Vikan

Útgáva

Vikan - 17.07.1975, Síða 4

Vikan - 17.07.1975, Síða 4
skemmdarverk' sé aö ræBa. Um þetta höfum viB gott dæmi á opnu leiksvæöi borgarinnar viö Grænu- hliö. Fyrir rúmum tiu árum skipulagöi ég þar opiö leiksvæði um leiö og ég teiknaöi garöinn kringum dagheimilið Hamra- borg, sem er við hliðina á leik- svæöinu. A þessu opna leiksvæði, sem mér skilst að sé allmikið not- að, er nú umtalsverður trjá- gróður, og hann virðist þrlfast og dafna vel, þótt enginn standi vörð um hann. — Þú hefur gert töluvert af þvi aö teikna leikvelli? — Já, aðallega þó kringum dagvistunarstofnanir. Eitt fyrsta verk mitt á þvl sviði var gæslu- völlur við Bjarnhólastig i Kópa- vogi. Við það áttiég samvinnu víð Svandisi Skúladóttur fóstru og bæjarfulltrúa I Kópavogi, og samstarf okkar var mjög ánægju- legt. Það kom sér mjög vel að fá þannig tækifæri til að starfa með aðila, sem hafði reynslu af barna- leikvöllum, og ég lærði margt af Svandisi. Mjög gagnlegt væri að geta á þennan hátt unnið að fleiri verkefnum, en þvi miður er sjaldnast búið að ráða starfsfólk á dagvistunarstofnanir, þegar þær eru teiknaðar og umhverfi þeirra skipulagt, svo að það vinnur ekki með arkitektunum frá upphafi, sem auðvitað væri það besta. Að visu er þróunin heldur i þá átt, og vonandi verður sá háttur hafð- ur á I framtlðinni. — Hvað telurðu mikilvægast á slikum leikvöllum? — Þeir þurfa vitaskuld að bjóða upp á sem flesta möguleika til leikja og jafnframt að vera skjólgóðir. Eins er það ákaflega þýðingarmikið, að leikvöllum og görðum sé skipt niður i einingar — rétt eins og þegar húsgögnum er raðað niður I stofu — svo sam- ræmi verði eðlilegt og börnin skiptist niður i eðlilega leikhópa eins og af sjálfu sér. — Þetta — að skipta svæðum niður i einingar — er raunar eitt hið mikilvægasta I allri skipu- Iagningu garða og „landslags”. Stórar tilbreytingarlitlar og skjóllausar gras- eða malarflatir Reynir Vilhjálmsson garðarkl- tekt. A gípsluvelli viö Bjarnhólastig I Kópavogi. Steinarnir mynda- rými, sem bjóöa upp á tækifæri til ýmissa leikja. Heimurútaf fyrir sig. Leikvöllur við dagheimilið viö Sólheima.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.