Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 15
fÆRÐFRÆh kcnnara fylgir rökrcttum þræði, þarf ncmandinn ekki að skynja sem slíkt. Hugur nemcnda verður ekki þving- aður til að fylgja braut annars aðila, fremur cn hugur fullorðinna verður það. Nám er miklu flóknari starf- scmi en svo, að alltaf sé unnt að mata þá er ncma eins og tölvu.” Anna getur síðan um helstu leiðir, scm farnar hafa verið til þess að draga úr mötuninni og láta nemend- ur fá tækifæri til að spreyta sig -á fjölbrcyttari vcrkefnum en bækur cinar bjóða upp á, en markmið sýn- ingarinnar í Laugalækjarskóla var cinmitt að leyfa kennurum að þreifa á slíkum viðfangsefnum. Þá gctur Anna stuttlega helstu þátta þeirra brcytinga, scm orðið hafa á srærðfræðikennslu í nágranna- löndum okkar undanfarin ár: ..Áþreifanleg verkefni fá mun æðri scss en áður... Við kennum í stærð- fræði hið huglæga fremur en í nokk- uri annarri grein. En hið huglæga á scr rætur í áþreifanlegum heimi, átti sér flest uppsprettu I honum, og það fer því fjarri að þvinga barn cða ungling til að fást við hið hug- læga áður en það hefur hið hlutlæga á valdi sínu... Hópvinnuverkcfni aukast mjög... Leikir hækka í virðingarsessi, frá því að vcra jólaafþreying tii þess að vcra metnir sem kennsluaðstoð... En margir líta ckki á slíkt starf sem kennslu og nemendur ef til vill síst. Sá árangur, sem unnt er að ná mcð leikjaþjálfun, er þó löngu viður- kennd staðreynd meðal kennslufræð- inga í stærðfræði. Verkefni verða viðameiri og sam- felldari, þó ekki þar með sagt, að þau verði þyngri... Og að síðustu er aukinn skiln- ingur á því, að við gerum ekki námsgrein gagnlega með því einu að tala um gagnsemi hennar. Ánægja af verkefnum, spenningur við lausn þeirra eru haldbetri rök en nokkuð annað. Það sem einu sinni hefur vcrið skcmmtilegt er eftirminnilegra og á því meiri möguleika á að vcrða gagnlegt síðar í lífinu...” í lok greinargerðar sinnar um sýn- inguna setur Anna fram þá hug- mynd, að æskilegt væri að koma upp sérstakri stærðfræðistofu eða stærð- fræðiveri I sem flestum skólum, þangað sem kennarar gætu farið með ncmendur sína til vinnu eins oft og þeim þætti æskilegt. Vlsir að slíkri stærðfræðistofu var á sýningunni I Laugalækjarskólanum, og eins og sjá má á myndunum kunnu kennararnir vel að meta þessi nýju vinnubrögð. Það er því ekki óllklegt,.að nemendur þeirra eigi I framtíðinni eftir að eiga marga ánægjustund við stærð- fræðinám, ánægjustund, sem ella hefði kannski farið I það eitt að reyna að festa sjösinnumtöfluna enn einu sinni I huganum. Ragnhildur Bjarnadóttir var Önnu Kristjánsdðttur innan handar á sýn- ingunni. Hér veltir hún vöngum yfir Combijöfnuspilinu. Kennaramir spreyta sig á verkefnum ERTU ANÆGÐUR? — meö reksturinn? — með ágóðann? — með söluna? — með framleiðsluna? — með bókhaldið? — meö forstjórann? — með starfsfólkið? — með stjórnarfundina? — með andrúmsloftiö á vinnustaö? — meö þjóðarbúskapinn? — með llfið yfirleitt? Ef svarið er já. — Til hamingju Ef þú vilt hins vegar gera betur — hvernig væri þá að kynna sér stjórnunarfræðsiu Stjórnunarfélagsins. Við sendum ókeypis bækling með upplýsingum um 26 mismunandi námskeið, sem eru sniöin fyrir þig. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, Skipholti 37, simi 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS 43. TBL. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.