Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 18
Eitt af vandamálum hjóna, sem
eiga ungbarn eða börn, er að
koma þeim fyrir á daginn á
meðan þau vinna úti. Barna-
heimili i borginni eru of fá og geta
ekki tekið við öllum þeim böm-
um, sem sótt er um pláss fyrir.
Mörgum foreldrum sem ekki
koma börnum sinum fyrir á
bamaheimilum, tekst að koma
þeim fyrir á einkaheimilum eða
hjá einstaklingum, sem gæta
barnanna á sinu eigin heimili og
sjálfsagt eru fleiri, sem eiga þess
ekki kost. 1 þannig tilvikum
neyðist annað foreldrið, þó oftast
móðirin, eins og dæmin sanna, til
þess að vera heima með barnið.
Þettakemur sér viða illa, einkum
þó fyrir ungt fólk, sem er að byrja
búskap, og þarf nauðsynlega á
þvi að halda, að báðir aðilar vinni
útan heimilis.
Það eru nánast forréttindi fá-
einna hópa að koma börnum sin-
gm á dagheimili, enda er
staðreyndin sú, að þar eru börn
námsmanna og einstæðra mæðra
i miklum meirihluta.
í Kópavogi er ástandið ekki
gott, þvi að þar eru aðeins starf-
rækt eitt dagheimili og tveir leik-
skólar á vegum bæjarins. Það er
þvi ljóst, að margir foreldrar
verða frá að hverfa með börn sin,
hvortsemþeim er það ljúft eða leitt.
M.a. vegna þessa mikla vanda-
máls hóf Aðalheiður Guðmunds-
dóttir, húsmóðir I Kópavogi, og
4ra bama móðir, rekstur dag-
heimilis á eigin vegum, án
nokkurra styrkja frá bæjarfélag-
inu. Þetta dagheimili hefur
starfað i tvö ár og hefur sifellt
verið að stækka, vegna fjölda um-
sókna, og eru þar nú'rúmlega 20
börn.
Aðalheiður býr aö Hrauntungu
61 I Kópav., sem er einbýlishús,
og er barnaheiqiilið á neðri hæð
hússins. t bilskúrnum er geymsla
fyrir barriavagna og lóðin sem er
sæmilega stót, er orðin að litlu
leiksvæði með sandkassa og leik-
tæk jum.
A efri hæð hússins býr Aðal-
heiöur ásamt fjölskyldu sinni og
þar ræddi blaðamaður við hana.
— Ég á- fjórar dætur, sagði
Aðalheiður, sú elsta er 15 ára.
Kona með fjögur börn á erfitt
með að stunda vinnu utan
heimilis. Ég var bundin heima, en
fannst ég ekki geta fúllnægt
starfsvilja minum, svo aö ég tók
að mér að gæta barna hér heima.
Til að byrja með tók ég tvö börn i
gæslu, en þeim fjölgaði smátt og
smátt, og svo fór að lokum, aö
heimilið varð of litið fyrir bömin.
Auk þess fór fljótlega aö sjá á
húsgögnum og öðru á heimilinu,
svo að ég tók það ráðað innrétta
neðri hæðina fyrir barnaheimili.
Að vlsu er það ekki stórt. tæplega
150 fermetrar, en það nægir. Ég
rek mitt heimili með sama fyrir-
komulagi og þau, sem eru rekin
af hinu opinbera, og áöur en ég
fékk leyfi fyrir rekstrinum
kannaði héraðslæknir aðstæður.
Hann lýsti þvi yfir, að hér væri
ekkert að vanbúnaði, og ég hefði
leyfi til þess að hafa 23 börn á
staðnum.
Aöalheiður hefur ekki fóstru-
menntun, en merintuð er hún engu
að siður. — Slðastliðin 15 ár hef ég
lært heilmikið i uppeldisfræði við
að ala upp dætur minar, sagði hún
brosandi, þegar þetta barst i tal.
— Auðvitað kemur það ekki i stað
fóstrumenntunar. en engu að
siður, hefur min reynsla komið
sér mjög vel fyrir mig.
— Núna eru 24 börn hjá mér á
aldrinum 1 og 1/2 árs til 6 ára. 011
nema fjögur eru úr Kópavog-
inum. Ég fæ enga niðurgreiðslu
frá bænum, svo eðlilega þurfa
foreldrar að greiða meira fyrir
börn siná minu heimili en öðrum.
Gjaldið er núna 13 þús. krónur á
mánuði, en ég reyni að halda
verðinu niðri eftir bestu getu.
Flest börnin eru á aldrinum
2ja—3ja ára, og á hverjum degi
förum við með þau á gæsluvöll
hér I nágrenninu, þar sem þau
geta leikiðsér að vild. Leiktækin I
mlnum garði eru engan veginn
fullnægjandi, svo að þetta er
nauðsynleg ráðstöfun. En
krakkarnir kunna vel að meta
það.
— Fyrstu- börnin koma kortér
fyrir 7 á morgnana, og þau
slðustu fara heim um hálf sex.
Hér líður dagurinn likt og á öðrum
dagheimilum, það er föndrað,
byggt og leikið, og margt
Aðalheiður Guðmundsdðttir: Sérhvert barn á að hafa rétt til þess
að vera á dagheimili.
I sandkassanum. Tvœr dætur Aðalheiðar, Arney og Diljá teika sér við börnin
skemmtilegt gert sér til dundurs,
og svo auövitað borðað og
drukkið. Að visu höfum við dálitiö
sérstæöar matarvenjur, ekki
heita máltlð, heldur létta máltið,
en engu að siður næringarrika og
holla. A einum fundi með rauð-
sokkahreyfingunni sem ég sótti’
var talað um, að meira væri lagt
upp úr heitum máltíðum á barna-
heimilum hér á landi en erlendis.
Þar væri meiri áhersla lögð á
fyrirhafnarminni máltlðir)(,en þó
hollar og næringarrikar.
— Auk min starfar hér stúlka,
sem hefur forskólamenntun úr
fóstruskólanum og önnur sem
hefur veitt leikskóla forstöðu, svo
18 VIKAN 43. TBL.