Vikan - 18.03.1976, Page 35
Álftafirði, 14. jan. '76.
Kæri Babblari.
Ég heyri, að þú og þáttur þinn
séuð að ná nærri að segja heims-
frægð. Allavega eruð þið mikið f
útvarpinu að undanförnu, og virð-
ist þiö leggjast illilega fyrir brjóstið
á þeim ágæta manni, sem sér um
þáttinn „Daglegt mál" hjá ríkis-
útvarpinu, svo ekki sé meira sagt.
Hann, þ.e.a.s. stjórnand þáttarins
„Daglegt mál" lýkur nú orðið
varla upp munni á þeim vettvangi,
að ekki standi frammúr honum
gusan af umvöndunum, leiðrétt-
ingum og tilvitnumjm, sem hann á
þó erfitt með að koma út úr sér
fyrir sakir hneykslunar á þessu
hinu brenglaða málfari í Babbli
þlnu.
Og allt er þetta sett fram í
slikum prédikunartóni og með
þvflíkri vandlætingu, aö manni
verður mál að komast á N.H.
(náðhús). Þessi skammstöfun er
fundin upp af mér til þess aö
gleðja stjórnanda þáttarins „Dag-
legt mál", og kemur skammstöf-
unin í stað erlenda skammstöfun-
árskrípisins W.C., sem að mínu
mati hefur tröllriðið íslenskum
náöhúsum og þarfindaklefum til
sjávar og sveita nógu lengi,
særandi fegurðarskyn og mál-
kennd sannra íslendinga og til
skammar fyrir landiö allt síðan á
dögum Tryggva Gunnarssonar.
En Tryggvá varð fyrstum manna á
sú skissa, aö nauðga þjóölegum
íslenskum kamri með skammstöf-
un þessari, til þess að danski
kóngurinn rataði á réttan stað,
þegar þörf kreföi. Og þetta átti sér
stað á Þingvöllum, ekki ómerkari
stað, og hafði þjóðin ekki verið
svikin jafn svívirðilega síðan í
Kópavogi forðum.
Þetta hér að ofan er skrifað sem
unhugsunarefni fyrir vin okkar í
þættinum „Daglegt mál", og
sjálfsagt á hann eftir að senda
einhverjar gusur frá sér, þegar
færi gefst. Að lokum langar mig
að segja það, að mér finnst
fulllangt gengiö að segja þessi
poppskrif vera „böðulsstarf í (s-
lenskri tungu", eins og stjórnandi
títtnefnds þáttar tók einhverju
sinni til orða, eftir eina gusuna.
Nóg að sinni. Biö þér vel að heilsa,
kæri Babbl, og máttu vel og lengi
lifa.
Kærar kveðjur.
Lesönd.
Þakka þér virkilega skemmti/egt
og fróðlegt bréf, kæra lesönd
(hann var alveg þrælgóður hjá þér
þessi með W.C.ið). Þegar ég er
búinn að þurrka hláturtárin úr
augunum, langar mig sannarlega
að biðja þig að skrifa mér annað
svona skemmtilegt og hressilegt
bréf. Merkilegt hvað þetta léttir
undir með geðheilsunni.
Bæ, bæ, Smári Valgeirsson.
heimsókn. En skelfing varð það nú
endaslöpp heimsókn.
Auðvitað hópuðust reykjavíkur-
popparar á dansleiki þeirra kappa í
Ýr, svona til að sjá, hvernig þeim
gengi að standa undir gæðum
plötunnar, og undirritaður heyrði
það utan að sér, að mikiö hefði
veriö æft á isafiröi fyrir þessa ferð,
enda til mikils að vinna aö standa
sig.
En mikil urðu vonbrigði manna.
Sumur af reykjavíkurpoppuruun-
um gengu svo langt að fullyrða,
að þessir menn hefðu alls ekki
spilað inná plötuna, sem skrifuð
var á nafn Ýr. Einn lét hafa eftir
sér þessa setningu: „Þeir mundu
geta þraukað hér í samkeppninni í
mánuö, en svo yrðu þeir að fara
vestur á ísafjörð til að fá eitthvað
aö éta. Alla vega gætu þeir ekki
lifað af þessu hér."
Babblbabblbabbl.
