Vikan - 13.03.1975, Qupperneq 26
Guðna Þórðarson kannast kannski ekki
allir við, en heyrist Guðni i Sunnu
nefndur, eru flestir með á nótunum. Oft
hefur gustað um — og kannski ekki siður
af — Guðna, enda hefur hann um langt
árabil verið mikill umsvifamaður á sviði
ferðamála. Hann hefur fengið orð fyrir
að vera óbilgjam og harður i hom að
taka, en sjálfur segist hann ekki biðja um
annað en fá að sitja við sama borð og
aðrir, sem stunda fólksflutninga. Um
Guðna má með sanni segja, að hann er
sifellt á ferð og flugi, og það ætlaði ekki
að ganga of vel að setja hann niður til
viðtals. Upphaflega var ætlunin að tala
um allt annað en ferðamál, en lesendur
verða að taka viljann fyrir verkið. Talið
hlaut að snúast hvað eftir annað um
ferðamál. Þó kom ýmislegt upp, sem
ólfldegt er, að margir hafi haft vitneskju
um. Það er t.d. á fárra vitorði, að sjálfur
forstjóri Air Viking er að læra að fljúga
og er kominn fast að einkaflugmanns-
prófi. Og einhverjum kann að þykja það
skemmtileg tilhugsun, að Guðni hefði
helst viljað vera bóndi uppi i Borgarfirði,
ef hann hefði ekki lent svona á bólakai i
ferðaútveginn.
■ jl '■ f: ^ r i
(• * * f a, |: .# í| 4 ♦ ♦ ,.Jn ‘