Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 17
vt alelrei nein
f graeddi
vinkonu sinni dós að kreminu.
Undrið gerðist. Vinkonan skýrði
svo frá, að húð hennar væri orðin
• miklu fallegri. Fleiri stúlkur báðu
um kremið.
Þar með var nútímasnyrtivöru-
iðnaður kominn á laggirnar. Iðn-
aðurinn, sem nú veltir meiri
fjármunum en auðug ríki verja til
aðstoðar þróunarríkjunum.
Helena Rubinstein neitaði alla
tíð að láta uppi, hvað í raun og
veru var í dósunum. Sjálf notaði
hún næstum engar snyrtivörur.
Andlitslyftingu og annan þess
„Hún er sjálfstæð, ákveðin, at-
orkumikil, gráöug og vUjasterk."
Þannig var Helenu Rubinstein
/ýst.
konar munað gaf hún sér aldrei
tíma til að veita sér. Þó átti hún 30
glæsilegustu snyrtistofur heims.
— Ég vinn, sagði hún, — og hef
ekki tíma til þess háttar.
Helena Rubinstein gaf fyrstu
dósirnar af kreminu sínu. En þegar
hún sá, hvaða áhrif kremiö hafði,
skrifaði hún móður sinni þegar í
stað og bað um fleiri. Þótt hún
hefði þá ekki sérlega rúm fjárráð,
leigði hún sér búðarholu í Mel-
bourne — eitt lítið herbergi, þar
sem hún seldi kremið sitt á daginn
og svaf á næturnar.
MARKMIÐ HENNAR VAR:
AÐ VERÐA ENNÞÁ RÍKARI
Verslunin gekk sérlega vel. Eftir
eitt og hálft ár hafði hún safnað
saman sem svarar fimmtán millj.
króna. Hún var rúmlega tvítug, og
á þessum tíma voru fimmtán
milljónir nægileg upphæð til þess
að draga sig í hlé fyrir fullt og allt.
En hin skapstóra og metnaðarfulla
Helena var hreint ekki á þeim
buxunum að setjast í helgan stein.
Hún fór frá Ástralíu og stundaði
nám í Vín, Dresden, Berlín, Mún-
chen og París. Námsefni: Húð-
vernd. Markmið með námi: Að
verða ennþá ríkari.
Árið 1908 taldi hún sig tilbúna til
að leggja London undir sig. Vinir
hennar og ráðgjafar vöruðu hana
við. Londonarbúar voru mjög
íhaldssamir. Fínar dömur þar í
borg notuðu örlítinn andlitsfarða,
en varalitur var álitinn ,,stríðs-
málning". Snyrtivörumarkaðurinn
í London var vægast sagt talinn
erfiður.
— Kjaftæði, sagði Helena
Rubinstein mörgum árum seinna.
— Konur vilja vera fallegar. Ég
vissi, að þær kynnu að meta mig,
því að tilgangur minn með lífinu
hefur ætíð verið að hjálpa öðrum
konum til að vera fagrar... Ég
hugsaði ekki um peningana(l).
Milljónir kvenna ættu að vera mér
þakklátar. Ég var fyrst með allt.
Andlitskrem, andlitsvatn og and-
litsfarða í öllum litum. Ég hef alltaf
haft áhuga á því einu að gera
konur fagrar.
HAFÐI EIGINLEGA ALDREI
TÍMA AFLÖGU HANDA
KARLMÖNNUM.
Hún hirti ekki um viðvaranir
vina sinna, leigði hús Salisburys
lávarðar í London og lét innrétta
þar stórkostlega snyrtistofu. Þar
störfuðu húðsérfræðingar, hár-
greiðslumeistarar, læknar, leik-
fimikennarar og fleiri. Prinsessur,
greifynjur, frægar leikkonur og
,,fólk, sem bara var ríkt" fylltu
snyrtistofuna frá og með opnunar-
degi. Viðskiptavinirnir urðu að
vera ríkir. Fullkominn fegrunarkúr
kostaði sem svarar 300.000
krónum.
Helena Rubinstein var þá þegar
orðin svo efnuð, að hún klæddist
ekki öðru en dýrum, frönskum
fatnaði. Fyrsta árið, sem hún
dvaldist í London, var hún út-
nefnd best klædda kona borgar-
innar. Sama árið giftist hún
bandaríska tónskáldinu og rithöf-
undinum Edward Titus. Þau eign-
uðust tvo syni. Hjónabandið entist
til ársins 1937, enda þótt frúin lýsti
því hvað eftir annað yfir, að hún
kærði sig hreint ekkert um náin
samskipti við karlmenn.
— Ég hafði eiginlega aldrei tíma
til að sinna þeim, sagði hún. —
Þeir töfðu mig svo frá rekstrinum.
Hún talaði ensku með miklum
pólskum hreimi, hið sama var að
segja um frönsku og einnig þýsku.
Ef marka mátti illar tungur hafði
hún næstum týnt niður pólskunni.
Hún var eins og svo margir gyð-
ingar — heimilislaus hvar sem
var í heiminum.
Eftir skilnaðinn við Titus giftist
hún georgíska prinsinum Artichill
Gourielli-Tchkonia, góðum og
meinlausum manni, sem dáði
konu sína takmarkalaust.
I hjónabandi hennar og Titusar
hafði hún kynnst mörgum lista-
mönnum og öðrum ,,vitsmuna-
verum".
— Það er ekki erfitt að kynnast
slíku fólki, sagði Helena Rubin-
stein, — fólk, sem er peninga-
laust, liggur alltaf flatt fyrir þeim
ríku.
Gourielli kom henni í kynni við
aðalsfólk hvarvetna í heimin-
um, og hún gerði strax þá kröfu,
að hún væri titluð og ávörpuð
prinsessa — ekki vegna þess, að
hún snobbaði fyrir titlum, heldur
gerði hún sér grein fyrir því, að
titillinn var góð söluvara.
12. TBL. VIKAN 17