Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 4
Vorstiilka Vikimnar í Evuklasóum Guörún Siguröardóttir er dóttir Guðnýjar Árnadóttur og Sigurðar Stcinssonar og á heima i Hrauntungu 38 i Kópavogi. Hún er tvitug, 1.69m á hæð og 54 kg. Guðrún er nú á lokaspretti i stúdentsprófi I Menntaskólanum við Tjörnina. Þar hefur hún stundað nám i nýmáladcild, þvi hún seg- isthafa aihiiða áhuga á tungumálum —tekur ckkcrt eitt mál fram yfir annað. Hún fékk gott tækifæri til að spreyta sig á að tala er- lend mál i fyrrasumar, þegar hún vann sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Fannst henni það ákaflega skemmtileg sumarvinna. Þegar við spjölluðum við Guörúnu, var hún enn alveg óráðin i, hvað hún gerði aö stúdcntsprófinu loknu. Hún hafði mestan áhuga á að koinast utan og læra meira i mál- um, en haföi ekki gert neinar ráðstafanir f þeim efnum, enda meira en nóg að gera i próflestrinum. i fristundum sinum hefur Guðrún m.a. starfaö svolitið i Módelsamtökunum, sýnt föt á tískusýningum og setið fyrir á ljósmynd- um. Hefur hún hug á að halda þvi eitthvað áfram — svona með öðru. Einlit bómullardragt frá PIRETTA. Munstruð skyrtublússa og hattur frá cacharel. 2. Einlitar flauelsbuxur frá IN VVEAR, skyrtu- blússa og velúrjakki frá SÖS og IB. Einlitt kakipils frá RADLEY, einlit blússa og jakki frá SÖS og IB. V Sumarpils og blússa frá CACHAREL, stigvel frá ADIGE. eva 4 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.