Vikan

Útgáva

Vikan - 13.03.1975, Síða 23

Vikan - 13.03.1975, Síða 23
Rauöar eru rósirnar smásaga eftir John Davies. Fræöimenn þakka þetta land- fræöilegri legu Fairmead og sér- stökum eiginleikum jarövegsins, en hvorugt er rétt. Fairmead er svart og hvitt hús frá timum ElisabEtar fyrstu Eng- landsdrottningar. Þaö er 35 mllur frá London, I Berkshire-héraði. Þaö var byggt áriö 1587 af John Beaumont, fjarskyldum ættingja Roberts Devereux, jarls af Essex, en jarlinn var I miklum metum hjá drottningu. Fyrstu árin á Fairmead liðu sem ljúfur draumur. Strax og húsiö var fullgert kvæntist John Beaumont fallegri franskri konu, og fjölskyldan stækkaöi hratt. A fyrstu fimm árum hjónabandsins eignuöust þau fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Gamli rósagarðurinn var gjöf John Beaumont til konunnar I til- efni fæöingar fyrsta barnsins, sem var sonur. Skeljagöngin voru byggð nokkrum árum siðar. Þau saman standa af nokkrum litlum hellum, sem eru innbyrðis tengdir meö göngum og klæddir skeljum. Lltill lækur rennur eftir göngunum og endar I tjörn, sem var vatnsgjafi garösins — og er reyndar enn aö nokkru leyti. Það þótti skemmtilegt upp- átæki aö láta gera þessi göng, og þau vekja enn mikla hrifningu gesta, sem koma til Fairmead. Flestir, sem koma inn i göngin, viöurkenna, aö þeir verði fyrir einhverjum áhrifum þar inni, og oft hlæja þeir svolitiö óstyrkir, þegar þeir lýsa þvi yfir. Þeir hafa einnig á oröi, hve undarlega hrá- slagalegt sé inni I göngunum, einkum viö tjörnina litlu. En snúum okkur aftur aö sögu Fairmead. A fyrstu árunum var þaö, eins og ég hef sagt, glaðvær staöur. 1 húsinu sátu kærleikur og kátina við völd, ekki aöeins innan fjölskyldunnar, heldur og meðal starfsfólksins. Til dæmis var garöyrkjumaöurinn, Walter, mjög ástfanginn af Rósu Summers, einni af eldabuskun- um. Þaö var daginn, sem fjóröa barn húsráðenda fæddist, sem Rósa og Walter bundust tryggöa- böndum. Þáu ætluöu aö elskast aö eilifu og aldrei að skilja... Þau gat ekki grunaö á hve dapurlegan hátt óskir þeirra áttu eftir aö rætast. Þaö var siöla árs 1600, sem ský tók aö draga fyrir sólu á Fairmead. Þaö var þá, sem Essex jarl kom. Hann var fallinn I ónáö hjá Elisabetu drottningu og var aö undirbúa uppreisn gegn henni. Tilgangur hans meö heim- sókninni til Fairmead var aö fá John Beaumont á sitt band. Hann fékk ekki sitt fram. John Beaumont var tryggur drottningu sinni. En hann var lika hygginn og forsjáll maður. Honum var of annt um öryggi fjölskyldu sinnar, til aö hann segöi jarlinum strax hug sinn. Hann reyndi aö leika tveimur skjöldum, en þvi miöur varö.þaö ekki til annars en auka erfiöleikana. 1 von um að koma máli sinu fram framlengdi jarlinn dvöl sina á Fairmead. Þaö átti eftir að veröa notað á móti John Beaumont, þegar að uppgjöri kom. En dvöl jarlsins haföi einnig skjótari og alvarlegri afleiöingar. Meöan hann dvaldist með fylgdarliöi sinu á Fairmead, fór einn af liðsmönnunum, eöa hugs- anlega jarlinn sjálfur, aö veita Rósu litlu Summers athygli. Hún var fögur sem nýútsprungin rós. Hvað gerðist eftir það hefur aldrei veriö upplýst að fullu. Allt, sem John Beaumont og fjölskylda hans fengu aö vita var, aö eina nótt heyröust óp og vein og um morguninn fannst lik Walters, garðyrkjudrengsins, á grasflötinni i gamla rósagaröin- Um. Rósa Summers var horfin. Astæöan fyrir þvi, aö þetta mál var aldrei upplýst, er kannski sú, aö enginn lagöi sig fram um þaö. Þvi var slegiö föstu, aö jarlinn, eöa einhver úr liöi hans, heföi numiö Rósu og brott og Walter heföi veriö drepinn, þegar hann ætlaði aö reyna aö koma j veg fyrir þaö. Hann haföi áreiöanlega falliö fyrir karlmannshendi, þvi hann haföi veriö lagöur I gegn meö sveröi. Liklegast þótti, aö Rósa heföi veriö flutt meö leynd til London — þaö var ekki I fyrsta skipti, sem slikt geröist. Kannski væri hægt aö áfellast John Beaumont fyrir aö hafa ekki fylgt málinu eftir, en