Vikan - 18.03.1976, Side 31
verðum að fara inn hinum
megin.”
Þctta varð til þess að Marianne
gat betur virt fyrir sér þennan
aðsetursstað lögreglustjórans og
hann vakti enga sérstaka aðdáun
hennar. Það var eitthvað skugga-
legt við þetta hús og hún var því
fegnust, er hún var komin í
biðstofu lögreglustjórans. Þar tók
á móti þeim dyravörður I þjóns-
fötum. Hann virtist dramblátur og
leit á Marianne tilfinningasljóu
augnaráði.
„Hans náð á von á mamselle
Mallerousse,” tilkynnti hann, ,,en
engum öðrum.”
,,Og hvernig ber að skilja það?”
sagði korsíkumaðurinn gramur.
,,Ég hef fengið fyrirskipun um
að hleypa þessari ungu konu inn en
ekki öðrum.”
,,Við skulum nú sjá til.”
Surcouf tók þéttingsfast um arm
Mariannes og hratt upp hinni
tvöföldu hurð, er lá inn I skrifstofu
Fouchés.
Herbergið var lítið og íburðar-
leysið í hróplegri mótsögn við völd
lögreglustjórans. Einu húsgögnin
voru gríðarstórt borð þakið skjölum
þríreða fjórir stólar með beinu baki
og skápur. Fouché sat og var að
drekka einhverja blöndu, sem
þjónn hafði rétt í þessu fært
honum. Skammt frá honum var
stytta með lárviðarsveig og Mari-
anne gat sér þess til. að hún væri
af einhverjum rómverskum keisara.
Hann hrökk við er hann kom auga
á Surcouf.
,,Það átti ekki að hlcypa mér
inn,” sagði korsíkumaðurinn og
leiddi Marianne að einum hinna
óálitlegu stóla. ,,Get ég fengið að
vita hvers vegna?”
Fouché hóstaði og það helltist
úr bollanum, sem hann hélt á. Það
leið góð stund áður en hann fékk
málið og er þjónninn tók að þurrka
upp bleytuna lét hann bollann írá
sér.
,,Kæri barón, hvenær ætlið þér
að láta af þeim léiða vana yðar
að ráðast inn á fólk cins og flóð-
alda?”
,,Þegar fólki hefur lærst að um-
gangast mig af kurteisi. Hvers
vegna vilduð þér ekki hlcypa mér
inn?”
,,Ég álti einungis von á made-
moisellc Mallerousse og fyrirskip-
anir mínar voru I samræmi við
það. Ég hafði ekki luigmynd um,
að þér mynduð fylgja henni hingað.
Á ég að skilja það svo, að þér séuð
orðinn barnfóstra?”
,,Nei, alls ekki, en ég er ekki
vanur að hætta við hálfnað verk.
Ég vil vita hvað þér ætlist fyrir með
hana og fer ekki fyrr en ég hef
gengið úrskugga um það.”
Þar með hafði Surcouf lokið sér
af og hann settist niður á einn af
hinum hörðu stólum, krosslagði
hendurnar og það var Ijóst að
honum var fullkomin alvara. Mari-
anne var skemmt. Maðurinn var
ómótstæðilegur og vissulcga mikill
stuðningur að honum. Slíkum
manni var hægt að fylgja að endi-
mörkum jarðkringlunnar og vera
fullkomlega öruggur. Fouché
stund hins vegar þungan.
,,Fólk gæti haldið að ég væri
einhvers konar tröll eða mannæta.
Hvað haldið þér að ég ætli að gera
við hana? Senda hana aftur til St.
Lazare? Loka hana inni I klaustri
eða senda hana sem skækju með
hernum? Treystið þér mér ckki?”
Surcouf ansaði honum ekki, en
svipurinn bar þess vott að traustið
væri nú ekki of mikið. Fouché
hleypti brúnum, fékk sér I nefið,
en sagði síðan stimamjúkur.
,,Hafið þér nokkuð á móti her-
togaynjunni af Otranto? Ég ætla
að minna yður á, að konan min á
sjálf fjögur börn og hún er full-
komlega fær um að annast þessa
ungu konu. Og til þess að gera
langa sögu stutta, þá ætla ég að
koma þvl þannig fyrir, enda hefur
þessi kona meðmæli frá einum elsta
og besta vini mínum. Eruð þér
ánægður?”
Surcouf svaraði engu, en Mari-
anne reyndi að bæla niður van-
þóknun slna. Henni geðjaðist cng-
an veginn að þvl að þurfa að búa
I þessu húsi. Þetta lögregluand-
rúmsloft var einum of mikið fyrir
hana og auk þess skildi hún ekki
hvers vegna Fouché sýndi henni
allan þennan áhuga, þótt svo að
hún hefði þessi góðu mcðmæli frá
Svartbak. Kannski var henni sýnd
mikil virðing með þessu og án efa
hefði hún átt að vera þakklát, en
hún var ekki komin alla leið til
Parlsar til þcss eins að dúsa þarna.”
,,Mér datt I hug,” sagði hún
hæversk, ,,að ég gæti búið hjá
frænku minni d’Asselnat."
,,Fyrir svo sem viku slðan hefði
það verið mögulegt. En því miður
Hvað er í JROPICANA ?
Engum sykri er
bætt í
i®
JRDPICANA
Engum rotvarnar-
efnum er bætt í
JRDPICANA
Engum bragðefn-
um er bætt í
JRDPICANA
Engum litarefnum
er bætt í
JROPICANA
JRDPICANA
er hreinn
appelsínusafi
og í hverju
i®
glasi (200 grömm)
Wfyp J af JRDPICANJT
- 04lif
er:
A-vltamln 400 ae
Bi-vítamln (Thiamln) 0,18 mg
B2-vltamln (Riboflavln) 0,02 —
B-vltamlnið Niacin 0,7 —
C-vltamln
Járn
Natrlum
Kallum
Calclum
Fosfór
90 —
0,2 —
2 —
373 —
18 —
32 —
Eggjahv.efni (protein) 1,4 g
Kolvetni
Orka
22 —
90 he
Fékkst þú þér JRDPICANA í morgun?
12. TBL. VIKAN 31