Vikan - 18.03.1976, Page 15
i listasafni íslands stendur yfir,
um þessar mundir sýning á ís-
lenskri poplist, og eiga þar 15 lista-
menn verk, sem eru mjög fjöl-
breytileg og ólík, þótt öll sé hægt
að flokka undir hina svokölluðu
poplistastefnu, sem sá dagsins
Ijós í Bretlandi í byrjun sjötta
áratugsins.
Þeir listamenn, er kenna sig við
stefnu þessa, sækja oft myndefni
sín í auglýsingaiðnaðinn og taka
þá velþekktar framleiðsluvörur,
sem augu okkar matast í sífellu
á í neysluþjóðfélagi nútímans,
stækka þær upp og einangra eða
setja þær inn í nýtt samhengi og
gefa þeim þannig nýtt gildi.
Ekki mun vera ætlunin með sýn-
ingu þessari að sýna þverskurð
íslenskrar poplistar, heldur er leit-
ast við að kynna nokkra af þeim
listamönnum, sem síðasta áratug-
inn hafa unnið í anda stefnu
þessarar.
Ástæða er til að nefna þar
Guðmund Guðmundsson (Erro)
sem er sjaldséður gestur í íslensk-
um sýningarsölum. Hann er vafa-
lítið einn þeirra núlifandi íslenskra
listamanna, sem mestum frama
hafa náð á meginlandinu, en þar
hefur hann búið og starfað um
árabil.
Mikla eftirtekt vöktu fyrir nokkr-
um árum geysistórar klippimyndir
hans, en þar notaði hann matar-
auglýsingar úr blöðum og tímarit-
um og límdi þær upp á stór
spjöld og kallaði þær ,,matar-
landslag". Það fylgir sögunni, að
hann hafi lagt sér til munns allar
þær kræsingar, sem landslagið
mynduðu, og má kannski líta á
myndir þessar sem ádeilu á als-
nægtarþjóðfélagið, þar sem marg-
ir eru á góðri leið með að grafa
sér gröf með gaffli og skeið.
_ H.S.
o
Guðmundur Guðmundsson (Erro)
sýnir þarna 8 myndir í al/t, en
af þeim meirihlutinn grafíkmynd-
ir. Miðmyndin sýnir g/japússað
og glerfínt e/dhús, en í staðinn
fyrir hina hefðbundnu mynd af
velsnyrtri húsmóöur, sem auglýsir
hvíta stormsveipinn, er það
skæruhermaðurinn, sem miðar að
áhorfanuc. ■m vélbyssuk/afti. Á
myndinni iengsi '' hægri má sjá
velþekkt andlit nóbe/sská/dsins
góðkunna í ævintýraríku umhverfi.
4
Sigurjón Jóhannsson yfirleik-
myndateiknari Þjóð/eikhússins
er Hka fjölhæfur myndlistamaður
og iíkast til sá, er einna fyrstur
íslendinga gerði popplistaverk.
Hér sjáum við mynd hans
„Glorius" frá árinu 1965. Hún
er þriskipt, og er það gljá-
fægður hjólkoppur, sem myndar
þungamiöju myndarinnar.
POPLISTIN I
LISTASAFNINU
12. TBL. VIKAN 15