var að hafast við i
gripavögnunum en þröngum
farþegavögnunum, þar sem mað-
ur sat klemmdur milli annarra
farþega. 1 gripavögnunum var
hægt að hreiðra ágætlega um sig.
En þar varð brátt þröng á þingi
lika. Bóliviska flutningalestin,
sem við fórum með slfðasta spöl-
inn að brasilisku landamærunum,
var svo þéttsetin, að slegist var
um hvern þumling i henni. Sterkir
indiánarnir voru fljótir að verða
sér úti um plássið i innstu hornum
klefanna og hlóðu þar kringum
sig farangri sinum, sem var ákaf-
lega margbreytilegur. Þeir voru
með koppa og kirnur, mótorhjól,
kalkpoka og lifandi hænsni. Við
gátum með naumindum holað
okkur niður við dyrnar, en við
höfðum lika útsýni.
Þvi miður reyndist útsýnisstað-
urinn vera sá versti i öllum vagn-
inurn, þvi að þar var hræðilega
kalt á nóttinni. Við urðum að
klæðast öllum fötum, sem við
höfðum meðferðis, áður en við
skriðum ofan i svefnpokana.
En kuldinn var ekki það versta.
Á hverjum viðkomustað klifruðu
nokkrir samferðamanna okkar
yfir okkur. Þeir voru komnir á
áfangastað og við lágum fyrir út-
ganginum.
Um morguninn sáum við á kfló-
metravisi við veginn, að við höfð-
um ekki farið nema fimmtiu kiló-
metra um nóttina. Við ákváðum
að lita ekki á klukkuna aftur fyrr
en við værum komnir til Brasiliu.
Fórum við rétta leiö? Spurt á 25.
degi:
Loks vorum við komnir á
áfangastað — til Rio de Janeiro
eftir tuttugu og fimm daga ferða-
lag. Og við spurðum sjálfa okkur:
Hvar var þessi nýja járnbrautar-
llna, sem okkur hafði verið sagt
frá nokkrum vikum áður? Við
höfðum ferðast með óteljandi teg-
undum og árgerðum lesta, en
þetta gat ekki verið nýja leiðin,
sem svo mikið hafði verið látið af.
Var til einhver önnur leið?
Þessari spurningu okkar
svaraði suður-ameriskur járn-
brautasérfræðingur: „Þiö fóruð
rétta leið. Og hún er hreint ekki
ný. En þótt lest fari af stað á rétt-
um tirffti, veit ekki nokkur lifandi
sála, hvenær hún kemur á
áfangastað. Það er gömul saga”.
Hvað um það! Við komumst
alla leið.
B O L I V I E N /
La Paz _ \
• SantaCruz\
Sucre
Potosi,
'Villazóm
xx v->
URUGUAY
lontevideo i
Santiago
Arica
lquique„
Santos
TiticacaÁ
> \
Járnbrautir
Leiðin
/d see
Corumbá
Sa^atno