Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 17
 rofinm Smásaga eftir Louis Allegri. stóð Jones og var að tala við lög- reglumann. Það sem eftir var siðdegisins var Fred i öruggu myrkinu i kvik- myndahúsinu I grenndinni og reyndi að grafa upp, hvað hann hafði gert rangt, hvernig Jones hafi komist aö þessu. Hann kom seint heim um kvöldið og sat i stofunni án þess að kveikja ljósið. Svo hringdi siminn. bað var ógnvekjandi að heyra hringinguna. — Hættu, hættu, tautaði Fred og beit á jaxlinn. Loks hætti siminn að hringja. Hann þaut næstum upp af stóln- um, þegar siminn fór aftur að hringja. Hann lét hann hringja langa stund, áður en hann greip tólið skjálfandi hendi og svaraöi hásri röddu: — Já? Ekkert svar. Bara sónninn. Það hafði verið lagt, á. En hver hafði hringt? Gat þetta verið rangt númer? Tvisvar sinnum i röð? Hann fór ekki i rúmið fyrr en undir morgun. En hann gat ekki sofnað. Skúrinn i garðinum dró hann til sin eins og segull, og loks gat hann ekki annað en staðið upp, gengið að glugganum og gægst út. Þarna var ljósiö aftur! t litla ó- hreina glugganum á skúrnum var flöktandi ljós. Það skein i nokkrar minútur, en hvarf svo aftur á sama hátt oj> nóttina áður. Hann var þungur i höfðinu, þeg- ar hann lötraði niður um áttaleyt- iö um morguninn til þess að fá sér bolla af tei. Hann greip ketilinn eins og ósjálfrátt og fyllti hann af vatni. Svo varð honum litið út um gluggann, og þá missti hann ketil- inn i gólfið. 1 garðinum hans stóð lögreglumaður og talaði við Jones, sem var hinum megin við girðinguna. Þetta er augnablik sannleikans, hugsaði Fred, þeg- ar lögreglumaðurinn sneri sér við og gekk að bakdyrunum. Hann skalf i hnjáliðunum, þegar hann fór fram að opna. — Herra Jones hefur sagt mér frá þvi, sem fram fer 1 skúrnum yðar, sagði lögreglumaðurinn. — Já, það fer ekki margt fram- hjá honum, svaraði Fred og þvingaði sig til að brosa. — Hafið þér nokkuð á móti þvi, að ég liti inn i hann núna? — Auðvitað ekki. Fred fylgdi honum gegnum garðinn, og hann sá útundan sér, að Harry Jones fylgdist forvitnsilega með þeim. Engu var likara en augu hans myndu þá og þegar springa út úr hausnum. — Þér hafið vist aldrei séð ljós i skúrnum, sagði lögregluþjónninn. — Æ... jú, ég hélt mig hafa séð ljós þar fyrir nokkru siðan. Það var um kvöld og ég taldi mér svo trú um, að það hefði bara verið missýning vegna tunglsljóssins, laug Fred. — Sennilega hafa þar samt verið óboðnir gestir, sagði lög- reglumaðurinn. — bað kemur sér vel, að konan yðar er ekki heima. Mér er sagt, að hún sé farin... frá yður, er ekki svo? Konur veröa alltaf hræddar við minnsta tilefni eins og þér vitið. Þannig er mál með vexti, að nokkrir þjófar hafa verið ötulir hér i hverfinu að und- anförnu. Ég sagði Jones i gær, að við hefðum þegar varað ibú- ana hér i kring við þeimr en þó sagði hann mér ekki frá íjósinu. bað fékk ég ekki að vita um fyrr en i dag. Hann sagði, að hann hefði reynt að hringja til yðar i gærkvöldi, en þá hefðuð þér ekki svaraö. Þeir voru komnir að skúrnum, og lögreglumaðurinn opnaði dyrnar. — Reykið þér? — Nei, svaraði Fred hissa. — Eg hætti að reykja fyrir mörgum árum. — Hmmmm. Það er öskubakki hér á borðinu sé ég, og einn þeirra reykir greinilega pipu. Það gæti útskýrt þetta undarlega ljós... Hann beygði sig og tók upp tóma rauðvinsflösku. — Þeir hafa greinilega verið að halda upp á innbrotið hérna niður frá I gær- kvöldi. Fred létti ósegjanlega, þegar lögreglumaðurinn lokaði dyrun- um á eftir sér. — Við látum lik- lega nokkra bila vera á verði við húsið yðar i kvöld, sagði hann. — Bara svo þér vitið af þvi, þvi aö komi þjófarnir aftur.... — Já, það er sjálfsagt skyn- samlegt, sagði Fred. Um leið sá hann Jones veifa skóflunni, sem hann hafði fengið lánaöa. —Fred, kallaði hann, — ég ætlaði bara að skila henni. - Hann hallaði sér brosandi yfir girðinguna. Skóflu- blaðið var moldugt. Lögregluþjónninn nam staðar hugsandi á svip. — Við höfum ekki fundið neitt af þýfinu, hugsaði hann upphátt, — og jafnvel þótt það sé ekki sennilegt, getur veriö, að þeir hafi grafið það niöur I skúrnum.... Hann leit á Fred.... — Ég held við ættum að grafa upp gólfið þar til öryggis. Þér hafið ekki neitt á móti þvi, er það? HATTA OG HANNYROAVERZLUNIN Jenný Skóiavörfluttíi 13a • Siml 19746 - PötthéH 51 • RtykjavHt 43. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.