Vikan - 18.03.1976, Síða 39
RÖMER FÆST i VÖRÐUNNI,
og má nota hann hvort sem er í f
fram- eða aftursæti. Ekki eru nein
öryggisbelti í þessum stól, heldur
púði, sem spenntur er fyrir framan
barnið og kemur í stað öryggis-
belta. Ekki er hætta á, að barnið
komist úr stólnum, og engin
hætta á, að það geti runnið undan
púðanum, því það er vel skorðað.
Þessi stóll fær mjög góða dóma (
þýskum blöðum, sem hafa gert
strangar öryggisprófanir á barna-
stólum. Römer er mjög léttur og
þægilegur (meðförum og festingar
viö bílinn góðar. Römer er mjög
öruggur, og miðað við verð eru
einna best kaup í honum.
CINDICO FÆST i VÖRÐUNNI.
Cindico er mjög svipaður og KL
stólinn, með samskonar öryggis-
beltum og byggður á mjög svip-
aðan hátt, þó er hann ódýrari en
KL, en alveg eins öruggur.
HERLAG FÆST EINNIG i
VÖRÐUNNI. Herlag Hs 100 er
með fjögra punkta öryggisbelti, yfir
herðar, og mjaðmir, en ekki milli
fóta. Þessi stóll er úr plasti og
heldur veiklulegur og gæti jafnvel
brotnað. Festing er bara neðan á
stólnum, svo hann gæti slengst til
í ákeyrslu. Herlag er lítið fóðraður
og ekki öruggur. Ekki vill þátturinn
mæla með honum.
GÍSLI J JOHNSEN SELUR
BRITAX, sem er talinn mjög
öruggur. Barnið situr vel í þessum
stól, öryggisbeltin eru yfir axlir,
mitti og á milli fóta. Britax er vel
fóðraður og skoröar barnið vel.
Hægt er að hækka og lækka
stólinn með því að færa til á
ólunum, sem festa hann við
bílinn.
AUKAMÆLAR í BÍLA
Oft er gert góðlátlegt grín að
þeim, sem setja aukamæla í b(la
sína, sagt, aö þeir séu með bíla-
dellu og þar fram eftir götunum.
En þeir sem grínast, gera sér ekki
alltaf grein fyrir, að aukamælar
gera einmitt mikið gagn og geta
sagt ökumanni allt um það,
hvernig vélinni líður hverju sinni.
Ætlunin er að kynna aukamæla í
bíla hér í þættinum og lýsa,
hvaða gagn þeir geta gert.
Ef við tökum Vacuum mæli fyrir
fyrst, þá má spara bæði bensín og
óþarfa slit á vél. Vacuum mælirinn
er mjög einfaldur í tengingu.
Slanga, sem fylgir með mælinum,
er tengd við soggreinina, og sýnir
mælirinn þá þrýstinginn í sog-
greininni og gefur til kynna, hvort
allt það bensín, sem sogast gegn-
um blöndunginn niður ( soggrein-
ina, komist til skila f brennsluhólf-
in. Þegar nálin á Vacuum mælin-
um er á réttum stað á skífunni er
besta nýtingin á bensíninu og
vélin vinnur léttast, erfiðar ekki á
Vacuum mælirinn kostar aöeins
2.860 kr., en getur sparaö stórfé.
Isingarmælirinn kostar 7.100 kr.
Tenging Vacuum mælis er mjög
anöweld.
HITA
Tenging ísingarmælis.
of háum eða of lágum snúningi.
Vacuum mælar eru alls ekki dýrir,
miðað við það sem þeir geta
sparað. Þeir kosta tvö— þrjú
þúsund krónur.
★ ★ ★
Svo er líka til ísingarmælir.
Þetta hljómar kannski einkenni-
'ega, en það er útihitamælir fyrir
bíla. ísingarmælirinn er tengdur í
kraft í öryggjaboxi og í jörð, síðan í
hitamótstöðu, sem komið er fyrir
undir framstuðaranum, svo hita-
stig mælist sem næst jörðu. Þegar
hitastig er komið niður í +2°, þá
kviknar rautt Ijós í mælinum, svo
betur sé tekið eftir því, ef hitastig
lækkar. ísingarmælirinn getur ver-
ið mikið öryggistæki, til dæmis ef
ekið er uppi á heiðum, þar sem
hitinngeturverið lægri en niðurvið
sjó, og fólk áttar sig oft ekki fyrr
en um seinan á því að komin sé
hálka eða ísing. Verðið er (
tringum sjö þúsund krónur.
12. TBL. VIKAN 39