Vikan

Issue

Vikan - 13.03.1975, Page 43

Vikan - 13.03.1975, Page 43
 Fyllt horn Ca. 4 dl. af hveiti 35 gr. pressuger (3 1/2 tsk þurr- ger) 4 msk. sykur 1 egg 100 gr. smjörliki 1—1 1/4 dl. mjólk. Fylling: kurlaður ananas. Penslið og skreytið með sundur- slegnu eggi (sem má taka frá úr uppskriftinni) og perlusykri. Hrærið gerið út i volgri mjólkinni. Blandið saman hveiti og sykri. Myljið smjörlikið saman við og hnoðið deigið ásamt uppleystu gerinu og svo miklu af mjólkinni, að deigið verði hæfilega fast i sér. Skipið deiginu f tvennt og fletjið út i 2 hluta. Skipið siðan kökunni þannig, að það verði 8 jafnir hlut- ar. og setjið ananaskurl á breið- ari endann. Rúllið siðan upp frá breiðari endanum og látið endann snúa niður þegar hornið er mótað. Látið lyfta sér um helming. Penslið og stráið sykri yfir. Bakið I 8—10 minútur við 225 gr. Gróft brauð 1 kg. hveiti 300 gr. rúgmjöl og 300 gr. heil- hveiti 50 gr. pressuger (5 tsk. þurrger) 1/2 msk. salt 1 ltr. volgur vökvi (mjólk, vatn og eða undarrenna.) Vinnið deigið á sama hátt og sagt var fyrir um i fyrri uppskriftum. Látið lyfta sér um helming og hnoðið aftur. Setjið i form, látið lyfta sér á ný og bakið. Afmæliskringla 125 gr. smjörliki 2 1/2 dl. mjólk 40 gr. pressuger (4tsk. perluger) 2 egg 11/2 dl. sykur 1 tsk. kardemommur 10 dl. hveiti 1 dl. gróftsaxaðar möndlur eða hnetukjarnar 1 dl. rúsinur saxað súkkat. Bræðið smjörlikið i potti, setjið mjólkina saman við og látið verða ylvolgt. Leysið gerið upp i hluta af ylvolgri mjólkinni. Þeytið egg og sykur og hrærið gerið og mjólkina saman við. Látið hveitið saman við ásamt karde- mommunum og hnoðið með næstum öllu hveitinu. Stráið hveiti undir og yfir og breiðið rakt stykki yfir, látið lyfta sér um helming. Hnoðið síðan saman á ný. Deigið á ekki að vera fast i sér. Mótið deigið í kringlu (hún verður dálitið ójöfn i löguní.Einn- ig má skipta deiginu i 3—4 hluta og baka lengjur i stað kringlu. Stráið yfir möndlum, rúsinám og súkkati og þrýstið inn i kringluna. Breiðið stykki yfir og látið lyfta sér á ný um ca. helming. Stráið sykri yfir og bakið við 225 gr. i 10—15 minútur eða þar til kakan hefur fengið á sig góðan lit. Prinsessukaka. 75 gr. smjörliki 2 1/2 dl. mjólk 30 gr. pressuger (3 tsk. þurrger) 3/4 dl. sykur 7—8 dl. hveiti. Fylling: 75 gr. smjör eða smjörliki 3/4 dl. sykur 1 dl. malaðar hnetur eða möndlur. Búið deigið til á sama máta og af- mæliskringluna. Fletjið deigið út iaflanganhleif .Breiðið fyllinguna yfir og rúllið öllu saman eins og rúllutertu, dálitið þétt. Skerið sið- an niður i ca. 2 1/2 cm þykkar sneiðar. Dýfið öðrum skurðarflet- inum niður i hveiti og setjið á hveitihliðina i stórt hringform, vel smurt. Látið lyfta sér, penslið með eggi og bakið við ca. 225 gr. i ca 15—20 minútur. Sé ekki pláss fyrir allar sneiðarnar i forminu, má baka þær sérstaklega eins og vfnarbrauð. 11. TB' VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.