Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 25
n b {■
taka undir með manninum, sem var spurður,
hvort hann æt/aði ekki að gefa konunni sinni
blóm;___það var vist útaf einhverju góðu.og
gi/du tiiefni. Hann sagði: ,,Nei takk, meðan ég
get eitthvað í bólinu, er minn blómatími ekki
runninn upp."
22.
Fugj? x
Já, hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Ætli
ég haldi ekki mest upp á lóuna og hrossagauk-
inn; það stendur I sambandi viö vorið. En
einhvernveginn finnst mér þó hrafninn merk-
astur fugla hér á skerinu. Mér sýnist hann
gáfaðri en aðrir fuglar. Annars á ég bágt með
að sjá tilganginn með þvi aö spyrja um annað
eins.
23.
Hver er eftirlætis rithöfundur þinn?
Ætíi það sé ekki Björn Sveinsson á Egi/s-
stöðum í L ýtingsstaðahreppi. Slðan koma þeir
Laxness og Hemingway.
24.
En Ijóðskáld?
Þeir segja i prentsmiðjunni á Mogganum, að
ég haldi mikið upp á Kidda vandræðaskáld.
Þar fyrir utan þykja mér góðir þeir álftnes-
ingar Gr/mur Thomsen og Hannes Pétursson.
Og Jón Helgason i Kaupmannahöfn, þegar
hann ermátulega fúll.
25.
Hver er eftirlætis hetja yðar í samtímanum?
Halldór £ Sigurðsson.
26.
Hver er eftirlætis hetja þín úr mannkyns-
sögunni?
Það er maðurinn, sem fann upp hjólið.
27.
Hvaða mannsnöfnum hefurðu mest dálæti á?
Guðmundur og Jón bera af öðrum nöfnum.
Þá menn öfunda ég mest, sem heita annað-
hvort Guðmundur Jónsson, eða Jón Guð-
mundsson, en frábærast er Jón Jónsson.
Ef við lítum í simaskrána, sjáum við, að marg-
ir h/jóta að vera sammála. Einu sinni voru
s/egnar tvær flugur í einu höggi, með þvi að
maður, sem hét Guðmundur, var kal/aður Jón.
28.
Hvað þykir þér alverst að gera?
Það er tvennt; ég veit ekki hvort er leiðin-
/egra: Að segja fótki, sem kemur með sfn dýr-
mætu Ijóð til birtingar í Lesbókinni, að þau séu
þvímiður óbrúk/eg, eða i öðru lagi að skipta
um dekk á bf/num, þegar springur.
29.
Hvaða persónum úr mannkynssögunni hef-
urðu mesta andstyggð á?
Einhversstaðar segir i bók, að þegar stórt sé
spurt, verði oft lítið um svör. Mannkyns-
sagan er alveg sneisafull af fólki sem alltaf
var að láta illt af sér leiða, og þar af leiðandi
væri auðvelt að finna þó nokkra, sem hægt
væri að hafa andstyggð á. Ég nenni ekki að
telja upp a/la þá kvislinga hér.
30.
Hvaða hernaðarafrek dáirðu mest?
Ég hef megnustu fyrirlitningu á öllu hernaðar-
brölti og dái engin hernaðarafrek. Ætli afrek
Hjálpræðishersins á Lækjartorgi séu ekki
merkust?
31.
Hvaða hæfileika kysirðu helst að vera gæddur?
Hæfi/eikanum til að njóta lifsins í stað þess að
fljóta hálfsofandi i gegnum það og taka ekki
eftir þvi, sem fyrir augun ber. Walter Hagen
hafði þetta mottó,__og ég vildi gjarnan taka
undir það og gera að mínu: ,,Never worry,
never hurry, never forget to sme/l the roses
by the way," sem mætti útleggja: Slepptu
áhyggjunum, flýttu þér hægt og láttu ekki hjá
líða að njóta ilmsins frá rósunum við veginn."
Auk þess arna er mikils vert að vera gæddur
einhverjum skapandi hæfileika.
32.
Hvers konar dauðdaga myndir þú helst kjósa
þér?
Náttúran hefur gert ráð fyrir því að viö deyjum
úr e/li, svo það er sennilega náttúrlegasti og
þar afleiðandi besti dauðdaginn.
33.
Hvernig eru skapsmunir þínir um þessar
mundir?
Eftir að hafa svarað svo mörgum heimskuleg-
um spurningum, að þær gætu veriö klipptar
út úr amerísku kerlingablaði, er hugarástandið
orðið ískyggi/egt.
34.
Hefur þú einkunnarorð, og sé svo, þá hvert/
hver?
Þessu hef ég þegar svarað og vísast til
spurningar nr. 31.
12. TBL. VIKAN 25