Vikan - 13.03.1975, Page 10
að byggja?
GRENSÁSVEG118,22,24
SÍMAR: 32266-30280-30480
oósiurinn
Gitarkennsla í
bréfaskóla
Blessaður Póstur góður og gleði-
legt ár!
Jæja, best að koma sér beint að
efninu. Hvaða aldur og hvaða
menntun þarf ég að hafa til þess
að komast i fóstruskóla? Er hægt
að læra á gitar i bréfaskóla? Ef
svo er, hva.ð kostar það þá?
Hvaða merki passa við fiskinn?
Geturðu lesið eitthvað úr skrift-
inni? Og hversu gömul heldurðu,
að ég sé? Þakka góð svör við hin-
um bréfunum minum. Hvað þýðir
nafniö mitt? Ekki birta það samt,
það er svo ljótt. Blessaður,
Sissa Hilla
Siðari hluti nafns þins er val-
kyrjuheiti og merkir sterk kona,
fyrri hlutinn skyldur orðinu sigur,
og ólfkt finnst mér það fallegra en
dulnefnið, sem þú velur þér. Ald-
urstakmark til inngöngu I Fóstur-
skóla tslands er 18 ár, og æskileg
undirbúningsmenntun er próf upp
úr framhaldsdeildum gagnfræða-
skólanna á uppeldissviöi. Sam-
kvæmt auglýsingu i 38. tbl. Vik-
unnar 1974 býður Bréfaskóli S.t.S.
og A.S.t. upp á gitarskóla I 8 bréf-
um með lögum á nótum, kennari
Ólafur Gaukur hljómlistarmaöur
og námsgjaldið er kr. 1.200.00
Skriftin bendir til þess að þú sért
draumlynd og svolitið óákveðin,
og ég giska á, að þú sért 15 ára.
Liggur oft viö gráti
Kæri Póstur!
Þú verður að hjálpa mér að
ráða fram úr þessu vandamáli.
Ég er oft áð velta þvi fyrir mér,
hvort ég sé eitthvað afbrigðileg,
þvi að stundum þegar ég er i ein-
rúmi, þá get ég farið aö gráta,
stundum rétt væli ég, en oftar
græt ég þungt. Það er ekki nóg
með það, að ég gráti i einrúmi,
heldur liggur mér oft við gráti, ef
einhver talar höstuglega til min,
eða ef krakkarnir i skólanum eru
að setja út á islenskuna mina.
Einnig ef ég horfi á sorglega
mynd, þá renna tár niöur kinnar
mér, en komi eitthvað ógeðslegt,
þá grip ég aftur á móti fyrir aug-
un. Ég vona, að þú skiljir eitthvað
I þessu og getir þar af leiðandi
hjálpað mér eitthvað.
Siðan eru það nokkrar af þess-
um vanalegu spurningum: Hvað
lestu úr skriftinni? Hvað held-
urðu, að ég sé gömul? Hvernig
eiga vog og naut saman? En vog
og tviburar?
Þú fyrirgefur vonandi mál-
fræði- og stafsetningarvillur, en
ég er kannski ekki alveg nógu góö
ennþá i islenskunni.
Ruth.
Mér skilst á bréfi þlnu, að þú
munir vera tiltölulega nýflutt til
landsins eftir alllanga fjarveru,
og það á eflaust sinn þátt i erfiö-
leikum þinum. Ég held þú sért
ekki meira en 12-14 ára, og á
þeim aldri er svo margt að gerast
I likama og sál, aö það getur haft
truflandi áhrif á taugakerfiö og
tilfinningalifið. Reyndu að taka
ekki nærri þér, þótt skólafélögum
þinum verði á að smástriða þér á i
islenskunni þinni, þau meina
áreiöanlega ekkert illt mcð þvi.
Reyndu að eignast góöa vini og
fjöibreytt áhugamál til þess að
dreifa huganum, og leggðu þig
fram um að læra lýtalausa is-
lensku. Annars máttu trúa þvi, að
þú ert ekki ein um það að eiga
svoiitið erfitt með tárakirtlana,
þegar eitthvað sorglegt ber fyrir
augu, eða vilja sfður horfa á eitt-
hvað ógeðslegt. Það bendir bara
til svolitillar viðkvæmni og góðs
hjartalags, enda er það einmitt
það, sem lesa má út úr skriftinni.
Vogin verður að leggja til skilning
og bliöu og gæta þess að gefa ekki
átyllu til afbrýöisemi, og þá farn-
ast henni vel, hvort heldur með
nauti eöa tvíburum.
Ekki bara i hálfhring
Kæri Póstur!
Mig langar til að leita til þin
með smá vandamál. Þannig
standa málin, að ég var með ein-
um strák fyrir tveimur árum. Ég
hitti hann stundum, og þá erum
við yfirleitt saman. Siðast þegar
ég sá hann, var hann að dansa við
stelpu, en þegar hann kom auga á
mig, kom hann strax til min, og
vorum við þá saman. Ég get ekki
þolað svona sambönd. Hvernig á
ég að snúa mér fyrir utan i hálf-
hring? Siðan þetta venjulega:
Hvað lestu úr skriftinni? Ath! Ég
er ekki ein af þessum móður-
sjúku. Disa
Nei, liklega ertu ekki ein af
þessum móðursjúku. skriftin
bendir til þess, að þu sért lalsvert
jarðbundin og raunsæ og viljir
hafa allt á hreinu. Og þaö er ein-
mitt það, sem þú skalt gcra I
sambandi við strákinn, þú skalt
reyna að fá samband ykkar á
hreint, eða þá að snúa þér i heilan
hring og þar með við honum bak-
inu.
Sandra og Helga
Kæri Póstur!
Mig langar að spyrja þig nokk-
urra spurninga.
Hvað þýðir nafnið Sandra? 2.
En Helga. Ég hef aldrei skrifað
þér áður. 3. Hvaö heldur þú, að ég
sé gömul? Ég vona, aö þú getir
svaraö þessum fáu spurningum.
Bless, einforvitin.
Sandra veit ég ekki hvað merk-
ir, en Helga þýðir einfaldlega hin
heilaga. Og ælti þú sért ekki
kannski 11 ára.
10 VIKAN ll.TBL.