SKAMMLIFUR
LITLI BRÓÐIR
Ég hef talsvert gert af því að
hampa hér afkvæmi einu, sem
skaust í heiminn á síðasta ári og
nefndist Samson. Afkvæmi þetta
var í ætt við náunga einn óprútt-
inn, er Samúel heitir, en sá hefur
getið sér orð á hinum almenna
tímaritamarkaði hérlendis.
Eiginlega má heita, að þessi
greinarstúfur sé hálfgerð minn-
ingargrein. Jú, þið eigið kollgát-
una. Samson er allur, kominn
undir torfuna, sér ekki framar
dagsins Ijós.
Það var á fundi, sehi ritstjórar
og aðrir aðstendendur Samúels
og Samsonar héldu laugardaginn
28. febrúar, sem ákvörðun var
tekin um andlát Samsonar hins
unga.
Aðeins komu út tvö tölublöð af
Samsyni, svo ekki varð gangan
mjög löng, enda er yfirleitt fljótt
að koma í Ijós, hvort rit eiga rétt á
sér eður ei. Það verður að segjast
eins og er, að mikil eftirsjá er að
Samsyni, og óskandi hefði veriö,
að útgáfa hans hefði getað haldið
áfram. En aðstendendum hans er
ekki láandi þó þeir vilji ekki borga
stórfé með hverju tölublaði, því
staðreyndin blasir við í einfaldleika
sínum: Það var tap á útgáfunni!
En hver vegna var tap? Seldist
blaðið ekki nógu mikið? Var blaöið
of vandað? Var blaðið of dýrt, til
að unglingar hefðu efni á að
kaupa það? Var efnið ekki nógu
gott? Voru unglingar of vandfýsn-
ir? Eða voru unglingarnir of
áhugalitlir til að styðja blað, sem
eingöngu var sniðið við þeirra
hæfi? Svona mætti lengi spyrja.
Mér finnst það óneitanlega
furðulegt, þegar beinlínis er verið
að gera eitthvað fyrir ungt fólk, að
þá loksins sest það útí horn og
steinrennur — segirekki múkk. En
ef ekkert er gert, ja þá vantar ekki
upphrópanirnar. Það vill enginn
neitt fyrir okkur gera, segir unga
fólkið og setur upp skeifu.
Allt um það. Samson er dauö-
ur, og nú vantar bara, að einhver
ríði á vaðið og geri einhverjar
róttækar breytingar til batnaðar,
eða viljum við ekki eiga okkar eigið
málgagn?
HÁÐFUGLAR
Á BREIÐSKÍFU
Halli og Laddi komast loks að
Babbl stökk upp til handa og
fóta, er það barst honum til eyrna,
að hinir óborganlegu Halliog Laddi
væru alvarlega farnir að hugsa um
efni á LP plötu, þá fyrstu, sem þeir
senda frá sér. Mikið var, segi ég
nú bara. Það er sannarlega tími til
kominn, að við fáum að heyra
þessa háðfugla á breiöskífu.
Þegar ég loksins náði tali af
Ladda, þar sem hann stóð f
hljómplötudeild Karnabæjar í
Austurstræti og studdi sig við LP
plötu, vildi hann sem minnst úr
öllu gera. Jammaði bara og
hummaöi og sagöi, að þetta væri
ekki alveg á hreinu og þar fram
eftir götunum.
Samt tóks mér að fá það uppúr
kappanum, að hið nýja útgáfu-
fyrirtæki Gunnars Þórðarsonar
vildi fá þá á samning, og væri
verið að ræða málin þessa dag-
ana. Laddi sagöi, að Gunni ætlaði
sér að fara til Englands nú
fljótlega, og ef af samningum yrði,
mundu þeir ganga frá honum,
áður en Gunni héldi utan.
Ef svo semst verður platan tekin
upp í Englandi, „í flottu stúdíói
með effektum og fíníríi, þar sem
maöur getur flippað almennilega
út", sagði Laddi og glotti prakk-
aralega.
Varðandi væntanlegt efni plöt-
unnar, vildi Laddi sem minnst
upplýsa Babbl. „Við förum bara
út, með magann fullan af hug-
myndum og ótal punktum, og svo
verður bara vinsað úr það besta",
sagöi Laddi og yppti öxlum. Babbl
óskar þeim fuglum til hamingju
með þetta skref og mun sannar-
lega bíða með eftirvæntingu eftir
afkváeminu.
12. TBL. VIKAN 35