Vikan

Issue

Vikan - 01.04.1976, Page 11

Vikan - 01.04.1976, Page 11
I NÆSTU VIKU NÆSTA BLAÐ: PÁSKABLAÐ Nscsta tölublað Vikunnar er 64 síðna páskablað, fullt af fjölbreyttu efni. Má þar nefna viðtöl við Ásgerði Búadóttur vefara og Egil Jónasson hagyrðing á Húsavík. Ölafur Sigurðsson fréttamaður svarar spurningum í þsettinum Sjálfsmynd, grein er eftir KARLSSON um framtíð fiskiræktar á Islandi, og Ib Wessman yfirmatsveinn I Nausti matreiðir páskamatinn fyrir Vikuna. Tvær smásögur eru I blaðinu, önnur eftir íslenskan höfund, Ægi Geirdal Gíslason. Þá fékk Vikan nokkrar listhagar kvennaskólastúlkur til að skreyta hænuegg á páskaborðið, svo lesendur Vikunnar mættu fá hugmyndir að eggjamálun fyrir páskana. Þá er efni fyrir börn í umsjá Herdísar Egilsdóttur, tvöföld páskakrossgáta og sitthvað fleira. ÁSGERÐUR BÚADÓTTIR VEFARI Ásgerður Búadóttir er löngu vel þekkt listakona. Hún sýndi fyrst opinberlega á alþjóðlcgri listiðnaðarsýningu I Múnchen árið 1956 og fór sannarlega vel af stað, þvl að tvær myndir eftir hana fengu gullverðlaun á sýning- unni. Slðan hefur hún sýnt á fjölda sýninga bæði heima og erlendis, og sem stendur vinnur hún að undirbún- ingi samnorrænnar sýningar á vefjarlist I Listasafni Álaborgar næsta sumar. Vikan átti viðtal við Ásgerði nýlega, sem birtist I næsta blaði. HAGYRÐINGURINN Á HÚSAVÍK „Læknarnir bregðast lýðsins vonum / lyfin þeir brugga einskis nýt / I stað þess að segja sjúklingonum / að sitja heima og éta sklt.” Þessa skemmtilegu vlsu orti Egill Jónasson af sérstöku tilefni, eins og flestar slnar vísur, og um það tilefni má lesa I næsta blaði, þar sem birtist stutt viðtal við Egil. Egill Jónasson er án efa einn skemmtilegasti hagyrðingur þessa lands, og margar vlsur hans hafaorðið landsfrægar. Sjálur segir Egill: ,,Það má ef til vill kalla mig hagyrðing, en ekki skáld.” SJÁLFSMYND AF ÓLAFI SIGURÐSSYNI ólafur Sigurðsson hefur stundað ýmis störf um ævina, en flest tengd fjölmiðlun á einhvern hátt. Nú slðast hefur hann um nokkurt skcið starfað á fréttastofu útvarpsins. Hann svarar spurningum I þættinum Sjálfsmynd, mörgum hnyttilega, eins og hans var von og vísa. Spurningunni um hamingjudrauminn svarar hann til dæmis svo: ,,Að verða eins valdamikill og ÖlafurJóhannesson, sem hefur einn manna bæði lokað alþingi og áfengisversluninni.” Svör Ólafs birtast I næstu Viku. IB WESSMAN SÉR UM MATINN Veitingahúsið Naust var stofnað árið 1954, en Ib Wessman, sem er yfirmatsveinn hússins, hefur starfað þar I nær 19 ár. Hann var ðgóðfúslega við óskum Vikunnar um að gefa lesendum hennar ofurlitla hugmynd um það, hvernig yfirmatsveinn á góðu veitingahúsi matreiðir. Uppskriftima_r birtast I næsta blaði, og þá geta menn spreytt sig á því að matreiða gravlax, fylltan kálfahrygg og súkkulaðiábæti a la Ib Wessman. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 íársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 14. tbl. 38. árg. 1. apríl 1976 Verð kr. 250. GREINAR: 14 Bette Davis — slðasta stór- stjarna kvikmyndaborgarinnar. innar. 18 Að muna tölur. Grein byggð á kafla úr bók eftir minnis- fræðinginn Harry Lorayne. 24 Fátæk blómasölustúlka varð ástkona snillingsins. Sagt frá ástum Alfred Nobels. VIÐTÖL:________________________ 2 Það dýrmætasta I llfinu er skattfrjálst. Vikan heimsækir Rolf Johansen stórkaupmann og fjölskyldu. 16 Sjálfsmynd 7. Else Mia Sig- urðsson: Það sem kona vill, það vill guð. SÖGUR:____________________ 20 Dibs. Níundi hluti framhalds- sögu eftir Virginia M. Axline. 28 Marianne. Nltjándi hluti fram- haldssögu eftir Juliette Ben- zoni. 36 Vorhatturinn. Smásaga eftir H. E. Bates. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 27 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur I umsjá Smára Valgeirssonar. 38 Á fleygiferð. Þáttur 1 umsjá Árna Bjarnasonar. 42 Eldhús Vikunnar I umsjá Drafnar Farestveit: Hugsað fyr- ir páskabakstrinum. YMISLEGT: 34 í leiðinni. 14. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.