Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 4
þungum kili eru óhugsanlegir hér, þvi að þá er ekki hægt að draga á land. Það þarf alltaf hóp manna til að ýta báti á flot. Þeir bretta upp buxnaskálmarnar og setja bátinn með samstilltu átaki. Siðan klifra mennirnir um borð i bátinn og róa til fiskjar. Bylgjandi hafið og lifið á, ströndinni eru slagæðar lifsins i Nazaré. Allar götur liggja niður til strandar. Mestallt félagslif bæjarins fer fram á götum úti og niðri á ströndinni. A ströndinni er dyttað að bátun- um og þeir málaðir, þar eru netin bætt og linurnar beittar. Þar leika börnin sér og þar er gert að aflan- um. Þar eru tegldar árar úr kassafjölum. Á ströndinni hitta menn ættingja sina og vini. Þar eru fréttirnar sagðar og brúðkaup ákveðin. Á ströndinni gerast atburðirnir. Þangað berst einnig blistrið frá fisksölutorginu, þegar salan hefst. Konurnar annast fisksöluna. Ungar nýgiftar stúlkur i stuttum kjólum — en enn i sjöföldum undirpilsum — ganga frá strönd- inni með fiskkörfur á höfðinu. Allar á leið á fiskmarkaðinn. Það er selt mörgum sinnum á dag. Fiskurinn er seldur glænýr úr sjónum. En áður fyrr ferðuðust konurnar alit að 25 kilómetra með fiskkörfurnar á höfðinu til þess að bjóða nýjan fisk til sölu i ná- grannahéruðunum innar i land- inu. Nú hafa bilarnir létt þessum flutningum af þeim. En fólkið i Nazaré hefur ekki tekið neinar aðrar tækninýjungar i þjónustu sina. Þar er hvorki djúpfryst né saltað. Þar eru eng- ar sjálfvirkar pökkunarvélar, sem pakka i kassa, sem á stendur Made in Portugal. Aðrir i landinu sjá um þann þátt fiskiðnaðarins. Mikið af veiðinni fer til dag- legra nota. Þúsundir potta og panna biða aflans i Nazaré. Inn á milli húsanna má ætið finna þef af steiktum sardinum. Fiskurinn er seldur i kippum. Stórum eða smáum eftir hentug- leikum: 23, 22, 21, 19 — og „Chui!” Aflinn er seldur. Hann verður að brauði og vini og nýrri flik við og við. Það er skynsamlegt á marg- an hátt, að konurnar skuli selja aflann, álitur Silvino, sem hefur ekkert á móti þvi að ræða kjör ibúanna i Nazaré. — Það losar ekki aðeins karlmennina við það, svo að þeir geta einbeitt kröftum sinum að veiðinni, sem krefst meiri likamsburða, heldur getur einnig gift kona haldið áfram að selja fisk, þótt hún verði ekkja. Hún verður ekki byrði á fjölskyld- unni. Þess vegna er þetta skyn- samlegt fyrirkomulag, og við er- um ánægð með það. Silvino liggur einnig annað á hjarta. Fólk, sem kemur við i Nazaré, kann að álykta sem svo, að karlmennirnir liggi alltaf niðri á ströndinni og láti sér liða vel. Bcöið uns iimi er kominn til að vitja netanna. Það kann að lita út eins og þeir annað hvort hafi ekkert að gera eða nenni engu. — En þannig' er þvi ekki varið Þvi áður en þessir ferðamenn hafa opnað augun á morgnana til þess að gæta að þvi, hvort sólskin sé úti, hafa sjömennirnir verið á fótum i margar klukkustundir. Þeir hafa jafnvel dregið netið einú sinni. Þeir hafa jafnvei lagt einu sinni að landi og eru farnir út aftur. Þeir hafa kannski sett sar- dfnuaflann i kassa og hengt til þerris. Og svo biða þeir ef til vill eftir þvi að draga netin I annað eða þriðja sinn þennan dag og á meðan spjalla þeir við konu sina og leika við börnin. — Veiðiaðferðir okkar eru margvislegar. Við erum að veiðum allan daginn, en stundum verðum við að biða. Það er ekki hægt að draga nema þriðju hverja klukkustund, en við erum að frá þvi sólin kemur upp uns siðasti geislinn hverfur til hafs. Við erum stoltir af þessum vinnu- degi... Silvino klórar sér i gráu skegg- inu og brosir. Hann vonar, að það skiljist, hvað hann á við. Þvi að enda þótt hægt sé endalaust að lofsyngja póesiuna i Nazaré og endalausan taklinn viö alllifið — þa skildi enginn imynda sér, að fólkið þar hlaupi um berfætt og leiki sér áhyggjulaust á strönd- inni. Gömlu sjómennirnir hafa ekki látið tiskuna hafa áhrif á klæða- burð sinn. Þeir hafa ekki hætt að nota svörtu, þykku topphúfurnar sinar. Ekki einungis vegna þess að þær eru góð vörn gegn brenn- andi sólargeislunum og köldum sjógusunum, heldur fyrir þá sök, að háir kollarnir á þeim eru hag- kvæmir til að geyma i ýmsar smámuni, sem ekki er hægt að vera án, og buxurnar þeirra eru vasalausar. I húfunum geyma þeir hnif, svolitið tóbak, snýtuklút og aðra smáhluti. A sama hátt ganga gömlu ekkjurnar svart- klæddar með gamaldags sjöl og höfuðföt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.