Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 15
ÞAÐ SKAL Nú er sumarið komið samkvæmt almanakinu, og ef við fylgdum því nákvæmlega, æftum við ekki að hugsa um annan fatnað nú en sumarfatnað. En veðráttan hjá okk^ ur er nú einu sinni þannig, að sumarfatnaður sá, sem teiknaður er fyrir suðlægari slóðir kemur að tak- mörkuðum notum hér. Og þótt almanakið segi, að það sé júní eða júlí, getur verið nauðsynlegt að taka fram heilsársfrakka! Hugir f lestra eru því bundnari haust- og vetrarf atnaði, og því skulum við til gamans líta á, hverju spekingarnir suður í París spá, að konur muni klæðast á komandi hausti og vetri — þ.e. ef þær ætla að toila í tískunni. Það ætti að verða nóg pláss í þessari kápu. Ermarnar eru ósköp venjulegar, en yf ir þeim er vítt slá. Æ. Við getum kallað þessa yfirhöfn hvort heldur kápu eða síða peysu. Hún er prjónuð og höfð yfir mun síðara pilsi. Hér eru kápa og pils úr sama efni, en pilsið mun síðara. Blússan er ákaflega fínleg með lekum, rykkingum og litlum kraga. Þessi skrautlegi kjóll er tekinn sam- an undir brjóstun- um. Hálsmálið er ferh-yrnt, ermarnar uþpbrettar, og á pilsfaltíinum eru miklar pífur úr öðru efni en kjóllinn sjálfur. Takið eftir skónum. „Smóking-föt" næsta vetrar: slétt pils, opið á hliðinni, úr svörtu satíni, svartir og hvítir satínskór og hvít blússa úr krepefni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.