Vikan

Issue

Vikan - 13.03.1975, Page 35

Vikan - 13.03.1975, Page 35
ef svo vel vill til, að einu sinni eBa tvisvar á ári komi regnskúr. Það gagnar ekki mikið. Sólin er svo heit að hún þurrkar fljótlega þá litlu vætu sem berst. Það er ein ástæðan fyrir þvi, að Bertran ættin er svo hötuð hér um slóðir. — En jafnvel fábjánar gætu ekki látið sér detta i hug að kenna manneskjum um þótt ekki falli regn af himni'. sagði Maxine æst. — Eins og þér kannski vitið, voru Arlac vinin álitin þau bestu i þessu landi, þau voru framleidd i þessu héraði. Forfeður yðar voru auðugir og valdamiklir menn og leiguliðar þeirra höfðu örugga vinnu og það var mjög almenn vesæld hérna. — En hvaða óhamingja dundi yfir þetta fólk? AlanRussel sagði hátlðlega: — Það hófst allt eina skelfilega nótt i frönsku byltingunni. Bændurnir réðust á höllina og kvistuðu niður alla Bertranfjölskylduna. En einn litill drengur slapp. Hann hét Guy og hann var langalangafi yðar. — Það er ekki undarlegt að hann hafi hatað fólkið i Arlac, bændurna, sem drápu alla ætt- menn hans, hélt Alan áfram. — Hann var svo alinn upp hjá einhverjum fjarskyldum ætt- ingjum. Mörgum árum siðar, sneri Guy aftur heim i mannlausa höllina. Frá ferðum sinum um héraðið, þegar hann var barn, vissi hann hvar upptök vatnsins, sem leitt var um allt héraðiö til að vökva vinviðinn voru. A einhvern óskiljanlegan hátttókst honum að stöðva þetta vatnsrennsli og sagði aldrei nokkurri sál frá þvi hvar þessa uppsprettu væri að finna, svo hægt væri að lagfæra áveituna og koma gróðrinum i lag aftur. Sennilega hefur hann veriö að dunda eitthvað I laumi við eðlisfræöi eða einfalda verkfræði, en þoi-psbúar hafa að sjálfsögðu haldið hann stunda galdra og að hann væri i slagtogi viö sjálfan djöfulinn. En allar götur siðan, hefur þessi uppspretta aldrei fundist, en hún hlýtur að vera hér einhvers staðar neðanjarðar. — En með þvi að stöðva áveituna þá var þessi langafi minn ekki eingöngu að eyðileggja fyrirbændunum, hann var lika að grafa undan sinum eigin auðæf- um. Það hlýtur aö vera einhver önnur skýring á þessu öllu. Russel hristi höfuðið. — Hefndarþorstinn svipti hann vitinu. Fram á þennan dag hefur héraðið verið að lognast út af vegna vatnsskortsins og bænd- umir hata Bertran fjölskylduna. Venjulega stendur Arlac höll auð og mannlaus. En faðir yðar var orðinn svo þreyttur á yfirborðs- kenndu lifinu i Paris. Þess vegna kom hann hingað, til aö fá að vera hér I friöi, en honum varð ekki að ósk sinni, hér mætti honum aðeins tortryggni og hatur. Sennilega hefur lika verið farið að ganga mjög á auðæfi hans. 1 næstum hundrað ár hefur þetta vesalings bændafólk hérna barist fyrir lifi sinu, en gerir ekki meira en að draga fram lifið.. Þegar Maxine leiddi hugann að hinu fátæklega fólki i þorpinu, fannst henni skiljanlegt að það AUOlVSlNUASlOf* KWSTlNAa U^-62 8 Gagnkvæmt merkir: að hafi iðgjaldið sem þú greiddir í fyrra reynst hærra en nauðsyn bar til, færð þú endurgreiðslu í ár. Er það ekki ærin ástæða til að þú tryggir hjá okkur ? 1 1. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.