þaö er auö- skiliö, hvers vegna hann geröi þaö ekki. Það var meira i húfi en örlög eldabusku og garöyrkju- drengs. Og enginn gat hvort eö var veriö óhultur um lif sitt, þegar pólitisk óvissa var jafn mikil I landinu. Upp frá þessu færöi Fairmead ibúum sinum ekki annaö en óhamingju. John Beaumont var flækt saklausum inn i Essex-svik- in og hann siöan rekinn I útlegö meö fjölskyldu sina. Fairmead var gert upptækt og rann til drottningar, en hún gaf staöinn á gamalsaidri ungum manni, sem hún hafði dálæti á. Hver hann var skiptir engu máli I þessu sam- bandi. Upp frá þessu var eins og Úhöppineltu Fairmead. Sum voru venjuleg óhöpp, sem elta mann- kynið hvar sem er, en ööru hverju gerðust atburöir, sem voru svo ótrúlega likir hvarfi Rósu og láti garöy rk judrengsins. 1 hvert skipti hvarf kona á óskiljanlegan hátt, og i hvert skipti heyrðust óp og vein nóttina, sem hún virtist hafa oröið upp- numin. Ekkert lik var sjáanlegt daginn eftir, en fótspor sáust og grasið var troðið. Fram til þessa hafa fjórar kon- ur horfið á þennan hátt. Allar hafa þær verið ungar og fagrar. Ein var eiginkona landeiganda, önnur dóttir, ein unnusta, og ein var þjónustustúlka, eins og Rósa litla Summers. Þær áttu allar eitt sameigin- legt. Þær höföu veitt bliöu sina ut- an hjónabands. Arið 1644 gaf laföi Cicely sig á vald hershöföingja einum I von um aö geta þannig bjargaö lifi húsbónda sins, sem fylgdi krúnunni aö málum. Um þaö bil öld slðar, áriö 1720, geröist heimasætan á Fairmead ástmey gamals, riks manns, I von um aö geta þannig bjargaö viö fjárhag fööur slns. Arið 1815 veitti þáver- andi heimasæta á Fairmead unn- usta sinum bliöu sina, þegar hann kom heim af vigvellinum, særöur banvænu sári. A siöasta valdaári Viktoriu drottningar þýddist ung vinnu- kona húsbónda sinn til að komast hjá þvi aö veröa rekin úr vistinni og lenda á sveitinni. Opin og vein- in nóttina, sem hún hvarf, voru hærri og átakanlegri en heyrst höföu, siöan Rósa litla Summers hvarf mörgum öldum fyrr. Engin þessara kvenna var vond kona. Þær höföu ekki gert mikiö af sér, ekki frekar en Rósa litla Summers. Hún var aöeins of ein- föld, saklaus og eftirlát — þaö var allt og sumt. Hún geröi sér aldrei grein fyrir þeirri hættu, sem hún var i. Walter haföi séö hættuna, og hann haföi þrábeöiö hana um aö hlaupast á brott meö honum. Þaö væri sama hvert þau færu, ef þau gætu aðeins veriö saman. Hún haföi ekki sinnt þvi, en veriö meö glens og gaman, þar til þaö var um seinan. Þangaö til hún var tekin meö valdi og Walter hljóp beint á sverösoddinn — i dauöann. Nú á Anna, dóttir núverandi eiganda Fairmead, von á gesti frá London. Ungum manni. Hann er aöeins kunningi hennar, en það er mjög liklegt, aö hann fái vilja sinum framgengt meðan hann er hér. Hún mun veitast honum eftirlát, fyrir þá sök eina, aö hún vill sýna honum, aö hún sé heims- kona, en ekki saklaus sveitastelpa. A þessum siöustu og verstu timum kann honum aö finnast þetta smámál og kannski henni lika. En meö þessu mun hún gera kvenlegu eöli meiri skömm til en aumingja Rósa litla Summers og allar hinar. Og ef hún gerist brotleg á þenn- an hátt, veröur hún aö gjalda fyrir það. Hvers vegna ætti hún ... hvers vegna ætti nokkur þeirra aö fá að lifa, úr þvi Rósa litla Summers varö aö deyja fyrir minni sök? Vafalaust munu þeir rannsaka skeljagöngin aftur. Geri þeir svo vel. Þeir munu aldrei finna leyni- staöinn. Sagt er, aö eftir aö svona lagaö kemur fyrir blómstri rósirnar meira og séu dekkri en ella. Þær ættu að veröa rauöari I sumar en þær hafa veriö lengi. Aö vanda munu gestir dást aö blóö-rauöum litnum. Þeir munu koma meö kenningar um, hvernig á þvi standi, aö garöurinn haldist svo ótrúlega snyrtilegur. Eg gæti sagt þeim þaö. Eg gæti sagt þeim svo margt. Þvi ég, Walter, hef veriö garöyrkjumaö- ur hér á Fairmead i — já, I nær fjögur hundruð ár. ll.TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.