Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.03.1976, Side 40

Vikan - 18.03.1976, Side 40
1 í KIRKJUGARÐI. Draumaþáttur! Mig langar að fá þennan draum ráðinn. Mig dreymdi, að ég var að fara í kirkju- garðinn hérna á staðnum ásamt manninum mínum og systur, en þau eru bæði dáin. Erindið var að finna grafreit handa barni, sem mér fannst við eiga, og átti að fara að jarða. Þarna í kirkjugarðinum sá ég opna gröf, sem ég vissi að átti að greftra í konu að nafni ...., en hún er löngu dáin. Svo fannst mér ég segja, að best sé að jarða barnið fyrir ofan grafreitinn, sem tengdaforeldrar mínir eru jarðaðir í, og þar var maðurinn minn að fletta grassverðinum ofan af. í því varð mér litið yfir kirkjugarð- inn, og sá ég þá, að búið var að höggva öll trén alveg niður við jörð. Ég vissi, að ég þurfti að flýta mér til jarðarfararinnar, en leiddist að eiga engin blóm á litlu kistuna. Þá varð mér litið niður og sá ég þá gleymmérei. Ég tók hana upp og vaknaði við það. Vinsamlega birtið ekki nöfn. Með fyrirfram þökk. G.Ö. Draumspekingar te/ja margir, að kirkju- garður og grafir i draumi séu fyrir armæðu og mótiæti. Hitt er einnig áiit fiestra draumspekinga, að fá draumtákn séu gæfuiegri og boði meiri hamingju en látnir ástvinir á iífi. Þessi tákn eru bæði áberandi í þínum draumi og þar sem merking þeirra rekst svona gersam/ega á, draga þau hvort um sig mjög úr merkingu hins. Draumráð- anda finnst gleymméreiin i lok draumsins aðaiatriði hans og áhrifaríkasta táknið, og að öllu saman lögðu getur hann ekki sagt, að þessi draumur sé fyrir einhverju afmörk- uðu efni eða atburði. Hann fjallar fyrst og fremst um spurninguna, sem Steinn Steinarr orðaði svo: ,,Hvort er ég heldur hann, sem eftir Hfir, eða hinn sem dó?" hvort mamma væri ekki reið, en hún var ósköp góð við mig. Svo sagði ég mömmu, að barnið þyrfti að fá einhverja mjólk, en þá sagði hún, að ég mætti ekki gefa því brjóstamjólk, því að ég væri svo ung ennþá, svo hún ætlaði bara að gefa því venjulega nýmjólk. Mér fannst þetta allt voða skrítið, og draumurinn endaði með einhverju rugli um þetta. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. A.S. Draumur þessi er fyrir einhverjum minni háttar vandræðum, sem þó vatda þér tölu- verðum leiðindum. Þessi draumur er fyrir brúðkaupi einhvers I fjö/skyldunni, sennilega sjálfrar þín. Ekki er auðve/t að sjá, hversu langt er þangað ti/ draumurinn kemur fram, en sennilega verður það á þessu ári. BARNSBURÐUR. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi í nótt, að ég væri að fara að eignast barn. Og ég er búin að vera að hugsa um þetta [ allan dag. Draumurinn var þannig, að ég var að fara að eignast barn, og svo gekk ég til allra, sem ég þekkti, og spurði, hvort þeir vildu vera viðstaddir, og allir sögðu já við því. Svo man ég ekki meira fyrr en ég var búin að eignast barnið, en ég átti það í svefnher- berginu heima. Ég var alltaf að hugsa um, Kæri draumráðandi! Mig langar til, að þú ráðir fyrir mig draum, sem mig dreymdi nýlega og ég hef haft miklar áhyggjur af. En fyrst vil ég þakka þérfyrir þáttinn þinn, sem mér finnst ágætur og mætti vera lengri. Mig dreymdi, að ég var heima hjá mér, þegar ég frétti allt í einu, að pabbi minn væri dáinn, en það er hann í rauninni ekki. Ég varð alveg ægilega hrygg og grét, svo ég flóði öll í tárum. Ég reyndi snöktandi að gera eitthvað til gagns, og ætlaði að taka bílinn út úr skúrnum og keyra út í kirkju. Þá var kominn í skúrinn bíll, sem mér fannst pabbi eiga, rauður og hvítur fólksbíll. Ég held, að ég hafi tekið bílinn, sem við raunverulega eigum, og fór svo inn aftur. Þá var þangað kominn vinur pabba, sem heitir Hjörleifur, en býr ekki á staðnum. Líkkista var einnig þar, stór og skjannahvít, með rauðum, fallegum blómakransi ofan á. Mér fannst pabbi vera í kistunni, en ég sá hann aldrei. Ég grét allan tímann, alveg frá af sorg. Vinir, sem ég þekkti ekki reyndu að hugga mig, en um leið og þau minntust á pabba, sneri ég mér undan og grét. Þá var ég stödd í skrýtnu herbergi, stóru, með allavega hornum og skotum og skökku lofti. Mér fannst það sniðugt, og gat vel hugsað mér að búa þar. Einhvern tíma í draumnum var ég í kirkj- unni, en ég man það varla. Allt í einu var ég komin heim aftur og Hjörleifur sagði: ,,Ég hafði alltaf hugboð um, að þetta færi svona", og átti við pabba. Draumurinn varð ekki lengri, og ég vaknaði snöktandi. Með fyrirfram þakklæti, Vikka. „HANN ER KOMINN". Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi í nótt, sem leið. Mérfannst vinkona mín, sem ég kalla S, hringja til mín, og um leið og ég tek upp símann, heyri ég hennar rödd og karl- mannsrödd segja: Halló! Svo segir S: Farðu burt, farðu! Við mig segir hún: Veistu hver er kominn? Hann er kominn! Hann er kom- inn! Þessi „hann" er strákur, sem ég þekki og hugsa mikið um. Hann hefur verið í burtu undanfarið, og er ekki væntanlegur strax. Þegar S segir þetta í símann, verð ég mjög glöð, og ég spyr hana, hvernig hún viti þetta. Hún segist hafa verið að ganga á Hringbrautinni, og hann kom þar gangandi. Um leið og hún segir þetta, sé ég sjálfa mig á gangi á Hringbrautinni og hann kom á móti mér. Hvernig var hann? spyr ég S. Hann var stórkostlegur! Hann var stór- kostlegur! hrópar S í símann. Um leið og ég vaknaði fannst mér eins og hann væri kominn, en þó veit ég, að hann er ekki væntanlegur fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði. Ég mundi drauminn mjög vel, þegar ég vaknaði. Ég vona, að þú getir ráðið drauminn fyrir mig, því að hann skiptir mig miklu máli. Meðfyrirfram þökk. ýr. / fljótu bragði virðist þessi draumur ekki vera sérlega markverður og mótast mjög af hugsunum þínum i vöku, en sé betur aö gætt, eru i honum tákn, sem benda til þess, að hann leyni á sér. Þú færð sennilega ti/boð, sem býður upp á marga möguleika. Þig langar mest til að hafna því, vegna þess að þú efast um, að þú valdir verkefn- unum, sem þér verða falin á hendur, ef þú tekur boðinu. Hugsaöu þig vandlega um, áður en þú hafnar boðinu, því að það gæti breytt lífi þínu til hins betra. Þess ber að gæta, að pilturinn í draumnum skiptir ekki máli í þessari ráðningu og stendur ekki í sambandi við tilboðið. Hann er þar bara eins og hvert annað draumtákn. MIG ÐREYMEH 40 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.