Vikan

Issue

Vikan - 13.03.1975, Page 44

Vikan - 13.03.1975, Page 44
ntinn Meöan gítannn blíölega grætur — I look at the world and I notice it’s turning While my guitar gently weeps With every mistake we must surely be learning — Þessar linur eru úr texta Ge- orge Harrison, fyrrverandi Bitils. 'LagiB heitir á ensku — While My Guitar Gently Weeps — og er i tvöfalda albúminu — The Beatles — sem kom út 1969. — Á heiminn ég horfi, ég horfi á hann breytast. Af mistökum hverjum við hljót- um aö læra. — Þó þessar linur hafi veriö ortar sem ástarjátning, fer ekki hjá þvi, aB þær veki at- hygli manns, þegar litiB er á feril Harrisons fram að þessu. Hann hefur nú nýlokið hljómleikaferða- lagi um Bandarikin. Fyrir þaB hefur hann hlotiB afar neikvæða dóma, þegar á heildina er litið. Eftir Bangla Desh hljómleikana, sem slógu algjörlega i gegn, hefur Harrison gengið með þá flugu i höfðinu að gera „comeback” og fara i hljómleikaferöalag um Bandarlkin. Siðustu raunveru- legu hljómleikar, sem Bitlarnir héldu, voru áriö 1966. Siðan þá hefur meginþorri aðdáenda þeirra vonast til þess að sjá þá og heyra á opinberum vettvangi, ef ekki sem heild, þá sem einstak- linga. Þeim hefur orðið að ósk sinni, og þeir hafa allir komið fram sem einstaklingar. En að- dáendur eru einu sinni aðdáend- ur, og þeir vilja alltaf hafa skurð- goðið eins. Það má helst ekki þroskast og breyta um stil. Þetta hafa þeir fjórmenningar Paul, Ringo, George og John samt gert og aðdáendur þeirra tekiö þvi misjafnlega. Sá, sem einna minnst hefur verið i sviðsljósinu, er George'Harrison. Hann hefur sökkt sér niður i indverska trúar- speki og indverska tónlist. Hann hefur notið tilsagnar Ravi Shank- ar, hins heimsfræga indverska trúspekings og sitarleikara, og gerst lærisveinn hans. Það varð þvi úr, þegar Harrison ákvað að fara i hljómleikaferðalag um Bandarikin, að Ravi Shankar á- samt 15 manna hljómsveit skyldi taka þátt og spila á móti honum. Það er m.a. af þeim orsökum, sem hinnar miklu gagnryni hefur gætt vegna þessara hljómleika. Þaö kom fyrir, að Ravi Shankar spilaði meira en Harrison á hljómleikunum. Það gátu aðdá- endur Harrisons ekki sætt sig við. Þeir voru komnir til þess að sjá George Harrison, „fyrrverandi bítil”, leika öll gömlu og góðu lög- in sin og ef til vill eitthvað af þvi nýrra. En það, sem þeir fengu fyrir peningana sina, var háþróuð indversk sitartónlist og jass. Þess utan var George alveg orðinn raddlaus, áður en ferðalagið var hálfnað, og þvi varð seinni hluti feröalagsins hálfgerö martröð bæði fyrir George og þá, er að hljómleikunum stóðu. Þegar verið var að æfa fyrir hljómleikana, kom greinilega i ljós, að Harrison vildi ekki spila gömlu góðu lögin. Það þurfti mik- iö til þess að fá hann til að leika nokkur gömul lög, og loksins tókst að fá hann til þess að taka In My Life af L.P. plötunni Rubber Soul. En það gerði hann meö þvi að breyta textanum dálitið. Það hefur verið sagt um Ge- orge, að hann sé ekki hræddur við að koma fram og taka þvi, sem hann á skiliö. Hann sættir sig ekki við að vera fyrrverandi bitill og spila lög, sem einu sinni voru vin- sæl og munu liklega alltaf vera vinsæl. Hann vill vera George Harrison og spila þá tónlist, sem hann semur i dag. En nú er þvi þannig farið, að á þessum hljómleikum, sem urðu 50 allt i allt, spilaði hann ekki nema litinn hluta sinna eigin laga. Aðstoðarmenn hans, þ.á.m. Billy Preston, léku sin eigin lög og geröu með miklum ágætum. Ar- angurinn varð sá, að hljómleik- arnir voru stundum kallaðir „The Billy Preston Show. Ein gild á- stæða fyrir þvi, að hljómleikarnir fengu svo slæma dóma, sem raun ber vitni, er að Harrison lék þær tvær tegundir tónlistar, sem 44 VIKAN 1 1. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.