Vikan

Issue

Vikan - 13.03.1975, Page 29

Vikan - 13.03.1975, Page 29
Arngrimur Jóhannsson er yfir- flugstjóri Air Viking, og hér viröa þeir Guöni fyrir sér heiminn, sem þeir hafa báöir skoöaö nánar en af hnattlikani. fyrir úrbótum á þessu sviöi. Sko, almenningur hér er raunverulega fangi Atlantshafsins, islendingar eiga allt sitt undir þvi aö komast loftleiöis á milli landa, þeir geta ekki stigiö upp i lest eöa eigin bil eöa jafnvel bara upp á reiöhjól og komist þannig til aö sjá sig um i heiminum eins og aörir evrópu- búar. Þeir eiga meiri rétt á hag- kvæmari og fjölbreyttari kjörum I feröum milli landa en flestar aörar þjóöir, og ef einhver aöili vill gefa islenskum almenningi kost á þvi aö komast ódýrt yfir hafiö, ætti þaö aö vera ástæöa til oröuveitinga — ef oröur væru ein- hvers viröi — en ekki ofsókna. — Hefuröu engan áhuga á þvi, aö islendingar skoöi sitt eigiö land? — Jú, vissulega er ég hlynntur þvi. En ég tel islendingum, eins og raunar öllum öörum þjóðum, nauösynlegt aö geta ferðast til annarra landa. Þaö hefur ekkert breyst, sem sagt var endur fyrir löngu, aö vitrari er sá, sem viöa fer, heldur en sá, sem heima er. — En þeir, sem fara beint til Mallorca og liggja þar i sól i hálf- an mánuð og drekka romm og kók, en hafa kannski varla komið út fyrir Reykjavik eða þann stað, sem þeir eiga heima á, eru þeir nokkru vitrari eftir en áður? — Nei, það er alveg rétt, aö fólk ferðast á mismunandi hátt. En af öllum þeim þúsundum, sem árlega ferðast til útlanda, eru sem betur fer fáir, sem fara til þess að drekka romm og kók, og þeim fer heldur fækkandi, virðist mér. Astæðuna tel ég m.a. þá, að fólk er farið að kynnast lifi og siöum annarra þjóða,og það lærir að umgangast áfengi á eðlilegan hátt eins og aðrar þjóðir gera. Að þvi leyti má segja, að það sé vitr- ara eftir en áður. — Hefur þú sjálfur ferðast mikiö um lsland? —Ég hef feröast mjög mikiöum Island, sérstaklega á blaða- mennskuárunum. Ég held ég hafi þá komið til allra landshluta og flestra byggða á lslandi og sumra oft og mörgum sinnum. Mér finnst mjög æskilegt, að fólk ferð- ist um eigið' land og kynnist þvi sem best, en við verðum að játa þaö, aö veöráttan á Islandi er þannig, aö viö erum oft búin aö fá meira en nóg af henni hversdags, og fólk hefur bæði i likama og sál þörf fyrir aö breyta til og sjá sig um i veröldinni. tslendingar vinna langan vinnudag, ég held þeir vinni meira og harðari vinnu en margar aðrar þjóöir og sé þvi nauösynlegt aö eiga kost á þvi að feröast og breyta til. Og ég vil bæta þvi viö, aö það er algjör misskilningur, að islendingar feröist meira en aðrar þjóðir, frændur okkar á Noröurlöndun- um feröast t.d. miklu meira til útlanda en viö. — Hvernigstóð annars á þvi, að þú valdir ferðaútveginn sem starfsvettvang? — Það var algjör tilviljun. Raunar þykir mér gaman aö ferðast og hef alltaf haft mikinn áhuga á löndum og þjóðum, en þaö var fyrir hreina tilviljun, aö ég fór ögn aö vinna viö svona hluti, meöan ég var ennþá i blaöamennskunni, og þegar mér fannst timi til kominn aö breyta til,þáfórégalvegyfiri þetta. Nú, breytingin varð minni en ég reiknaöi meö, þvi að þessi störf eru talsvert lik i eöli sinu. Hvoru- tveggja er erilsamt, þaö er alltaf mikiö að gerast á báðum þessum vigstöövum, bæöi störfin eru fólg- in i þvi aö hafa samband viö fólk og persónuleg kynni af mörgu fólki, þannig aö þetta reyndust mér ekki eins mikil umskipti og ég reiknaöi meö. — Nú sem stendur er mikil óvissa rikjandi i gjaldeyrismál- um þjóöárinnar. Ertu ekkert ugg- andi um hag ferðaútvegsins? — Það verða sjálfsagt talsverðar breytingar á næstu vikum og e.t.v. mánuðum. Hins vegar hef ég þá trú, að islendingar eigi að geta búið við betri kjör en flestar aðrar þjóöir og hafi raunar gert það að undanförnu, þótt reikningslega hafi efnahagur landsmanna gengiö úrskeiöis i bili. Viö eigum kannski ekki gull i jöröu, en viö erum mikil matvörufram- leiðsluþjóö, og þaö verður vist seint of mikið framleitt af matvöru i heiminum. Framleiösla islendinga á þvi sviöi er meiri en flestra annarra þjóða. — Ég geri ráð fyrir þvi, að fyrst i staö komi aðalbreytingin fram i þvi, aö fólk leiti enn meirá eftir þvi aö fá sem mest fyrir pening- ana sina. Og þar tel ég, að Sunna standi vel að vigi i samvinnu viö Air Viking. Þvi að þótt vafalaust dragi eitthvað úr ferðalögum is- lendinga i bili, kemur það einna siöast niður á svona rekstri, sem hefur alla aðstöðu til að standa sig i samkeppninni. Það verður bara ennþá meiri munur á skipulögðum hópferðum i leiguflugi og áætlunarflugi, gæti jafnvel verkað sem aukning á þessa tegund starfsemi, sem við erum með. — Þetta hljómar eins og striösyfirlýsing. — Það ber samt ekki að taka þaö svo. Þaö getur m.a.s. vel veriö, aö ég sæki um leyfi stjómvalda til þess að taka upp reglubundið áætlunarflug, t.d. til Noröurlandanna, á meira en helmingi lægri fargjöldum en nú eiga sér stað,og ég er tilbúinn aö skuldbinda mig til þess að fljúga slikt áætlunarflug allt áriö um kring. — Hefuröu trú á að þú fáir leyfi til þess? — Þaö ætti ekki að vera neitt umræöuefni, ef hagsmunir al- mennings eru hafðir i huga. Þaö segir sig sjálft. — En telja stjórnvöld sig ekki þurfa aö gæta hagsmuna Flug- leiöa hf? — Samkvæmt stjórnarskránni á hlutafélagið Flugleiðir ekki aö hafa nein forréttindi fram yfir 1 1. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.