Vikan

Issue

Vikan - 18.03.1976, Page 23

Vikan - 18.03.1976, Page 23
brosti. —Ég held mig langi að syngja, sagði hann. — Syngdu bara ef þig langar, svaraði ég. Hann hló. — Og ef mig langar að þegja, þá þegi ég bara, sagði hann. — Og ef mig langar til að leika mér, þá leik ég mér bara. Svona er það! — Já. Svona er það, sagði ég. Hann gekk að teiknigrindinni og skoðaði litina. Hann tók upp krús með blárri málningu. Hann fór að syngja, og lyfti krúsinni upp og veifaði henni í takt við hljóðfallið. — 0, málning! Ó, málning svo blá. Hvað, hvað getur þú? Þú getur málað himin. Þú getur málað á. Þú getur málað blóm. Þú getur málað fugl. Allt vcrður blátt, sem þú býrð til. Ó, bláa málning, ó, málning blá. Hann kom til min með krúsina. — Svo rennur hún til. Svo drýp- ur hún niður. Svo býr hún til bletti. Svona er bláa málningin mín. Hann hélt áfram að syngja og fann orðin um leið og hann söng. — Blátt er litur, sem hreyfir sig. Hann hreyfir sig og hreyfir sig. Ó, blátt, ó, blátt! Ó, blátt! Hann veifaði málningarkrúsinni meðan hann söng. Hann setti hana aftur á grindina og tók upp krúsina með grænu málningunni. — Ó, græna málning, ó, máln- ing græn. Þú ert svo góð og stillt. 1 kringum mig er vorið, i kringum mig er sumarið. I laufi, í grasi, í runnum. Ó, grænt, ó, grænt, ó, grænt! Hann setti grænu málninguna á sinn stað og tók upp krúsina með svörtu málningunni. — Ó, svart. Ó, nótt! Ó, dimma svört. Kemur á móti mér úr öllum áttum! Ó, skuggar og draumar og stormar og nótt! Svo lagði hann frá sér svörtu málningarkrúsina og tók þá rauðu. Þessa krús kom hann með til mín og hélt henni hátt uppi með báðum höndum eins og skál. Nú lagði hann sérstaka áherslu á orðin. — Ó, rautt! Ó, rauða málning. Ó, málning, sem horfir svo strang- lega á mig. Ó, blóð svo rautt. Ó, hatur! Ó, brjálæði! Ó, hræðsla! Ó, skammir og slagsmál og rauð málning. Ó, hatur! Ó, blóð! Ó, tár! 'Hann lét málningarkrúsina, sem hann hélt á, síga. Hann stóð kyrr og þagði. Svo varp hann öndinni og setti krúsina aftur á grindina. Hann tók upp krukkuna með gulu máln- ingunni. — Ó, þú gráðuga gula málning. söng hann. — Ó, hræðilega gula málning. Ó, vírar á glugganum til að halda trénu úti. Ó, dyr með lás og lykillinn, sem snýst í skránni! Ég hata þig, gulur. Hræðilegi litur. Liturinn á fangelsinu. Litur- inn að vera hræddur og einn. Ó, þú hræðilegi guli litur. Hann setti gulu málninguna aftur á grindina. Svo gekk hann út að glugganum og horfði út. — Það er gott veður í dag, sagði hann. — Já, það er satt, svaraði ég. Hann stóð lengi og horfði út um gluggann. Ég sat kyrr og furðaði mig á því, hvernig hann hafði fengið þessa tilfinningu fyrir litum. Hvers vegna var honum svona illa við gult? Hann gekk aftur að grindinni. — Þessi tyrkisbláa málning er ný, sagði hann. — Það er rétt hjá þér. Hann setti tvær stórar pappírs- arkir á grindina. Hann fór með pensilinn að vaskinum, skrúfaði frá krananum og lét renna vatn á pensilinn. — Sjáðu! sagði hann. — Vatnið verður blátt! Hann setti fingurinn fyrir bun- una svo að vatnið sprautaðist út í herbergið. Hann veinaði næstum af hlátri. — Vatn, komdu, vatn, komdu, vatn, komdu! kallaði hann. — Og ég, Dibs, get látið vatnið spraut- ast, ég get gert vatnið blátt. — Ég sé það, sagði ég. Hann sleppti penslinum-og hann fór niður um niðurfallið. Hann reyndi að grípa hann, en varð of seinn. Hann hvarf. — Jatja, kallaði hann! — Þetta var góður pensill! Ég næ honum ckki upp aftur! Hann fór niður. Hann er langt niðri. Hann opnaði skápdyrnar undir vaskinum og skoðaði niðurfallsrör- ið. — Pensillinn er þarna inni, sagði hann og benti á hnéð á rörinu. — Þetta var slæmt, sagði hann svo og hló hjartanlega. — Já, pensillinn er í niðurfall- inu, sagði ég. — Nú kemur vatnið upp, sagði hann. — Þvo, þvo, þvo! Hann tók tvær óhreinar málningarkrúsir og setti þær I vaskinn. Svo sá hann plastbollastellið á hillunni, tók þá krúsirnar úr vaskinum, og setti plastbollana í staðinn. Hann hoppaði og hló. Framhald I næsta blaði. GISSUR GULLRASS E.FTIR- BILL KAMNAGH e. fRANK FiETCUBR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.