Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 23
Hún teygði sig í vínflösku um leið og hann gekk út úr dyrunum. o—o Hann var brosandi er hann gekk út úr flugstöðvarbygg- ingu ítalska flugfélagsins og gekk út á bílastæðið sem hann hafði skilið bílinn eftir. Ilena bjargaði sér. Hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur hennar vegna. Skilaboðin bær ust í réttar hendur. Enn dáðist hann að ýmsu í fari hennar. Hver önnur en Ilena hefði haft augun opin fyrir tækifærum á slíkri stundu? Hann hló með sjálf- um sér er honum varð hugs- að til þess hvernig hún hafði gómað þennan unga mann. Það var hvíti Stetsonhattur- inn. Auðvitað reyndist hann vera ríkur texasbúi. Þessi ungi maður yrði talsvert fá- tækari áður en flugferðin væri á enda. Hann gekk út á bílastæð- ið og hélt niður með bíla- röðinni. Þetta var síðla kvölds og fáir bílar á stæðinu. Hann heyrði fótatak, sem var í takt við hans sjálfs. Hann stans- aði andartak og leit um öxl. Þar var enginn. Hann yppti öxlum og hélt af stað á nýjan leik. Enn heyrði hann fótatakið. Hann stansaði til að kveikja sér í sígarettu. Fótatakið hætti líka.- Þegar hann hafði kveikt í sígarett- unni hélt hann áfram. Augnabliki síðar heyrði hann fótatakið. Það var þungt og ákveðið. f þetta sinn var hann viss um að einhver væri á hælunum á honum. Hann hægði ferðina til að athuga hvort fótatak- ið hægðist ekki. Það gerði svo. Nú var hann næstum kom- inn að bílnum. Hann lét rýt- inginn renna niður í hend- ina. Snertinginn við kaldan málminn var róandi. Hann gekk inn á milli bílanna og snerist skyndilega á hæli með rýtinginn í útréttri hendi. „Hver er þar?“ Rödd hans bergmálaði einkennilega á auðu stæðinu. CSISSUR GVURASS E.FTIR. BILL KAVANAGH £. FRANK FLETCUER Nýi nágranninn rekur sorphreinsun. ^Jesús minn. Fjöl skyldan mln yröi al- veg ær, ef hún vissi aö ég þekkti svona fólk. Oh, já, ég gleymdi næstum að segja þér, aö Jói bróðir þinn keyrir einn sorp- Ihreinsunarbilinn. Ateiknuð vöggusett í miklu úrvali. * Áteiknuð punthandklæði, Amma, segðu mér sögu- og Spunakonan. $ HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný & Sttbyjrlurtli ■ Slml 19746 ■ PóittióH 5« - B«y>|«»lli 43. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.