Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 29
Surcouf vagn handa þeim. Er Mari-
anne var sest inn í vagninn sá hún
sér til mikillar undrunar, að ferða-
taska hennar var þar komin. Hún
leit svo á, að Fouché hefði gefið
gistihússeigandanum skipun um
að bcra hana þangað og spurði
ekki frekar.
Vagninn þokaðist hægt áfram,
enda var umferðin á Rue Montor-
gueil mjög mikil. Garðyrkjubænd-
urnir voru á leið frá markaðnum
við Les Halles og vagnar þeirra
voru hlaðnir tómum körfum. Þeir
voru á leið heim til stn til Saint
Denis eða Argenteil. Umferðinni
fylgdi mikill skarkali og bændurn-
ir kölluðust á. Þeir voru að stinga
upp á því að fá sér einn drykk
áður en þeir legðu af stað. Fyrir
framan Rocher de Cancale voru
aðeins tveir eða þrir vagnar. Mesti
annatími þessa veitingahúss var á
kvöldin. Marianne horfði út um
gluggann og mitt í öllum þessum
ys og þys, sá hún bregða fyrir andliti
sem hvarf síðan aftur í mannhafið.
Hún reyndi að láta fara eins lítið
fyrir sér og unnt var. Hvers vegna
var Jean Le Bru að sniglast þarna?
Hvaða erindi átti hann á þessar
slóðir? Var hann að hugsa um að
reyna að komast aftur í náðina hjá
Surcouf eða sat hann um hana?
Heiftin, sem skein út úr augum
hans sagði henni allt, sem hún
þurfti að vita. Jean Le Bru var
svarinn fjandmaður hennar. Hún
leit undan og reyndi að hrista af
sér þá óþægilegu tilfinningu, sem
hafði gagntekið hana. Surcouf
horfði stöðugt á hana og virtist
ekki gefa neinu öðru eaum.
Aðalstöðvar lögreglunnar voru
við Quai Malaquais i snotru húsi
frá sautjándu öld. Löglegir eigend-
ur þess var Juignéfjölskyldan, en
eignir hennar höfðu verið gerðar
upptækar í byltingunni. Frá því
höfðu ýmsir verið þarna til húsa,
fyrst hermálaráðuneytið, því næst
menntamálaráðuneytið og ekkert
virtist hafa verið gert til þess að
viðhalda því. 1796 flutti borgari
Joseph Fouché, seinna monsieur
Fouché og nú hans náð hertog-
inn af Otranto, þarna inn. Þetta
var í senn heimili hans og lögreglu-
málaráðuneytið. Lögreglustjórinn
var ekki mikið fyrir íburð, að
minnsta kosti ckki hvað varðaði að-
setursstað hans í París. Sýndar-
mennska var ekki lil í hans fari,
en á hinn bóginn hafði hann eytt
töluvcrðu fé I að gera svcitasetur
sitt að Fcrriéres scm vistlegast. Þessi
virðulega bygging, Hotel de Juigné
var því I nokkurri niðurníðslu.
Bonnc-Jeanne og hin einfalda og
ósveigjanlega madame Fouché réðu
húsum I þeirri álmu. sem var
heimili lögreglustjórans. Aðalmót-'
tökusalurinn var enn með nokkrum
i
Já‘ lík-í og felirnir
semSrfa níu
óg-svo er ójíuíec^'
v e.l t. a|óþ.fíía-þ.a 4
Æ-6E gólfteppin oru
rEalleg og litrík' -
■ E.GE gólfteþpin eni
allt að 4 mrá-bTeidcí
Ejsta oq reyndasta ma'l.ningavortivet'Tlun landsms
Í5ð Gi ensasveqi 1 \'A simí 83500
.Bjánkastræti 7 simt.<M4$6T *- V’,
12. TBL. VIKAN 29