Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 24
umraL wia ÁRNJt BERGMJt NN BLNOAMANN -Er nú búið að snúa öllu svo ratkilega við hér á íslandi, að blaðamenn séu farnir að hafa viðtöl við blaðamenn? varð Árna Bergmann að orði, þegar ég fór fram á viðtal við hann. Þótt Árna fyndist í aðra röndina sem þarna væri farið svolítið aftan að siðunum, er hann ekki vana- bundnari en svo, að hann galt jáyrði við beiðninni, við mælt- um okkur mót, og ég byrjaði á að beina hinni klassísku spurn- ingu um ættir og uppruna til Árna. -Liklega er ég eins mikill suð- urnesjamaður og hægt er að ætl- ast til, þvi að báðir foreldrar minir og foreldrar þeirra eru af Suðurnesjum. Sjálfur er ég fæddur i Keflavík og alinn þar upp. í þá daga var Keflavík ekki stærri en svo, að í hverjum árgangi barnaskólans var ekki nema einn bekkur. Plássið var með eindæmum skemmtilegt til leikja.-þar var mikið af gömlum skúrum, ónýtum bátum og öðru þess háttar, sem er fullorðnu fólki mikill þyrnir í augum. Á stríðsárunum var líka byggt sjúkrahús í Keflavík, en ekki var fyrr búið að steypa það upp en sveitarstjórnirnar á Suðurnesjum tóku að deila um, hvernig rekstri þess skyldi hagað. Steinkassinn stóð því ónotaður í nokkur ár. - dýrlegur kastali handa' okkur krökkunum að berjast um, enda vopnuðust allir, sem vettlingi gátu valdið trésverðum sínum strax að loknum skóladegi, fóru til sjúkrahússins, þar sem skipt var iiði, og síðan var barist um virkið allt til kvölds. -1 Keflavík var enginn gagn- fræðaskóli, þegar ég var að alast þar upp, en algengt var, að kefl- vískir unglingar færu í Reyk- holtsskóla eftir barnaskólann, og svo var einnig um mig. Sumir liggja unglingum á hálsi fyrir það núna, að þeir séu í vand- ræðum með sig og geti ekkt haldið uppi félagslífi I skólum, en ekki var það björgulegra þá. Við gátum ekki haldið fundi, og við gátum ekki skrifað blað. I hæsta lagi við gætum haldið dansiböll og efnt til táningaásta en þær skyldi enginn almenni- legur maður lasta. -Menntaskólanám stundaði ég svo I Menntaskólanum á Laugar- vatni og var í hópi fyrstu stúd- entanna, sem þaðan brautskráð- ust. Við vorum fá þarna - ekki nema tíu í fyrsta stúdentahópn- um - og það átti sjálfsagt sinn þátt í, hve góður námsárangur- inn var. Mig minnir fúxinn hafi fengið sjö og níutíu í aðaleink- unn. Eftir stúdentsprófin fórum við í þriggja daga skólaferðalag til Snæfellsness, og á balli þar hittum við nýstúdenta úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir gerðu hróp að okkur, „þess- um andskotans kúristum”, - pg að nokkrum verðleikum, því að auðvitað var færra, sem truflaði í fámenninu austur á Laugar- vatni en í Reykjavík. Menn höfðu lítið við að vera annað en lestur, og þótt Menntaskólinn á Laugarvatni væri áreiðanlega rauðasti menntaskóli landsins á sínum fyrstu árum, efuðumst við aldrei um skólann sjálfan sem slíkan. Menn voru kannski eitthvað að fjasa um óeðlilega hátt hlutfall latínu í námsefn- inu, en öllu lengra náði gagn- rýnin ekki. -Haustið eftir stúdentspróf fór ég svo til náms 1 rússnesku og rússneskum fræðum við f ílólóg- Isku deildina í Moskvuháskóla. í Moskvu var ég I alls átta ár og kom ekki hingað heim alkominn fyrr en 1962. Þessi ár 1 Moskvu voru auðvitað lær- dómsrlk og eftirminnileg og ekki sist fyrir þá sök, að þá voru margar hræringar I sovésku þjóðltfi - tuttugasta flokksþingið var haldið, og endurskoðunar- stefna Krútsjoffs var lögð fram. Kannski var Krútsjoff á vissan hátt skammsýnn maður og svo- lítill flautaþyrill - var alltaf að koma með allsherjarlausnir ofan á aðrar allsherjarlausnir - en þetta gerði það m.a. að verkum, að töluvert rót komst á samfél- agið ekki síst á menningarlíf, nýjar raddir og nýstárlegar fóru að heyrast, og menn litu heldur björtum augum til framtíðar- innar. Menn, sem lengi höfðu verið I skipulegri gleymsku, voru endurreistir. Drjúgan þátt í því átti útkoma endurminninga llju Lhrenbúrgs, sem var mikilvirkur rithöfundur og blaðamaður, en þar sagði hann einmitt frá ýms- um mikilhæfum mönnum, sem fallið höfðu I ónáð og verið þag- aðir í hel. Ég man, að Ilja Ehrenbúrg kom í háskólann og las upp úr endurminningum sínum. Múgur og margmenni hópaðist saman til að hlýða á hann. Þröngin var svo mikil, að ég sá aldrei sviðið, enda hékk ég I stiga, sem lá upp á loft, og heyrði ekki nema óm af því sem fram fór, en stemningin var óskapleg. Á þessu tímabili hélt Évtúsénkó einnig sln frægu ljóðakvöld I stórum Iþróttahöll- um, sem yfirleitt þarf korbútolg- ur til að fylla. - Fannsl þér rússar fylgjast betur með menningarlífi en ísl- endingar? - Um það á ég mjög erfitt með að dæma, þvl að I mínum kunningjahópi I Moskvu voru fyrst og fremst stúdentar. En Fólk heldur það hafi verið svo frjálst, þegar það var ' að móta þennan smekk sinn... 24 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.