Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.03.1976, Side 34

Vikan - 18.03.1976, Side 34
NY HLJOMSVEIT: GALDRAKARLAR GALDRAKARLAR ERU: Hlööver Smári Haraldsson, 26 ára, áður m.a. í Íslandíu, Pelican og Blá- berjum, leikur á Hammond orgel, Fender píanó, Moog Syntheziser ogflautu. Vilhjálmur Guðjónsson, 22 ára, áður í Gaddavír, Moldroki og Bláberjum, leikur á gítar, tenór saxófón og harmonikku. Pétur Hjá/marsson, 26 ára, áður í Ós- mönnum, Dátum II, Lísu og Bláberjum, leikur á bassa og flautu. Sophus Björnsson, 20 ára. áður í Andrá og Bláberjum, leikur á trommur. Birgir Einarsson, 28 ára, áður í HG-sextett og Ómum og Ellerti, leikur -á trompet og slagverk. Stefán S. Stefánsson, 18 ára, hefur leikiö jass með skólahljómsveitum, leiku á alto saxófón, þverflautu og gítar. Heiöar H. Sigurjónsson, 45 ára, áður með ýmsum hljómsveitum, leikur einnig með sinfóníuhljóm- sveit Reykjavíkur, leikur á bariton saxófón, tenór saxófón og klari- nett. Eins og sést á framangreindu er hljóðfæraskipan hljómsveitar- innar fjölbreytt.og reyna þeir að nýta sem flesta möguleika. Því hefur oft verið haldið fram að rekstur sjö manna hljómsveitar á Íslandi sé allt að því vonlaus. Þeir hafa nú samt ákveðið að hætta sér út í þetta „stórvirki" með von um að þetta framtak megi gleðja tólistarunnendur. KAltBL BABBL BABBL UMSJÓN SMÁRI VALGEIRSSON. BABBL BABBL Þá er komið að þáttaskilum hjá Hljómafjölskyldunni. Þeir Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson hafa ákveðið að slíta sínu áralanga samstarfi og verða óháðir hvor öðrum. Þessi frétt kemur flestum á óvart, þar sem velgengni hefur verið mikil hjá nýjasta fyrirtæki Hljóma, hljómplötuútgáfunni, og. þeir verið með hverja metsölu- plötuna á fætur annarri. Ekki hefur fengist uppgefið, hvað að baki liggur, en sjálfsagt er það eins og fyrri daginn: Gróða- kökunni þykir ekki rétt skipt. Ekki er enn vitað, hvor heldur gamla Hljómanafriinu, enda getur það ekki skipt miklu máli, þar sem báðir eru mjög þekktir einstakling- ar og miklu frekar hægt að segja, að nöfn þeirra sjálfra, fremur en einhvers fyrirtækis, hafi verið fólki trygging fyrir því, sem þeir létu frá sér fara. Eins og reyndar kemur fram annars staðar hér í opnunni, hefur Gunnar þegar stofnað sitt eigið útgáfufyrirtæki og er þegar farinn að viða að sér efni til úrvinnslu. Má þar nefna sólóplötu með Engilbert Jensen, sem sennilega er þegar hafin upptaka á. En meira um það seinna. Babblbabblbabbl. Sem kunnugt er, sendi hljóm- sveitin Ýr frá isafirði frá sér LP plötu fyrir síðustu jól. Almennt álit manna er, að plata þessi sé með afbrigöum góð, og þó svo að Babbl hafi ekki heyrt nema nokkur lög af henni er hann sammála þvl, að allavega þau lög séu góð. Það var því talsverður spenn- ingur í mönnum, þegar fréttist, að þessi vestfjarðahljómsveit mundi heimsækja okkur þéttbýlinga og fremja fyrir okkur músík á nokkr- um böllum. Nú,við þetta stóðu þeir gaurar í Ýr og komu í SMA BABBL 34 VIKAN 12.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.